Fréttablaðið - 05.08.2010, Side 54
38 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
bio@frettabladid.is
> BRANDARAKARL
Leikarinn Mark Wahlberg hafði
gaman af því að leika með gríni-
stunum Will Ferrell og Steve Coog-
an í nýjustu mynd sinni The Other Guys.
Wahlberg, sem er ekki þekktast-
ur fyrir grínleik, líkaði vel að
vera í því hlutverki en við-
urkennir að hafa verið
óöruggur til að byrja með
að vera með brandara-
körlum á hvíta tjaldinu.
Leikarinn Nicolas Cage er
mættur aftur á hvíta tjald-
ið og í þetta sinn í gervi
galdramanns. Myndin The
Sorcerer´s Apprentice er
ævintýramynd sem er stút-
full af tæknibrellum. Mynd-
in er frá sama leikstjóra
og gerði National Treasure
myndirnar og var frumsýnd
hér á landi í gær.
Kvikmyndin fjallar um seiðkarlinn
Balthazar Blake sem vinnur við
að halda kröftum New York borg-
ar góðum en þarf að berjast um
völdin yfir borginni við erkióvin
sinn, Maxim Horvath. Galdrakarl-
inn hefur leitað lengi að eftirmanni
sínum og röð tilviljana gerir það að
verkum að hinn ósköp venjulegi, en
svolítið tregi táningur Dave Stutler
verður fyrir valinu. Á meðan Stut-
ler er að læra galdralistina, sem
gengur svona upp og niður, þurfa
þeir tveir að sameina krafta sína
til ná fram sigri þess góða á hinu
illa í borginni.
Sem fyrr segir er það stórleikar-
inn Nicolas Cage sem leikur aðal-
hlutverkið, galdrakarlinn Balthazar
Blake, og er hann varla þekkjanleg-
ur í hlutverkinu með sítt grásprengt
hár og í leðurkápu. Leikstjóri mynd-
arinnar Jon Turtletaub hefur áður
leikstýrt Cage í National Treasure
myndunum tveimur en kappinn er
með fjársjóðsleitarmynd númer
þrjú í bígerð. Leikarinn Jay Baru-
chel leikur lærlinginn sjálfann og
Alfred Molina er óvinurinn í mynd-
inni. Einnig bregður ítölsku þokkad-
ísinni Monicu Bellucci fyrir.
The Sorcerer´s Apprentice hefur
ekki fengið neitt sérstaka dóma
hjá fjölmiðlum í Bandaríkjunum.
Tímaritið Rolling Stone gaf henni
falleinkun og eina stjörnu. Gagn-
rýnandinn segir meðal annars að
lélegar tæknibrellur yfirgnæfi
frammistöðu leikaranna. Blaða-
maður New York Times er þó örlít-
ið bjartari í máli og segir myndina
vera meðalævintýramynd sem sé
alveg þess virði að sjá.
alfrun@frettabladid.is
Lærlingur galdrakarlsins
HIÐ GÓÐA Á MÓTI HINU ILLA Nicolas Cage bregður sér í líki seiðkarls sem ræður til sín lærling í myndinni The Sorcerer‘s App-
rentice.
Það eru margir sem kannast við leikarann Jay Baruchel en
ekki margir sem þekkja kappann. Baruchel er svokallaður
konungur aukahlutverkanna en hann hefur leikið í mörg-
um þekktum myndum á borð við Knocked, Million dollar
baby, Almost Famous og Tropic Thunder. Baruchel leikur
lærlinginn sjálfan, Dave Stutler, í myndinni. Þessi kan-
adíski leikari er 28 ára gamall og hóf feril sinn
14 ára gamall í sjónvarpi. Upp á síðkastið hefur
hann verið í kastljósinu vegna þátttöku sinnar
í auglýsingaherferð Adidas íþróttavörurisans
fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2010.
GRÍNARINN GÓÐI
Leikarinn Michael Cera leitaði á
náðir Simpson teiknimyndaserí-
unnar fyrir hlutverk sitt í mynd-
inni Scott Pilgrim vs.the world.
Cera, sem leikur einstakan karakt-
er í myndinni, segist hafa leitað sér
aulainnblásturs til Hómers Simp-
son. „Hómer Simpson er frábær.
