Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 20
20 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Mikilvægt er að hagsmunir þjóð-arinnar verði tryggðir í komandi samningaviðræðum við ESB. Samninga- nefnd Íslands gegnir lykilhlutverki í því að tryggja góðan samning. Fordæmin lofa góðu. Íslendingar náðu nær öllum kröfum sínum fram í samningaviðræð- um við ESB um fríverslunarsamning, EES og Schengen. Það er í raun stór- merkilegt hvað vel tókst til. Það tókst hins vegar ekki átakalaust. Þess vegna er mikilvægt að stjórnmálamenn, hags- munasamtök og félagasamtök standi í megindráttum saman um að tryggja ásættanlega samningsniðurstöðu. Í því eru hagsmunir þjóðarinnar fólgnir. Samninganefndin þarf að tryggja yfirráð Íslendinga yfir auðlindum hafsins. Þetta má til dæmis gera með sérstöku stjórnunarsvæði á miðun- um í kringum landið innan sjávarút- vegsstefnu sambandsins. Aðild að ESB hefur ekki áhrif á yfirráð þjóðarinnar yfir öðrum auðlindum. Einnig þarf að tryggja bændum hagstæðan landbúnað- arsamning rétt eins og Svíar og Finnar náðu fram í sínum aðildarviðræðum. Mikilvægt er að ná góðum samning- um um atvinnuuppbyggingu og bættar samgöngur innan uppbyggingarstefnu ESB. Fjölmörg tækifæri felast í aðild að stefnunni fyrir ferðaþjónustu, hinar dreifðu byggðir og byggðakjarna á land- inu öllu. Við ættum einnig að standa saman að því að fá Seðlabanka Evr- ópu til að styðja við krónuna. Stuðning- ur ESB við peningastjórnun getur skipt sköpum um það hvernig til tekst við að bjarga heimilum og fyrirtækjum, stuðla að lægri vöxtum og sterkara gengi. Í kjölfarið er hægt að taka upp evru. Það að grafa undan samninganefnd Ísland er að grafa undan hagsmun- um þjóðarinnar. Því verður ekki trúað fyrr en á er tekið að stjórnmálaflokk- ar, hagsmunasamtök og félagasam- tök sem láta sig Evrópumál varða ætli að beita sér gegn hagsmunum lands- manna í yfirstandandi viðræðum. Það er hagur allra landsmanna að vel takist til í samningaviðræðunum. Það er síðan þjóðarinnar að leggja mat á það í þjóð- aratkvæðagreiðslu hvort nógu vel hafi tekist til. Tryggjum þjóðarhag Evrópumál Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Dulegur dágur Menn eru misánægðir með sjálfa sig og mörgum þykir sjálfsagt að hrósa sjálfum sér, sérstaklega ef fáir aðrir gera það. Einhverjir tóku eftir því að þágufall hafði slæðst inn í tilkynningu frá menntamála- ráðuneytinu í gær. Stjórnendur á vefmiðlinum Eyjunni, í ritstjórn Þorfinns Ómarssonar, tóku eftir því og leiðréttu. Skömmu síðar birtist moli í Orðinu á götunni, þar sem aðrir fjöl- miðlar voru snupraðir fyrir að falla í þágufallssýkispytt ráðuneytisins. „Þó sagði í frétt Eyjunnar að ráð- herra hefði veitt eina milljón króna í verkefnið,“ lauk molanum. Oft er sagt við unga drengi sem vantar hrósið dulegur dágur og á það vel við nú. Bara hist í strætó Það var áhugavert að fylgjast með Árna Páli Árnasyni og Runólfi Ágústssyni sverja af sér vinskap- inn. Mátti vart á milli sjá hvor þekkti hvorn minna og var helst á þeim að skilja að þeir hefðu einu sinni hist í strætó, á leið 12, Hlemmur – Fell. Vindharpan Það er athyglisverð staðreynd að hinn rándýri glerveggur sem Ólafur Elías- son hannaði á tónlistar- og ráðstefnu- húsið Hörpu stenst ekki vindálag. Hann þarf nú að endurbyggja með tilheyrandi kostnaði. Kannski hefði átt að huga frekar að burðinum en íburðinum í hönnun hússins? Það er jú stundum rok við höfnina. kolbeinn@frettabladid.is Í fimm mánuði hefur ekkert gerst í deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga um Icesave-ábyrgðir. Samningafundur var hald- inn 5. mars síðastliðinn, daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Icesave-lögin voru felld, en þau voru forsenda þess að tekið gæti gildi samningur um Icesave sem Alþingi hafði staðfest í fyrrahaust. Síðan gerðist ekkert þar til í byrjun síðasta mánaðar þegar gerð var tilraun til að koma viðræðum aftur af stað. