Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 62
46 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Fimm leikir eru á dagskrá Pepsi-deildar karla í kvöld en þar ber hæst viðureign ÍBV og FH í Vestmannaeyjum. Með sigri getur Fimleikafélagið stimplað sig inn í titilbaráttuna af krafti en heima- menn hyggjast endurtaka leikinn frá fyrri umferðinni þegar þeir sóttu þrjú stig í Hafnarfjörðinn. „Það er ekki annað hægt en að lítast vel á þetta miðað við hvernig sumarið hefur verið,“ segir Albert Sævarsson, markvörður Eyja- manna, sem viðurkennir að árang- ur ÍBV í sumar sé betri en hann bjóst við. „Verð ég að segja satt? Ég skal viðurkenna að þetta er alveg fram úr björtustu vonum.“ Eyjamenn voru á toppi deildar- innar yfir þjóðhátíð í Eyjum. „Það er alltaf gaman á þjóðhátíð og menn skemmtu sér mjög vel í ár. Fyrir tímabilið var gefið út að við ætluðum okkur að vera í toppbar- áttu enda er stefnan alltaf sett á að gera betur en árið á undan. Sjálfs- traustið er mikið,“ segir Albert sem hefur af mörgum verið tal- inn besti markvörður deildarinn- ar í sumar. „Þetta er samspil alls liðsins, allt liðið hefur verið frábært. Ég hef líka notið góðs af því að hafa sterka vörn fyrir framan mig. Allir í varnarlínunni hafa staðið sig mjög vel.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson og James Hurst hafa kannski feng- ið meiri athygli en þeir Rasmus Christiansen og Matt Garner, sem Albert segir ekki hafa verið síður góða. ÍBV hefur aðeins fengið á sig tíu mörk í deildinni í sumar. Í kvöld mætast einnig tvö neðstu lið deildarinnar, nýliðarnir í Hauk- um og Selfossi. Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda í bar- áttunni fyrir lífi sínu í deild þeirra bestu. Grindavík, sem einnig tekur þátt í fallbaráttunni, fær Fram í heimsókn, KR-ingar mæta Stjörn- unni og í Árbænum leika Fylkir og Keflavík. - egm Albert Sævarsson og félagar í ÍBV taka á móti FH í stórleik í Pepsi-deildinni í Eyjum í kvöld: Menn skemmtu sér mjög vel á þjóðhátíð ALBERT SÆVARSSON Hefur átt frábært tímabil í marki Eyjamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI „Ég tel möguleika okkar í þessum riðli mjög góða. Við erum á heimavelli og það hefur mikið að segja,“ segir Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Breiða- bliks. Liðið er að fara að keppa í forkeppni Meistaradeildarinnar og á fyrsta leik í kvöld kl. 18 á Kópa- vogsvelli. Auk Blikaliðsins eru það FCF Juvisy Essonne frá Frakklandi, FC Târgu Mure frá Rúmeníu og Levadia Tallinn frá Eistlandi sem skipa riðilinn. Síðastnefnda liðið er mótherji Breiðabliks í kvöld en allir leikirnir í riðlinum fara fram hér á landi. „Við rennum blint í sjóinn með þetta eistneska lið og vitum í raun ekkert um það. Fyrirfram er talið að það sé slakast í riðlinum sam- kvæmt styrkleikaröðun UEFA. Það er mjög erfitt að afla upplýs- inga um það. Kvennafótbolti virð- ist ekki hátt skrifaður í landinu og þar að auki kann ég ekki mjög mikið í eistnesku,“ segir Jóhann- es Karl. „Við mætum með það að mark- miði að sækja og skora mörk. Við komum í þennan leik sem stærra liðið og verðum að vera full sjálfs- trausts.“ Á laugardaginn leikur íslenska liðið við það franska og svo verður rúmenska liðið mótherjinn í lokal- eiknum á þriðjudaginn. „Franska kvennadeildin er ein af þeim sterk- ari í Evrópu svo það má búast við hörkuleik á laugardaginn. Svo hlýt- ur eitthvað að vera spunnið í þetta rúmenska liðið þar sem það var talið sterkast í þriðja styrkleika- flokknum,“ segir Jóhannes sem er mjög sáttur við að fá riðilinn hing- að til lands. „Við sóttum bara um að fá að halda okkar riðil. Svona riðla- keppni hefur aldrei farið fram hér á landi og það hjálpaði okkur að fá grænt ljós auk þess sem við feng- um aðstoð frá KSÍ.