Svona týpa sem segir nákvæm-
lega það sem hann er að hugsa og
er sama um allt annað fólk í kring-
um sig. Elskar kleinuhringi og er
svona erkitýpa í einu og öllu,“
segir Cera í viðtali við Hollywood
News. Leikarinn ungi skaust upp
á stjörnuhimininn fyrir hlutverk
sitt í myndinni Juno og hefur verið
iðinn við kolann síðan.
Kvikmyndin fjallar um strák,
Scott Pilgrim, sem
verður ástfanginn og
þarf að sigrast á
öllum fyrrverandi
kærustum stúlk-
unnar áður en
hann getur nálg-
ast hana. Mynd-
in verður frum-
sýnd hér á landi
í lok ágúst.
LEIKUR AULA Í nýjustu mynd
sinni leikur Michael Cera aula og
sótti hann innblástur til Hóm-
ers Simpson við undirbún-
ing sinn fyrir hlutverkið.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
ERKITÝPA Hómer
Simpson: Elskar
kleinuhringi og er
sama um annað
fólk.
Sótti innblástur til Hómers
Önnur frumsýning vikunnar er á kvik-
myndinni 22 Bullets eða Ĺ immortel á
frummálinu og skartar franska leikar-
anum Jean Reno í aðalhlutverki. Mynd-
in fjallar um Charly Mateï sem hefur
snúið baki við lífi sínu sem útlagi
úr hinu venjulega samfélagi
og lifir nú hamingjusömu lífi
með konu sinni og tveimur
börnum. Þegar Mateï dag
einn lifir á ótrúlegan hátt
af 22 byssuskot í líkamann
hefst mikil leit að byssu-
manninum áður en hann
legggur til atlögu á ný.
Jean Reno er þekkt-
ur leikari og hefur leik-
ið í Hollywoodmyndum
á borð við Pink Panther 1 og 2 og Da
Vinci Code. Reno hefur ávallt verið
hliðhollur leikstjóranum Luc Besson en
þeir hafa gert tugi mynda saman, þar
sem Reno hefur leikið, framleitt eða á
einhvern hátt komið að tökum. Reno lék
einmitt í fyrstu mynd Besson Ĺ avant
dernier og hafa þeir verið miklir vinir
síðan.
Kvikmyndinni 22 Bullets er leik-
stýrt af franska leikstjóranum Richard
Berry en þess má geta að hann skrifaði
einnig handritið og lék eitt hlutverk í
myndinni.
Reno lifir af skotbardaga í 22 Bullets
22 SKOT Franski leikarinn Jean Reno leikur
gamlan leigumorðingja í myndinni 22 Bullets.
Teiknimyndasagan Toy Story 3 er í
efsta sæti yfir aðsóknarmestu kvik-
myndir í Bretlandi. Frumsýning
vikunnar, Karate Kid, náði ekki að
velta Toy Story úr sessi þrátt fyrir
að hafa toppað listana vestanhafs
og situr hún í öðru sæti listans.
Stórmynd sumarsins, Inception,
féll um tvö sæti í vikunni, frá öðru
niður í það fjórða. Myndin, sem
skartar Leonardo DiCaprio í aðal-
hlutverki, hefur fengið gríðarlega
góða dóma úti um allan heim en
nær þó ekki að halda sér á toppn-
um. Kvikmyndin A team er í þriðja
sæti listans og teiknimyndin Shrek
í því fimmta.
Þess má geta að Leikfangasag-
an er einnig í fyrsta sæti íslenska
listans.
Á toppnum
VINSÆLIR Félagarnir í Toy Story eru vin-
sælli en Leonardo DiCaprio í Bretlandi.
Leikkonan og Óskarsverðlauna-
hafinn Sandra Bullock skýtur
öðrum leikkonum í Hollywood ref
fyrir rass og er best launaða leik-
konan samkvæmt nýjum lista For-
bes-tímaritsins. Bullock græddi
um 56 milljónir dollara, eða tæpa
sjö milljarða íslenkra króna, á síð-
asta ári og er því ekki skrýtið að
hún tróni á toppi listans.
Það má því segja að leikkon-
unni vegni vel þó svo að einkalíf-
ið gangi brösuglega en hún skildi
nýverið við eiginmann sinn, Jesse
James.
Bullock best launaða
leikkonan í Hollywood
SANDRA BULLOCK Getur brosað breitt
eftir að hafa mokað inn sjö milljörðum
á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Georg Erlingsson Merritt
– „forréttindi að vera samkynhneigður á Íslandi“