Fréttablaðið - 05.08.2010, Side 2

Fréttablaðið - 05.08.2010, Side 2
2 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR MENNTAMÁL Áætlað er að þrjú þúsund fermetra bygging undir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í alþjóðlegum tungumálum kosti 1.300 milljónir króna. Söfnun fyrir fjármögnun Vigdís- arhússins stendur enn yfir. Meðal annars er nú leitað til sveitarfé- laga en fyrstu undirtektir þeirra virðast dræmar. Styrktarbeiðninni hefur meðal annars verið hafnað í Kópavogi, Borgarbyggð, Vestur- byggð, Fjallabyggð, Akureyri og í Norðurþingi. Byggðaráð Norður- þings segir um ánægjulega hug- mynd að ræða en að þar leggi sveit- arstjórnin metnað sinn í að verja grunnþjónustu við íbúa sveitarfé- lagsins á erfiðum tímum. „Í ljósi þess að sveitarfélagið þarf að for- gangsraða munu þarfir mennta- og félagsmála innan sveitarfélagins hafa forgang,“ segir byggðaráðið. „Við vitum hvernig efnahags- ástandið er og að aðstæður eru mismundandi góðar – eða slæm- ar. Við vildum bara tryggja að allir vissu af þessu og gætu átt möguleikann á að vera með,“ segir Auður Hauksdóttir, for- stöðumaður Stofnunar Vigísar Finnbogadótt- ur. Áætlaður kostnað- ur við að reisa byggingu undir stofnunina er um 1.300 milljónir króna. Auður segir að inn í þá tölu sé reiknuð byggingarlóð á reit Háskóla Íslands sem metin sé á um 100 milljónir. Fyrir stuttu hafi yfir 700 milljón- ir safnast. Háskól- inn vilji ekki hefja framkvæmdir fyrr en fjármögnun sé lokið. Leitað sé til einstaklinga, samtaka og sveitarfé- laga. „Sumir hafa haft samband og lýst yfir vonbrigðum sínum yfir því að geta ekki verið með og aðrir hafa komið með stuðning. En við skynjum alls staðar þennan góða vilja og það er okkur afar dýr- mætt,“ segir Auður og undirstrik- ar að orðspor Vigdísar geri það að verkum að stofnunin njóti velvilja langt út fyrir landsteinana. Til dæmis hafi ríflega tuttugu millj- óna króna styrkur borist frá Fær- eyjum og langstærsti styrkurinn til þessa, yfir eitt hundrað milljón- ir króna, hafi fengist úr A.P. Möll- er-sjóðnum í Danmörku. Auður segist hlakka til að geta betur skýrt frá stöðunni í fjár- mögnunni í lok þessa mánaðar. „Það verða fréttir og þær verða skemmtilegar.“ gar@frettabladid.is Sveitarfélög láta lítið til Vigdísarstofnunar Sveitarfélög taka fálega styrktarbeiðni frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þó hafa þegar safnast á áttunda hundrað milljónir. Forstöðumaðurinn kveðst hlakka til að skýra nánar frá styrkjunum í lok ágúst. AUÐUR HAUKSDÓTTIR Þrátt fyrir að fyrstu undirtektir frá sveitarfélögum við styrktar- beiðni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur virðist dræmar segir forstöðmaðurinn að fjármögnunin gangi vel og boðar góð tíðindi á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Hinn 1. ágúst síðastlið- inn voru þrjátíu ár frá því Vigdís Finn- bogadóttir tók við embætti forseta Íslands. Logi, munuð þið ekki súpa seyðið af þessu? „Jú, ætli ég sitji ekki í súpunni.“ Logi Bergmann Eiðsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir hafa boðið upp á fiski- súpu á Fiskidaginn mikla á Dalvík undan- farin ár en ætla ekki að gera það í ár. KJARAMÁL Fundur vegna kjara- deilu slökkviliðsmanna og launa- nefndar sveitarfélaganna verður haldinn klukkan 13.30 í dag. Er þetta fyrsti fundur sem haldinn er síðan 21. júlí, tveimur dögum fyrir síðasta dagsverkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Ef sátt næst ekki á fundinum er boðað til annars dagsverkfalls á morgun, frá klukkan 8 til miðnættis, en síðasta verkfall var frá klukkan 6 til 16. Bráðaþjónustu verður sinnt á verkfallstíma. Allsherjarverkfall er boðað hinn 7. september ef ekk- ert þokast í kjaramálum. - sv Kjaradeila slökkviliðsmanna: Fyrsti fundur eftir verkfall MENNING Rannsóknir á álagsþoli tónlistar- og ráð- stefnuhússins Hörpu hafa leitt í ljós að glerhjúpur á suðurhlið hússins stenst ekki það vindálag sem búast má við. Aðalverktaki hússins, Íslenskir aðal- verktakar, telur nauðsynlegt að taka vegginn niður og endurbyggja en vonast til þess að það muni ekki seinka opnun hússins sem á að taka formlega í notk- un í maí á næsta ári. „Þetta veldur okkur auðvitað vonbrigðum þar sem framkvæmdir hafa gengið vel og verið á áætl- un. Stjórnendur Portusar og Austurhafnar fagna því hins vegar að þetta hefur lítil sem engin áhrif á opnun hússins,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Totus ehf., sem reisir Hörpu. Ástæða þess að vindþol glerhjúpsins er ekki nægi- legt er framleiðslugalli í stálvirki hans. Kínverska fyrirtækið