Fréttablaðið - 25.05.2010, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2010 3
Kynning
Einn af hverjum tíu nýbökuð-
um feðrum þjáist mögulega
af fæðingarþunglyndi. Þetta
eru niðurstöður athugana sem
unnar voru af rannsóknarteymi
Læknaháskólans Austur-Virgin-
íu í Bandaríkjunum.
Þó að hlutfallið sé lægra en hjá
nýbökuðum mæðrum komu niður-
stöðurnar á óvart eins og fram
kom á fréttavef BBC síðasta
þriðjudag. Þær sýndu að feður
eru yfirleitt hamingjusamastir
fyrstu vikurnar eftir fæðingu
barns en þunglyndi geri vart við
sig eftir þrjá til sex mánuði.
Eins virtust feður líklegri til
að verða þunglyndir ef móðirin
þjáðist af fæðingarþunglyndi.
Einnig segir í fréttinni að þung-
lyndi feðra sé síður til umræðu
og þeir fái sjaldnar aðstoð vegna
þess.
Minni svefn, breyttur lífs-
stíll, meiri ábyrgð og breyting-
ar á sambandi parsins sjálfs séu
þó allt þættir sem hafa áhrif á
bæði móður og föður.
Rannsóknin náði til rúmlega
28 þúsund foreldra í sextán
löndum. - rat
Þunglyndir feður
Einn af hverjum tíu feðrum verða þunglyndir þremur til sex mánuðum eftir fæð-
ingu barns. NORDICPHOTOS/GETTY
Íslandsmeistaramót í rathlaupi
verður haldið dagana 4. og 5.
júní næstkomandi undir heitinu
ICE-O. Um alþjóðlegan viðburð
er að ræða og munu erlendir
hlauparar taka þátt.
Hlaupin munu fara fram í Laug-
ardal og Heiðmörk á vegum Rat-
hlaupsfélagsins Heklu og má nálg-
ast frekari upplýsingar um mótið
á heimasíðu félagsins, www.rat-
hlaup.is.
Rathlaupsfélagið Hekla stendur
fyrir rathlaupum alla fimmtudaga
í sumar frá klukkan 17 til 18.30 en
á heimasíðunni er einnig að finna
upplýsingar um staðsetningar og
lýsingar á hverju hlaupi fyrir sig.
- rat
Rathlaup í
Reykjavík
Rathlauparar á Miklatúni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kaupmannahafnarbúar hafa tek-
ið aðstoð við að hætta að reykja
fegins hendi en sveitarfélagið
býður upp á ókeypis námskeið.
Þetta kemur fram á fréttavef
Berlinske Tidende en um 490
manns tóku þátt í námskeiðinu
sem hófst í janúar á þessu ári og
lauk nú í maí.
Á síðasta ári voru þátttakendur
tæplega 400 en þessa aukningu
segir Beate Simonsen, ráðgjafi
heilbrigðissviðs Kaupmanna-
hafnar, að þakka átta vikna
átaki gegn reykingum sem keyrt
var í dönsku sjónvarpi í október
og desember árið 2009. Þar hafi
áhrifamiklar myndir af skemmd-
um lungum og heila af völdum
reykinga komist heim í stofu hjá
fólki en eins hafi þar komið fram
að reykingafólki byðist ókeyp-
is aðstoð. Því hefðu margir ekki
gert sér grein fyrir að stæði til
boða og því tekið upp símann
strax. - rat
Danir nýta sér
ókeypis aðstoð
Kaupmannahafnarbúar geta nú hætt að reykja með aðstoð sveitarfélagsins.
Um er að ræða þrjá fitness-rétti,
Santa Fe salat, fitness burrito og
bankabyggsrétt með grilluðum
kjúklingi. Fitness-réttirnir hafa
verið á boðstólum í nokkra mán-
uði og fengið góðar viðtökur.
„Það er alltaf stór hluti fólks að
hugsa um línurnar og næringar-
fræðingar mæla með því að við
borðum minni og hollari máltíð-
ir yfir daginn. Við ákváðum því
setja saman holla rétti þar sem
viðskiptavinurinn fær tvær mál-
tíðir í einum pakka,“ útskýrir
Sólveig Guðmundsdóttir fram-
kvæmdastjóri Culiacan. „Búið
er að skipta réttinum niður svo
viðskiptavinurinn getur borðað
annan skammtinn t.d. í hádeginu
og hinn seinnipartinn. Rétturinn
kostar 1480 krónur svo hvor mál-
tíð er því einungis á 740 krón-
ur.“
Geir Gunnar Markús-
son, næringarfræðingur og
einkaþjálfari, hefur reiknað
út orkuhlutföll og næringar-
gildi allra réttanna.
„Það er frábært að skyndi-
bitamenningin sé að færa sig
yfir í hollustuna en það er allt
of mikið af óhollum
skyndibita í boði,“
segir Geir Gunnar.
„Fitness-réttirnir
hjá Culiacan inni-
halda fáar hitaein-
ingar og hafa góða
næringarsamsetn-
ingu. Þarna eru
réttir sem henta
öllum, jafnt þeim
sem vilja grenna sig,
íþróttafólki sem þarf
góðan skammt og almenningi sem
vill góða og holla næringu. Það að
réttirnir komi í tveimur skömmt-
um er mjög sniðugt en fólk á oft í
erfiðleikum með að finna sér holl-
an millibita seinnipart dags. Ég
hvet fólk til að borða hollt og ein
leið til þess er að nýta sér þennan
góða skyndibita hjá Culiacan.
„Nú þegar margir eru að taka
þátt í „Hjólaðu í vinnuna“ átakinu
er tilvalið að taka upp nýjan lífs-
stíl í matarvenjum og borða minna
og oftar. Þannig sér fólk árangur
fljótt. Mataræði er aðal áhrifa-
valdur á líkamlegt ástand okkar,
þó að hreyfingin sé að sjálfsögðu
góð,“ segir Sólveig.
Fáar kaloríur
en góð næring
Mexikóski veitingastaðurinn Culiacan í Faxafeni 9 býður upp á
heilsusamlega skyndibita. Þeir eru afgreiddir þannig að tvennt er
af öllu í boxinu svo auðvelt er fyrir fólk að stilla skömmtum í hóf.
Geir Gunnar Markússon M.Sc næringarfræðingur og Sólveig Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Culiacan.
Fitness
burrito
ásamt
banka-
byggi m.
grænmeti.
321 kkal í
skammtinum.
Bankabygg m.kjúklingi og fitness-
quesadilla. 480 kkal skammturinn.
SantaFe salat
og fitness-
quesadilla.
372 kkal
skammturinn.