Fréttablaðið - 01.07.2010, Page 35

Fréttablaðið - 01.07.2010, Page 35
FIMMTUDAGUR 1. júlí 2010 3 Í sumar gefst ferðalöngum í Suður-Frakklandi færi á að skoða sýningu sem er helguð frönsku leik- og söngkonunni Brigitte Bardot. Bardot gjörbreytti á 6. áratugn- um kvenímyndinni hér á landi, ekki aðeins sem kyntákn þó það sé kannski það fyrsta sem kemur upp í huga fólks, heldur sem frjáls og sjálfstæð kona. Sýning- in sló í gegn í Boulogne-Billian- court, einni af útborgum Parísar þar sem hún var sett upp í vetur. Nú byrjar sýningin ferðalag, fyrst til St. Tropez þar sem Bar- dot býr í dag 75 ára að aldri. Brigitte Bardot var ekki aðeins ein skærasta stjarna franska kvikmyndaiðnaðarins á 6. áratugnum heldur líka vin- sæl söngkona þar til hún dró sig í hlé 1973 aðeins 38 ára að aldri á hátindi ferils síns. Hún fékk einfaldlega nóg af stjörnu- lífinu, aðdáendum, fjölmiðlum og kvikmyndaiðnaðinum. Eftir að hún hvarf úr sviðsljósinu hefur hún helgað sig dýravernd- un og er stofnun Brigitte Bardot atkvæðamikil í dýraverndun og rekur athvörf þar sem tekið er á móti heimilislausum dýrum. Hvergi í Evrópu eru fleiri gælu- dýr yfirgefin en í Frakklandi, oft þegar sumarfrí nálgast. Bar- dot ver allri innkomu af hinum ýmsum vörum sem seldar eru með myndum af henni, bókum sem hún hefur skrifað og fleiru þess háttar, til stofnunar sinnar. Ótrúlegt en satt en engum tískuhönnuði hefur hingað til dottið í hug að framleiða tösku í anda B.B. eins og hún er alltaf kölluð hér í landi. Flestir kann- ast við Kelly (Grace), Birkin (Jane) frá Hermès eða Lady (Diana) frá Dior og nú er það B.B. frá Lancel. Önnur taskan er úr lífrænt ræktuðu tvídi og bómull en hin úr gervileðri, lit- uðu með ávöxtum og grænmeti, varla hægt að gera hlutina nátt- úrulegri. Það segir sig sjálft að töskurnar sem kenndar eru við dýraverndunarsinnann Bardot geta ekki verið úr dýraskinni. Reyndar sagði hún sjálf á dög- unum eftir að hafa séð töskurn- ar að þetta væri sönnun þess að hægt væri að hanna lúxus- vöru án þess að nota dýr til þess og tekur þar undir með Stellu McCartney sem hefur hannað töskur og skó án þess að nota leður. Það er hinn nýi hönn- uður Lancel, Leonelle Borghi, sem hefur sameinað það sem tengist goðsögninni B.B. eins og hárbandið hennar sem er til skrauts á töskunum eða fóðrið sem er úr Vichy-mynstri sem hún gerði frægt (smá bláköfl- ótt eða bleikt) og ólin er gerð eftir frægri sígaunagítaról B.B. Ekki skemmir fyrir að verðið er tiltölulega hóflegt, 680 eða 880 evrur eftir tegund meðan að mörg dýrustu tískuhúsin selja leðurtöskur sem geta komist í tvö þúsund evrur. bergb75@free.fr Bardot að eilífu, lifandi goðsögn ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Opið frá kl. 11 - 21 í Smáralind Au gl ýs in ga sím i Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.