Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 64
48 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson lands- liðsþjálfari hefur valið Eið Smára Guðjohnsen í íslenska landsliðið á nýjan leik en hann kynnti í fyrra- dag landsliðshópinn sem mætir Liechtenstein í æfingaleik á Laug- ardalsvellinum í síðustu viku. Ísland mætti Andorra í öðrum æfingaleik í vor en þá var Eiður Smári ekki valinn í liðið. Ólafur sagði þá að hann væri ekki í nægi- lega góðu formi. „Allir þeir leikmenn sem eru í hópnum eru í fínu formi og hafa verið að æfa með sínum liðum – líka Eiður Smári,“ sagði Ólafur. „Auðvitað eru leikmenn í mismun- andi leikæfingu en allir í standi til að spila með landsliðinu.“ Eiður Smári er á mála hjá franska liðinu AS Monaco en hefur verið sagður á leið aftur í ensku úrvalsdeildina. Það hefur hins vegar enn ekki gengið í gegn og því hefur hann verið við æfingar í Frakklandi. Ólafur segir að hópurinn sé skipaður bestu leikmönnunum sem völ var á að þessu sinni. „Já, það má segja það. Ég valdi þá leik- menn sem hafa verið að standa sig best hér heima að mínum dómi en það er gott að gefa þeim leikmönn- um sem spila hér heima tækifæri með landsliðinu á þessum árstíma, þegar þeir eru upp á sitt besta.“ Af þeim leikmönnum sem spila hér á landi eru fjórir í landslið- inu nú – Gunnleifur Gunnleifsson og Matthías Vilhjálmsson úr FH og Blikarnir Arnór Sveinn Aðal- steinnsson og Guðmundur Kristj- ánsson. „Mér finnst þeir allir hafa stað- ið sig mjög vel í sumar. Ég var líka með þá í leikjunum gegn Færeyj- um og Mexíkó í vetur og þá stóðu þeir sig afar vel,“ sagði Ólafur. Það vakti einnig athygli að leik- reyndasti miðvallarleikmaðurinn í hópnum er Aron Einar Gunnars- son með sautján leiki en hann er enn gjaldgengur í U-21 landslið Íslands. „Ég gerði mér grein fyrir þessu og að öllu jöfnu hefði ég sennilega valið Brynjar Björn Gunnarsson í liðið. En ég ákvað að taka frek- ar þessa stráka. Ég veit hvar ég hef Brynjar Björn en ég þarf að sjá betur til þessara stráka sem eru valdir nú,“ sagði Ólafur. „Svo vil ég líka að bæði Aron og Ólaf- ur Ingi [Skúlason] fái meiri leik- reynslu með landsliðinu.“ Eins og áður hefur komið fram hefur KSÍ gengið illa að finna and- stæðinga að undanförnu en leikur- inn gegn Liechtenstein verður sá síðasti áður en undankeppni EM 2012 hefst í haust. „Það var auðvitað ósk okkar að fá sterkari andstæðinga en önnur lið eru ekki að bíða í röð eftir því að fá að spila við okkur. Andorra og Liechtenstein eru litlar þjóð- ir í knattspyrnuheiminum en það erum við líka. Við verðum bara að þiggja þá leiki sem okkur eru boðnir,“ sagði Ólafur, sem ætlar þó að reyna að nýta leikinn og tímann með leikmönnum eins vel og kost- ur er. „Ég geri mér grein fyrir því að þessi leikur verður allt öðru- vísi en þegar við mætum Dönum og Norðmönnum í september en það þarf samt að nýta tímann vel og gera það sem þarf að gera. Ég hef ekki áhyggjur af því þó svo að við höfum ekki verið að spila við sterkari þjóðir enda höfum við verið duglegir að nýta okkar leik- daga síðan ég tók við sem lands- liðsþjálfari.