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að koma eigi viðræðum í skipulegan farveg á ný eftir sum- arfrí. Ekki er þó talið líklegt að fundað verði fyrr en í septemb- er, hálfu ári eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna. Biðstaða þessi hlýtur að koma mörgum á óvart miðað við þá orð- ræðu sem í gangi var fyrir atkvæðagreiðsluna í mars. Var þá látið að því liggja að fyrir lægi hagstæðara tilboð frá Bretum og Hollending- um, fásinna væri því að samþykkja fyrirliggjandi samning. Eitthvað lætur þessi niðurstaða bíða eftir sér. Þá virtist jafnvel á reiki um hvað væri verið að kjósa. Á þeim sem hæst töluðu gegn samþykkt mátti á stundum skilja að verið væri að hafna því að greiða yfirhöfuð nokkuð til baka af því sem tekið hafði verið að láni hjá Bretum og Hollendingum. Þó hefur það aldrei staðið til, samningarnir snúast um tímalengd lánsins, vaxtakjör og tilhögun afborgana. Til eru þeir sem komið hefur í hug að baráttan gegn niðurstöðu í samningunum um Icesave snúist um allt aðra hluti í raun. Icesave- deilan sé ekki annað en verkfæri þeirra sem tryggja vilja varðstöðu um krónuna sem gjaldmiðil og setja sig upp á móti Evrópusam- bandsaðild, afla sem telja að einangrun landsins og tvíhliða samn- ingar við önnur ríki sé farsælli leið en aðild að samstarfi ríkja í Evrópu. Sé svo er óskandi að umræðan gæti þá farið að snúast um þessi grundvallaratriði og kost og löst á hvorri leiðinni sem verða kann fyrir valinu. Í grein í 25. tölublaði Vísbendingar sem út kom í gær veltir Þórólf- ur Matthíasson prófessor fyrir sér sjálfstæði þjóðarinnar og bendir á að sá sem vilji vera öllum óháður kalli jafnframt yfir sig lakari lífskjör en sá nýtur sem deila vill fullveldi og sjálfstæði með öðrum. „Hrunið markaði endalok tilraunarinnar með íslensku krónuna. Ef þjóðin vill halda áfram að nota hana, þurfum við að lifa við gjaldeyr- ishöft, háa innlenda vexti og töluvert flökt á genginu,“ segir hann og bendir um leið á að með viðvarandi gjaldeyrishöftum sé einboðið að forsendur aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu séu brostn- ar. Aukin tengsl við Evrópu snúist því ekki um tollaívilnanir á fiski heldur áframhaldandi aðgang fyrirtækja að mörkuðum fyrir vöru og þjónustu og einstaklinga að evrópskum vinnumarkaði. „Og ekki síður um möguleika einstaklinga og fyrirtækja til að fjármagna stærri fjárfestingar á viðráðanlegum kjörum og geyma sparnað með sæmilega tryggum hætti.“ Í atkvæðagreiðslunni í mars missti þjóðin af tækifæri til að gera út um Icesave-málið. Spurning er bara hvort hún verður minn- ug reynslunnar af því hversu miklu gruggi hægt er að róta upp í umræðunni þegar kemur að því að kjósa um aðild að Evrópusam- bandinu. Fyrstu fundir hálfu ári eftir atkvæðagreiðslu: Reynslunni ríkari SKOÐUN Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Hollur barnamatur fyrir 6 mánaða og eldri www.barnamatur.is Ósykrað Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.