Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 66
50 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR golfogveidi@frettabladid.is 20 FL U G A N A F B A K K A N U M Veiðistaðurinn - Bjarnarfoss í Tungufljóti MYND/VEIÐIFLUGUR.IS krónur kostar fyrir félagsmenn SVFR að veiða í Varmá við Hveragerði í þessum mánuði en aðrir borga fimmtungi meira. Þar er hægt að setja í flest- ar gerðir ferskvatnsfiska. 5.900 Aflahæstu árnar 1. Blanda 2453 2. Þverá/Kjarará 2445 3. Norðurá 1652 4. Ytri-Rangá 1536 5. Miðfjarðará 1327 6. Eystri-Rangá 1281 7. Grímsá og Tunguá 1123 8. Haffjarðará 1108 9. Langá 939 10. Selá 865 Heimild: Angling.is. Tölurnar eru frá fimmtudeginum 28. júlí. Erlendir feðgar sem voru í Laxá á Ásum fengu tuttugu laxa á tveim- ur dögum að því er segir á vef Lax- ár. „Laxinn hefur safnast fyrir á fáa staði en alltaf eru einhverjir óvæntir staðir innan um,“ segir á lax-a.is og vísað til þess að í staðn- um Kóka hafi sonurinn landað 88 sentimetra laxi sem áætlað var að vigtaði 16 pund. Segir að veiðimað- urinn hafi brosað út að eyrum dag- innn á enda. „Það eina sem að hann sagði var: I‘m so happy.“ - gar Feðgar í Laxá á Ásum: Fengu 20 laxa á tveimur dögum Randy Candy er hönnuð af Klaus Frimor. Flugan sló í gegn í Aðal- dalnum og er ein aflahæsta flug- an í Nesveiðinni. Sagan segir að Randy Candy heiti í höfuðið á þybbnum listdansara frá smábæ í Skotlandi en sú saga er ekki seld dýrar en hún er keypt. Mögnuð fluga Um 230 laxar hafa veiðst í Svalbarðsá það sem af er sumri. Í fyrra veiddust um 340 laxar í ánni að sögn Soffíu Björgvinsdóttur, veiðivarðar í Garði, og stefnir nú óðfluga í að sú aflatala verði slegin út enda veitt til 15. september í Svalbarðsá. Soffía segir að veiðin hafi verið ágætlega dreifð um ána frá því hún var opnuð 1. júlí. Spurð um aðrar ár í Þistilfirði segist hún hafa heyrt að ágætlega hafa gengið í Hafralónsá en að að hún viti lítið um gang mála í Sandá og Hölkná. - gar Stefnir í met í Svalbarðsá Feiknaveiði var í Ólafsfjarðará síðustu helgina í júlí að því er segir á vef Stangaveiðifélags Akureyrar. „Fengust til dæmis 130 bleikjur á sunnudeginum á fjórar stangir. Bleikjan virðist mun vænni en síðustu ár og var talsvert af aflanum 40 til 45 sentímetra fiskar. Afar kraftmikl- ar göngur eru nú í ána og virðist fiskur vera á öllum veiðistöðum,“ segir á svak.is. - gar Mokveiði í Ólafsfjarðará Vegna áskorunar silungaveiði- manns í félaginu Ármönnum fram- leiðir Plastprent nú sérstaka poka fyrir silung. Að því er segir á vef Ármanna eru pokarnir „hæfileg- ir fyrir einnar kvöldstundar afla á Þingvöllum“. - gar Silungsveiðimenn Ármanna: Fá passlega poka Þó að þurrkar og vatnsleysi plagi nú stangveiðimenn vestanlands og sunnan þá veiðist sums staðar þokkalega. Þannig segir vefurinn votnogveidi.is frá því að ágæt- is skot hafi komið í Flekkudalsá í Dölum fyrir nokkrum dögum þótt þar sé óvenju lítið vatn í ánni. Í Flóku sé mikið af laxi þótt reynd- ar hafi hægt á veiðinni þar vegna þurrkanna. - gar Veiði þrátt fyrir þurrka: Fiska vel í vatnslitlum ám punda lax er 100 sentímetra langur sam- kvæmt viðmiðunartöflu sem Veiðimála- stofnun hefur sett upp. 50 sentímetra fisk- ur er hins vegar rétt tæp þrjú pund. Fluguveiðiskóli Stanga- veiðifélags Akureyrar hefur slegið í gegn hjá unga fólkinu í sumar. Formaður félagsins segir hægt að fylla mörg námskeið enn. „Það fyrsta sem þeir lærðu var ekki hvernig á að drepa fiskinn heldur hvernig á að sleppa honum,“ segir Erlendur Steinar Friðriks- son, formaður Stangaveiðifélags