“ Ísland og Liechtenstein mættust síðast í æfingaleik á La Manga í fyrra og hafði þá Ísland betur með tveimur mörkum gegn engu. eirikur@frettabladid.is Allir leikmenn í hópnum í fínu formi Ólafur Jóhannesson valdi í fyrradag landsliðið sem mætir Liechtenstein í æfingaleik á Laugardalsvellinum í næstu viku. Eiður Smári Guðjohnsen er í hópnum að þessu sinni en hann var ekki valinn fyrir síðasta leik. LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska landsliðsins, er að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir undankeppni EM 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Landsliðshópurinn Markverðir: Árni Gautur Arason Odd Grenland Gunnleifur Gunnleifsson FH Varnarmenn: Indriði Sigurðsson Viking Kristján Örn Sigurðsson Hönefoss Grétar Rafn Steinsson Bolton Ragnar Sigurðsson IFK Gautaborg Sölvi Geir Ottesen FC Kaupmannahöfn Arnór Sveinn Aðalsteinsson Breiðabliki Miðvallarleikmenn Aron Einar Gunnarsson Coventry Ólafur Ingi Skúlason SönderjyskE Arnór Smárason Esbjerg Rúrik Gíslason OB Steinþór Freyr Þorsteinsson Örgryte Matthías Vilhjálmsson FH Guðmundur Kristjánsson Breiðabliki Sóknarmenn Eiður Smári Guðjohnsen AS Monaco Heiðar Helguson QPR Veigar Páll Gunnarsson Stabæk FÓTBOLTI Íslenska U-21 landsliðið stendur í ströngu á miðvikudag- inn í næstu viku er liðið mætir Þýskalandi í undankeppni EM 2011. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli í Hafnar- firði en með sigri nær Ísland að tryggja sér annað sæti riðilsins. Eyjólfur Sverris- son, þjálfari U-21 landsliðsins, fær þó ekki að stilla upp sínu sterk- asta liði í leiknum þar sem að þrír leikmenn voru valdir í A-landsliðið sem mætir Liechtenstein í æfingaleik sama dag. Þetta eru þeir Aron Einar Gunn- arsson, Rúrik Gíslason og Arnór Smárason. „Ég vinn úr því sem ég hef á milli handanna hverju sinni,“ sagði Eyjólfur spurður um málið. „Það er alveg klárt hvernig þessi mál eru og hef ég í raun ekkert meira að segja um það. Ég hef áður talað við Ólaf [Jóhannesson, landsliðsþjálfara] um þetta og hefur hann loka- orðið. Maður hefði auð- vitað alltaf vilja hafa besta liðið en svona eru reglurnar. Ég lít á þetta sem svo að nú fái aðrir leikmenn tæki- færið.“ Sjálfur sagði Ólaf- ur að þessi mál hefðu ekki vafist fyrir honum en hann hefur lagt áherslu á að velja sterkustu leikmennina í sinn hóp sem völ er á hverju sinni. „Þegar þetta kom fyrst til á sínum tíma var Eyjólfur ekki sáttur við mig og er það skiljanlegt,“ sagði Ólafur. „Við ræddum þetta á sínum tíma og síðan þá hefur þetta ekki verið neitt vandamál. Aron Einar og Rúrik hafa verið nánast fastamenn í A-landsliðinu og Arnór vildi ég fá að skoða aðeins betur enda mikilvægir leikir framundan gegn Noregi og Dan- mörku í sept- ember.“ Ísland á tvo leiki eftir í und- ankeppni EM 2011 – gegn Þjóð- verjum og svo topp- liði Tékka ytra en liðið er enn með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leikina. Eyjólfur á von á hörkuleik gegn Þjóðverjum sem munu vænt- anlega mæta mjög sterkt lið í Hafnarfjörðinn. „Við sýndum það í leikn- um í Þýskalandi að við erum líka sterkir. Við lent- um tvisvar undir í leikn- um en jöfnuðu í bæði skiptin. Við höfum verið þéttir fyrir í vörninni en svo sótt hratt fram á mörgum mönn- um. Við stefnum auðvitað sigur eins og í öllum okkar leikjum. Takmarkið okkar var að komast í úrslitakeppnina og það hefur ekk- ert breyst.