Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.08.2010, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 05.08.2010, Qupperneq 34
 5. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR2 ● bifhjól Frá upphafi til rafmagnsvæðingar 1894 Hildebrand & Wolfmüller framleiða bifhjól sem svipar til vespu nútímans. Það er fyrsta fjöldaframleidda bifhjól- ið sem selt er almenningi. 1902 Auto-Fauteuil hefur framleiðslu á léttu bifhjóli. 1919 Kenilworth-hjólið er búið til í Englandi. 1936 Salsbury Motor Glide er pínulítið mót- orhjól sem framleitt var í Kaliforníu. 1946 Japanir hefja að framleiða létt bifhjól á borð við Fuji Rabbit. 1946 Hin eina og sanna Vespa frá ítalska fyrir- tækinu Piaggio verður að veruleika. 1947 Ítalska fyrirtækið Inn- ocenti kynnir Lambretta. 1996 Peugeot setur á markað fyrstu rafmagnsvespuna. Þeir sem hafa í hyggju að keyra létt bifhjól ættu að hafa ýmis at- riði á hreinu. Einar Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, veit allt um málið. „Þeir sem ætla að öðlast réttindi til að keyra 50cc létt bifhjól, eins og sumar vespur eru, þurfa að vera orðnir fimmt- án ára til að geta tekið skellinöðru- próf. Þá þarf að ljúka átta kennslu- stundum í verklegu námi, tólf í bóklegu og verklegu og skriflegu prófi en æfingaakstur er án leið- beinanda.“ Hann getur þess að reglur um bráðabirgðaskírteini eigi hér ekki við. „Endurnýjun tveimur árum eftir próf er því óþörf. Flestir taka síðan bílpróf orðnir 17 ára en hefð- bundið bílpróf veitir sjálfkrafa réttindi til að keyra létt bifhjól.“ Þá segir Einar öll bifhjól verða að uppfylla skilyrði sem eru sett fram í reglugerð um gerð og búnað ökutækja. „Upplýsingarn- ar eru á heimasíðu Umferðarstofu, us.is, undir flipa merktum „Lög og reglur“ en þar undir er annar flipi merktur „Reglugerðir“. Í reglu- gerðinni þarf að finna allt sem við- kemur „léttu bifhjóli“ til að greina þessa tegund ökutækis frá öðrum. Öll bifhjól sem eru skráð hér hafa uppfyllt ákvæði þessarar reglu- gerðar. Sömuleiðis verða bifhjól sem menn ætla sjálfir að flytja til landsins að uppfylla ákvæði henn- ar en innflytjandinn þarf líka að fylla út umsókn um forskráningu. Fyrir nýtt hjól þarf að sýna fram á upprunavottorð eða COC vottorð í frumriti sem staðfestir að fram- leiðandi hjólsins uppfylli sett skil- yrði. Fyrir önnur ökutæki þarf að skila inn skráningarskírteini frá viðkomandi landi í frumriti og eins þarf í báðum tilvikum að leggja fram farmbréf frá skipa- eða flugfélagi.“ Að hans sögn gilda ákveð- in tímaákvæði um hvenær bif- hjól eigi að skoða. „Á því ári sem þarf að skoða hjólið ber að gera það fyrir 1. ágúst, líkt og með til dæmis fellihýsi og tjaldvagna. Á skráningarnúmeri hjólsins koma fram upplýsingar um árið sem færa þarf það til skoðunar.“ Þá segir Einar mikilvægt að hafa nokkur öryggisatriði á hreinu. „Menn mega ekki vera með farþega á léttum bifhjól- um. Þeir verða að vera með við- urkenndan hjálm og klæðast lág- marks hlífðarfatnaði sem tryggir best öryggi ökumanna falli þeir af hjóli eða lendi í árekstri. Líka þarf að framfylgja almennum umferð- arlögum um ökutæki, hafa ljósin ætíð kveikt, nota stefnuljós, fara ekki yfir 45 kílómetra á klukku- stund á léttum bifhjólum og vera viðbúnir því að aðrir ökumenn taki ekki eftir þeim í umferðinni. Mikið öryggi getur falist í því að vera í endurskinsvesti. “ Einar tekur fram að bifhjólum megi ekki aka á gangstéttum eins og margir virðist halda. „Ástæðan fyrir þessum misskilningi er sjálf- sagt sú að leyfilegt er að keyra raf- knúin hjól, sem mörg líkjast skelli- nöðrum, á gangstéttum. Slík hjól komast hins vegar ekki hraðar en 25 kílómetra á klukkustund og eru því allt annar flokkur en létt bif- hjól.“ - rve Létt bifhjól fyrir byrjendur Einar Magnússon, upplýsingafulltrúi hjá Umferðarstofu, er öllum hnútum kunnungur um bifhjól og notkun þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vespur þarfnast afar lítils viðhalds og þykja því af mörgum aðlaðandi kostur. „Vespur eru sérstaklega ein- faldar í uppbyggingu og það eina sem eigendur þeirra þurfa í raun að gera er að vera með réttan loft- þrýsting í dekkjum og velja rétt eldsneyti enda sum þeirra með tví- gengisvél,“ segir Jón Bjarnason á vélhjólaverkstæðinu B.Racing. Hann segir málið að öðru leyti snúast um að ýta á on og off. „Ef hjólin taka hins vegar upp á því að bila þá er ekki um annað að ræða en að fara með þær á verk- stæði því það er lítið hægt að fikta í þeim sjálfur. Þá getur þurft að rífa vélina í sundur eða skipta um rafgeymi en það flokkast ekki undir viðhald heldur miklu frekar viðgerð. Jón segir að ef farið sé vel með hjólin endist þau mörg hver vel og lengi. „Það er þó talsvert um að ég fái inn skemmd hjól en púströrið á það til að mynda til að beyglast ef verið er að keyra hjólin upp á gangstétt og þess háttar.“ Ef það er hins vegar farið vel með þau hanga þau oftast í góðu lagi. - ve Lítið sem ekkert viðhald Áhyggjulaust líf. Eigendur vespna þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af viðhaldi. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmenn auglýsinga: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is s. 512 5471 og Hjörtur Ingi Hjartarson hjortur@365.is s. 512 5429 Fjölþrepa bakbrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun • Má nota hvar sem er Opið virka daga frá kl. 9 -18 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verð: 7.950 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.