“ Forkeppninni er skipt í sjö riðla og kemst sigurvegari hvers riðils í 32-liða úrslitin ásamt þeim tveim- ur liðum sem ná bestum árangri í öðru sætinu. Í 32-liða úrslitunum koma síðan fleiri lið inn í keppnina en þar á meðal eru Íslandsmeist- arar Vals. „Þetta er kærkomið verkefni og það er mikill spenningur í hópnum. Við verðum mikið saman þessa viku sem þessi riðill fer fram og þetta brýtur skemmtilega upp sumarið. Við hittumst tvisvar á dag í þessari viku,“ segir Jóhann- es sem segir sínar stelpur tilbún- ar í slaginn. „Greta Mjöll (Samúelsdóttir) meiddist reyndar á æfingu og ég á eftir að fá niðurstöðu varðandi hana. Ég vonast þó til þess að þau meiðsli séu aðeins lítilsháttar.“ elvargeir@frettabladid.is Stefnan að sækja og skora Kvennalið Breiðabliks hefur keppni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Riðill Blikastúlkna spilar hér á landi og fara allir leikirnir fram á Kópavogsvelli utan eins. „Heimavöllurinn hefur mikið að segja,“ segir þjálfari Breiðabliks. BLIKASTELPUR Á ÆFINGU Í GÆR Breiðabliksliðið eyðir öllum tíma saman á meðan Evrópukeppninni stendur alveg eins og þær væru staddar erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Shayla Fields og Inga Muciniece spiluðu á sínum tíma saman hjá North Carolina State háskólanum í Bandaríkjunum en næsta vetur eru þær báðar á leið- inni til Íslands til að spila í Ice- land Expres deild kvenna. Shayla Fields hefur samið við Njarðvík og Inga Muciniece mun spila með Snæfelli. Shayla Fields er 23 ára og 175 sem bakvörður frá Bandaríkjunum sem útskrifaðist úr North Carolina State háskólanum vorið 2009. Hún reyndi fyrir sér hjá tyrkneska lið- inu Ceyhan Belediyespor síðasta vetur en komst ekki að þannig að þetta verður hennar fyrsta alvöru tímabil í Evrópu. Field skilaði flottum tölum á lokaári sínu með NC State þar sem hún var með 17,4 stig að meðaltali í leik. Inga Muciniece er 24 ára og 196 sem miðherji frá Lettlandi sem hefur verið við nám í Bandaríkj- unum allt frá árinu 2005. Hún lék síðast með BK Ventspils í heima- landinu þar sem hún var með 11,0 stig og 13,8 fráköst að meðaltali 18 ára gömul. Hún var síðan í Barton- skólanum áður en hún fór í North Carolina State. Þjálfararnir Sverrir Þór Sverrs- son hjá Njarðvík og Ingi Þór Stein- þórsson hjá Snæfelli eru ekki hætt- ir því þeir eru að leita sér að öðrum erlendum leikmanni til að styrkja lið sína fyrir baráttuna í vetur. Sverrir skimar eftir evrópsk- um miðherja en Ingi er að skoða bandaríska leikmenn. Snæfell og Njarðvík eru bæði skipuð mjög ungum leikmönnum en síðasta ár háðu þau hörkukeppni um að kom- ast í úrslitakeppnina. - óój Lettneskur miðherji og bandarískur bakvörður hafa samið við Snæfell og Njarðvík í Iceland Express kvenna: Skólasystur úr NC State spila á Íslandi í vetur INGI ÞÓR STEINÞÓRSSPON Þjálfar áfram karla- og kvennalið Snæfells en hann kom báðum liðum í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. FRÉTTBLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Kvennalið Breiðabliks fór alla leið í átta liða úrslitin þegar liðið tók síðast þátt í Evr- ópukeppni meistaraliða sumar- ið 2006. Liðið