Lingyuan bar ábyrgð á framleiðslu gler- hjúpsins og fóru Íslenskir aðalverktakar fram á það við Lingyuan að nauðsynlegar úrbætur yrðu gerðar á kostnað kínverska fyrirtækisins. Það hefur fallist á þá kröfu og er undirbúningur endurbótanna þegar hafinn. Tjónið sem af þessu hlýst er talið hlaupa á hundr- uðum milljóna króna. - mþl Framkvæmdum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu seinkar: Gallar í glerhjúpnum á Hörpu TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚSIÐ HARPA Nauðsynlegt er talið að taka niður glerhjúpinn á suðurvegg hússins og endur- byggja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ORKUMÁL Orkuveita Reykjavíkur hefur synjað ósk um upplýsingar um samskipti við Magma Energy og sölu hlutafjár í HS orku. Tveir af forsvarsmönnum und- irskriftasöfnunar þar sem kraf- ist er þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum ósk- uðu eftir upplýsingunum og hafa þeir kært synjunina til úrskurð- arnefndar um upplýsingamál. Synjun Orkuveitunnar byggist á því að um sé að ræða upplýsing- ar sem varði viðskipti með hluta- bréf. Kærendur telja fyrirtæk- inu ekki stætt á að hafna ósk um umbeðnar upplýsingar á þeim forsendum. - bj Kæra OR til úrskurðarnefndar: Vilja upplýsing- ar um Magma SAMGÖNGUR Flugfélag Íslands flaug í síðasta sinn áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Vestmanna- eyja á þriðjudag. Flugfélagið Ernir tók við áætlunarflugi á flug- leiðinni í gær og mun daglega fara tvær ferðir frá Reykjavík og til baka. Ákvörðun Flugfélags Íslands um að hætta flugi þarna á milli kom í kjölfar þess að ríkið hætti að styrkja flug félagsins um síðustu mánaðamót. Flug- félag Íslands mun áfram sinna leiguflugi til Vestmannaeyja. - mþl Flugfélag Íslands hætt: Flugfélagið Ern- ir flýgur til Eyja ERNIR Í EYJUM Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Vestmannaeyja í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR HOLLAND, AP Fjórtán ára gömul hol- lensk stúlka vonast til að verða sú yngsta í heimi til að sigla einsöm- ul umhverfis heiminn á seglskútu. Laura Dekker lagði í gær upp frá höfninni í Den Osse í 11,5 metra langri skútu sem nefnist Guppy. Ferðinni er heitið til Portúgal, þar sem hún skilur föður sinn eftir og leggur af stað í hnattsiglinguna. Laura vann í síðustu viku sigur í dómsmáli sem leysir hana undan hollenskum barnaverndarlögum, en þau stóðu í vegi fyrir sigling- unni. Hún kveðst óhrædd við sjó- ræningja og hefur skólabækur meðferðis. Laura segist að vísu munu sakna ættmenna og fjöl- skylduhundsins. - óká Vann sigur í dómsmáli: Fjórtán ára ein í hnattsiglingu LAURA DEKKER „Ég má sigla og það er frábært,“ sagði Laura við blaðamenn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hefur boðið Ástu Sigrúnu Helgadóttur, fyrr- verandi forstöðumanni Ráðgjafar- stofu um fjármál heimilanna, starf umboðsmanns skuldara. Ráðuneyt- ið kannaði hvort auglýsa þyrfti starfið á nýjan leik eftir að Run- ólfur Ágústsson sagði starfi sínu lausu en niðurstaðan varð að það þyrfti ekki vegna þess hversu stutt er síðan ráðið var í embættið. Ásta Sigrún var afar ósátt við skipan Runólfs og var byrjuð að skoða réttarstöðu sína vegna málsins þegar Runólfur tilkynnti um afsögn sína. Hún hefur nú tekið sér frest til að íhuga hvort hún þiggur starfið. Þangað til mun Ingi Valur Jóhannsson, deildar- stjóri í félagsmálaráðuneytinu, sinna starfinu. Ásta vildi kynna sér rökstuðning fyrir skipan Runólfs áður en hún tæki ákvörðun. Rökstuðningurinn var birtur á vef ráðuneytisins í gær- kvöldi. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að ekki hafi verið litið til per- sónulegra fjárreiðna umsækjenda við mat á þeim enda sé einsk is sér- staks krafist í þeim efnum í lögum um embættið. Deilur um fjárhags- leg málefni Runólfs urðu þess vald- andi að hann sagði af sér. Í rökstuðningnum segir að Run- ólfur hafi verið metinn hæfast- ur af ráðningarstofu sem fór yfir umsóknirnar, og þá hafi hann enn fremur staðið sig betur en Ásta Sigrún í atvinnuviðtali, þar sem viðstaddir voru ráðherra, aðstoð- armaður hans, ráðuneytisstjóri og framkvæmdastjóri ráðningarfyrir- tækisins. Leiðtogahæfni, sjálfstæð vinnubrögð, áræðni, frumkvæði, fjölbreytt reynsla og góð meðmæli hafi ráðið miklu um þá ákvörðun að ráða Runólf. - sh Félagsmálaráðherra birtir rökstuðning fyrir ráðningu Runólfs Ágústssonar sem umboðsmanns skuldara: Ásta Sigrún undir feldi og íhugar atvinnutilboð RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON ÁSTA SIGRÚN HELGADÓTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.