Akureyrar (SVAK), sem stendur fyrir fluguveiðinámskeiðum fyrir börn og unglinga. Að sögn Erlends hafði sú hug- mynd verið nokkurn tíma á kreiki inann SVAK að efna til fluguveiði- skóla. Með nýju blóði í stjórninni hafi þetta nú orðið að veruleika. „Fyrsta námskeiðið var á svæði 4 í Eyjafjarðará í byrjun júlí. Við héldum að það væri örugglega ekki komin bleikja en þá var hún mætt og allir ánægðir. Fólk spurði þá hvort hægt væri að fá framhalds- námskeið og jafnvel leiðsögn í ákveðnar ár eða þá kennslu fyrir krakkana, Við ákveðum að setja upp námskeið og sjáum fram á að geta sett á fleiri slík námskeið í haust.“ Á þriðjudag fengu sex drengir á aldrinum níu til þrettán ára leið- sögn við fluguveiði í Brúnastaðaá í Fljótum. „Þarna er öllu sleppt í kistu því verið er að vinna við að stækka veiðisvæðið,“ segir Erlendur. „Þeim fannst þetta æðislegt. Það var útskýrt fyrir þeim hvernig fiskinum væri fyrst sleppt í kist- una og síðan farið með hann upp eftir þar sem hann myndi stækka og verða stærri á næsta ári þegar þeir kæmu aftur að veiða auk þess sem þá yrðu fleiri fiskar því nú væri komið hrygningarsvæði fyrir ofan. Þeim fannst þetta svakalega sniðugt að vera allt í einu orðnir að vísindamönnum líka.“ Erlendur undirstrikar að það sé mikilvægt að kenna veiðimönnum hvernig eigi að sleppa fiski. „Ég tek fast á fiskunum og dríf þá í land í hvelli. Mig grunar að stundum séu menn að dauðþreyta fiskinn og reyna svo að merja lífi í hann aftur. Ef það er hlýtt úti og áin heit þá kannski hefur fiskurinn þetta ekki af heldur fær bara hjartaáfall og deyr,“ segir hann. Fram undan er einnig barna- og unglinganámskeið þar kennd verður meðhöndlun og úrvinnsla afla. - gar Læra að sleppa áður en þeir læra að rota GÓÐ STUND Drengirnir á fluguveiðinámskeiðinu í Brúnastaðaá settu í 36 fiska og lönduðu 21 sem var svo sleppt aftur í þágu vísindanna. MYND/MATTHÍAS ÞÓR HÁKONARSON RANDY CANDY Sjóbirtingsveiðin í Tungufljóti í Skaftárhreppi er rómuð. Gústaf Vífilsson verkfræðingur hefur langa reynslu af veiðum þar. Hann lýsir aðstæðum við Bjarn- arfoss: Þarna er í raun tvenns konar aðkoma, annars vegar af aust- urbakkanum og hins vegar af vesturbakkanum. Austan megin fer maður upp fyrir staðinn og gengur niður að honum meðfram ánni og niður á klappirna við fossinn. Þar nær maður mjög góðu rennsli, hvort sem það er á flugu, spún eða maðk, efst í strengnum. Á vesturbakkanum getur maður hins vegar bæði farið ofarlega og kastað efst í streng- inn eða þá kastað af eyrinni inni í kverkinni. Þá er hægt að ná ágætis þverköstum á stað- inn. En til að ná niður á brotið og undir klettana austan megin þarf að vaða út, neðan frá sand- eyri sem liggur á kafi langt upp í miðjan staðinn. Þá getur maður veitt strenginn andstreymis og kastað á hann undir klettinum þar sem útfallið er. Það finnst mér eiginlega skemmtilegasti hlutinn af þessum stað.“ - gar BJARNARFOSS Fallegur veiðistaður sem geymir mikið af fiski. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G A R Ð A R Greint var frá því á pressan.is í gær að veiðst hefði 34 punda lax í net fyrir landi Laugardæla í Hvítá. Haft var eftir ónefndum veiði- manni sem var að koma úr Stóru- Laxá að til lítils væri að sleppa fiski stærri en 70 sentímetrar þar efra ef menn hirtu svo stórfiska í net neðar í vatnakerfinu. Ferlíki upp úr Hvítá: 34 punda í net VEIÐIMAÐUR Í KÓKA Með 16 punda lax. M YN D /H Ö SK U LD U R NÚ BER VEL Í VEIÐI Urriðaveiði í Laxárdal og Mývatnssveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.