vann þá undanrið- ilinn í Austurríki með fullu húsi stiga og komst síðan áfram upp úr milliriðlinum sem fram fór í Helsinki í Finnlandi. Nokkrir leikmenn liðsins í dag voru einnig með fyrir fjórum árum og þar fór fremst Greta Mjöll Samúelsdóttir sem skor- aði fimm mörk í átta leikjum þar á meðal tvö sigurmörk í milli- riðlinum. Hlín Gunnlaugsdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir, Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir léku einnig með í þeirri keppni. - óój Blikastelpur í Evrópu: Fóru áfram fyr- ir fjórum árum GRETA MJÖLL Skoraði mikilvæg mörk í síðustu Evrópukeppni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Allir sex leikirnir í fjórða riðli í forkeppni Meistara- deildar kvenna fara fram hér á landi en í fyrsta sinn í sögu þess- arar keppni er íslenskt lið í hlut- verki gestgjafans. Leikirnir fara fram í dag, á laugardaginn og á þriðjudag og er frítt á þá alla. - óój Meistaradeild kvenna: Frítt á leikina FÓTBOLTI Rafa Benítez, þjálf- ari Inter, var sallarólegur eftir fyrsta tap liðsins undir hans stjórn. Liðið beið lægri hlut gegn gríska liðinu Panathinaikos í vin- áttuleik í gær 3-2. „Þetta hjálpar okkur bara að vaxa sem lið. Við höfum verið á fleygiferð og spilað marga leiki. Við vissum að þessi vika yrði erf- iðust á undirbúningstímabilinu,“ sagði Benítez. Inter vann 3-0 sigur á Manchester City um síðustu helgi en liðið virkaði þungt í leiknum í gær. „Við vitum að það verður erfitt að endurtaka árangurinn frá síðasta tímabili en við erum að vinna að því að mæta eins til- búnir til leiks og hægt er.“ Djibril Cisse skoraði tvö af mörkum Panathinaikos í gær en Samuel Eto’o og Coutinho fyrir Evrópu- og Ítalíumeistarana. - egm Æfingaleikur hjá Inter: Benitez rólegur þrátt fyrir tap KÖRFUBOLTI Fyrsti alvöru leikur Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh saman með Miami Heat verður í Boston 26. októb- er næstkomandi en NBA-deildin hefur gefið út stærstu leiki kom- andi tímabils. Það þykir líka mikill heiður að spila á jóladag og þá mun Miami- liðið spila við NBA-meistarana í Los Angeles Lakers en margir búast við því að þessi tvö lið mæt- ist í lokaúrslitunum næsta sumar. Aðrir leikir á jóladag eru Orlando-Boston, New York- Chcago, Oklahoma City-Den- ver og Golden State-Portland en það er óskráð regla að aðeins skemmtilegustu lið deildarinnar fái að spila 25. desember. - óój NBA-deildin á næsta tímabili: Frumsýning Miami í Boston ÞRÍR GÓÐIR Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh. MYND/AP FÓTBOLTI Chelsea tapaði í gær 2- 1 fyrir þýska liðinu Hamburger SV í æfingaleik liðanna í Hamb- urg. Þetta var þriðji tapleikur Chelsea-liðsins í röð á undirbún- ingstímabilinu en liðið hafði áður tapað 1-2 fyrir Eintracht Frank- furt á sunnudaginn og 1-3 fyrir Ajax í síðustu viku. Frank Lampard kom Chel- sea í 1-0 í leiknum á 23. mín- útu eftir sendingu frá Michael Essien en Mladen Petric jafnaði leikinn á 72. mínútu eftir varn- armistök Yury Zhirkov. Það var síðan 18 ára varamaður, Heung Min Son, sem tryggði Hambur- ger SV sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok. Næsti leikur Chel- sea-liðsins er á móti Manchester United um næstu helgi í leiknum um góðgerðaskjöldinn. - óój Æfingaleikir ensku liðanna: Þriðji tapleikur Chelsea í röð ÓVÆNT INNKOMA Hinn 18 ára Heung Min Son fagnar sigurmarki sínu á móti Chelsea. MYND/NORDIC PHOTOS /GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.