Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 12
12 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
Undanfarið hefur bæði
harka leg stefna Frakklands-
forseta gagnvart útlend-
ingum og framganga lög-
reglunnar í myndbandi á
YouTube vakið athygli og
óþægilegar spurningar.
Nicolas Sarkozy Frakklandsfor-
seti hefur lengi haft þá stefnu
að útrýma þurfi öllu ofbeldi úr
Frakklandi. Í því skyni hefur hann
viljað beita lögreglunni af fullri
hörku.
Einnig hefur hann viljað hreinsa
til í hverfum fátækra útlendinga,
ganga hart fram gegn ólöglegum
innflytjendum og sýna ungmenn-
um, sem tekið hafa þátt í óeirðum,
enga miskunn.
Undanfarið hefur hann verið
óvenju ómyrkur í máli í þessum
efnum.
Svipting ríkisborgararéttar
Hann hefur meðal annars hótað því
að svipta menn af erlendum upp-
runa ríkisborgararétti ef þeir hafa
gerst sekir um að hóta lögreglu-
manni eða embættismanni bana,
auk þess sem hann vill gera ung-
mennum af erlendum uppruna erf-
iðara fyrir að hljóta ríkisborgara-
rétt þegar þau hafa aldur til hafi
þau gerst sek um ofbeldi.
Þetta sagði hann í borginni Gren-
oble í síðustu viku, en þar höfðu
nokkrum dögum fyrr brotist út
hörð átök milli lögreglu og mótmæl-
enda. Þessar óeirðir hófust í kjölfar
þess að ungur maður féll fyrir skot-
um lögreglunnar. Maðurinn var á
flótta grunaður um þjófnað.
Maðurinn var í för með róma-
fólki, sígaunum, sem dvöldu í borg-
inni, sem brugðust sumir hverj-
ir illa við og réðust meðal annars
á lögreglustöð þar í bænum. Skot-
ið var á lögregluna og kveikt var í
bifreiðum.
Sígaunar reknir úr landi
Í framhaldi af þessu skipaði Sar-
kozy svo fyrir að uppræta skuli
allar búðir sígauna, sem eru ólög-
legir innflytjendur í landinu. Hann
sagði búðirnar vera gróðrarstíu
mansals, vændis og kynferðisbrota
gegn börnum.
Ummælin hafa vakið óhug og
rifjuð hefur verið upp grimmileg
meðferð þýskra og franskra nasista
á sígaunum í Frakklandi á tímum
seinni heimsstyrjaldarinnar.
Brice Hortefeux, innanríkisráð-
herra í stjórn Sarkozys, segir þess-
um aðgerðum þó alls ekki ætlað að
stimpla neinn ákveðinn hóp fólks,
heldur sé markmiðið einungis „að
refsa fyrir lögbrot“.
Myndband á YouTube
Myndband á vefsíðunni YouTube
hefur síðan farið víða undanfarna
daga og málað enn dekkri litum
þessa hörkulegu ímynd franskra
stjórnvalda. Þar sjást lögreglumenn
í París ganga hart fram gegn mót-
mælendum af erlendum uppruna.
Meðal annars sést ófrísk kona
öskra hátt meðan lögreglumenn
draga hana burt, og önnur kona er
dregin eftir jörðinni þótt hún sé
með ungbarn á bakinu.
Myndbandið var tekið 21. júlí
þegar lögreglan leysti upp 150
manna mótmælafund í La Courneu-
ve, einu úthverfa Parísar. Mótmæl-
endurnir voru flestir konur frá Afr-
íku, sem voru að mótmæla því að
hafa verið reknar úr húsi sem þær
höfðu lagt undir sig með ólögleg-
um hætti.
Óeirðirnar 2005
Óeirðir hafa verið tíðar í hverfum
fátækra útlendinga í Frakklandi
undanfarin ár. Atburðirnir í Gren-
oble í síðasta mánuði þykja minna
mjög á óeirðirnar í úthverfum Par-
ísar haustið 2005, sem einnig hóf-
ust eftir að lögreglan varð ungu
fólki að bana, en þá var Sarkozy
innanríkisráðherra í ríkisstjórn
Dominiques de Villepin.
Sarkozy var þá sakaður um að
hafa beinlínis kynt undir óeirðun-
um með því að kalla ungmennin,
sem tóku þátt í þeim, úrþvætti
og hrotta. Hann tók einnig svo til
orða að hann ætlaði sér að hreinsa
út úr hverfinu með háþrýstidælum
eins og þeim sem notaðar eru til að
hreinsa málningu af húsveggjum.
Í síðustu viku sá de Villep-
in, fyrrverandi forseti landsins,
ástæðu til að ráðleggja Sarkozy,
fyrrverandi innanríkisráðherra
sínum, að gæta orða sinna í þess-
um málum.
Gagnrýni frá vinstri og hægri
Vinstrimenn hafa alla tíð gagn-
rýnt Sarkozy harðlega fyrir stefnu
hans og yfirlýsingagleði í innflytj-
endamálum og lögreglumálum, og
hefur gagnrýni þeirra færst held-
ur betur í aukana í kjölfar þessara
síðustu atburða.
Sumir hægrimenn hafa einnig
haft uppi gagnrýni, þar á meðal
de Villepin og Jacques Chirac, sem
einnig er fyrrverandi forseti.
Að þessu sinni er Sarkozy meðal
annars sakaður um að fara í hart
gegn útlendingum í þeim tilgangi
að draga athyglina frá hneykslis-
málum innan stjórnarinnar, auk
þess sem hann vonist til að bæta
stöðu stjórnar sinnar í skoðana-
könnunum með þessum aðferð-
um.
www.s24.isSæktu um...
Sími 533 2424
6,35%
innlánsvextir*
Allt að
Óbundinn og óverðtryggður sparnaðarreikningur
*M.v. vaxtatöflu S24 01.07.2010
Sarkozy gengur hart fram gegn útlendingum
ÓLÖGLEGAR BÚÐIR ÓLÖGLEGRA INNFLYTJENDA Sarkozy tilkynnti í síðustu viku að þessar innflytjendabúðir verði rýmdar og íbúarnir reknir úr landi. NORDICPHOTOS/AFP
NICOLAS SARKOZY FORSETI OG BRICE HORTEFEUX INNANRÍKISRÁÐHERRA Sarkozy
hótar að svipta innflytjendur ríkisborgararétti hafi þeir hótað lögreglumanni bana.
NORDICPHOTOS/AFP
FRÉTTASKÝRING: Hver er stefna Frakklandsforseta í innflytjendamálum?
Guðsteinn
Bjarnason
gudsteinn@frettabladid.is