“ - esá Þrír leikmenn A-landsliðsins gjaldgengir í U-21 landslið Íslands sem mætir Þýskalandi í næstu viku: Vinn úr því sem ég hef á milli handanna EYJÓLFUR SVERRISSON Þjálfari íslenska U-21 landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/E. STEFÁN RÚRIK GÍSLASON Er enn gjaldgengur í U-21 landsliðið en var valinn í A-landsliðið sem mætir Liechtenstein. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Grindvíkingar tefla fram methafa úr bandaríska háskólakörfuboltanum þegar þeir hefja nýtt tímabil í Iceland Express deildinni. Grindvíkingar hafa samið við bandaríska bakvörðinn Andre Smith en hann lék á sínum tíma með George Mason háskólanum við góðan orðstír. Andre Smith, kallaður Dre, komst í sögubækurnar vorið 2008 þegar hann hitti úr öllum tíu þriggja stiga skotum sínum í leik með George Mason á móti James Madison en þrír menn höfðu áður mest hitt úr 9 þriggja stiga skotum í leik í banda- rísku NCAA-deildinni án þess að klikka. Það er alveg hægt að sjá fyrir sér slíka þriggja stiga skyttu falla vel að leik Grindvíkinga sem eru þekkt- ir fyrir að skjóta aðeins fyrir utan þriggja stiga línuna. „Stóra ástæðan fyrir því að ég tók hann fram yfir aðra er að ég þekki aðstoðarþjálfarann hjá George Mason háskólanum. Það er fyrrver- andi liðsfélagi minn síðan að ég spil- aði með honum í Belgíu. Hann gaf honum mjög gott orð,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grinda- víkurliðsins. Dre Smith var með frábærar tölur með ABC Lions Dornbirn í B- deildinni í Austurríki í fyrravetur þar sem hann skorað 31,3 stig, gaf 7,0 stoðsendingar og stal 4,2 boltum í leik. „Hann spilaði í B-deildinni í Austurríki á síðasta tímabili en ég tók nú ekki mark á þeim tölum því ég veit ekki hversu marktækt það er,“ segir Helgi Jónas og bætir við: „Hann á líka að vera mjög góður varnarmaður sem kemur sjaldnast fram á þessum mynd- böndum með leikmönnunum. Ég fékk það góðar upplýsing- ar frá aðstoðarþjálfaranum að ég ákvað að skella mér á hann,“ segir Helgi. Það er nokkrum spurningum enn ósvarað með Grindavíkur- liðið. Guðlaugur Eyjólfsson er ekki búinn að ákveða það hvort að hann verði með og Þorleifur Ólafsson er ekki enn orðinn góður af meiðslunum sem hömluðu hans þátttöku mikið á síðasta tímabili. „Við höfum bara misst leikmenn en ekkert bætt við okkur þannig lagað. Það kemur samt ekki til greina að vera spilandi þjálfari,“ segir Helgi Jónas og bætir við: „Ég er alveg viss um að ég gæti spilað einhverjar mínútur en það kæmi bara niður á þjálfuninni.“ - óój Helgi Jónas Guðfinnsson er búinn að finna sér kana og hefur ákveðið að spila ekki með Grindavík í vetur: Nýi kaninn á magnað þriggja stiga met BARA ÞJÁLFARI Helgi Jónas Guðfinnsson spilar ekki með Grindavík á komandi tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Þó spænski sóknar- maðurinn Fernando Torres vilji ólmur vera áfram hjá Liverpool þá segir knattspyrnustjórinn Roy Hodgson ómögulegt að segja hvað framtíðin ber í skauti sér. „Það er mikilvægt fyrir Fern- ando og okkur að við eigum gott tímabil. Kannski stöndum við okkur vel og leikmenn vilja vera áfram en svo gæti árangurinn orðið lélegur og fleiri vangavelt- ur koma upp,“ segir Hodgson. „Ef við fáum sams konar risa- tilboð eins og Manchester United fékk í Cristiano Ronaldo er mjög erfitt að hafna því. En við tök- umst á við það ef það kemur. Tor- res mun spila með okkur á kom- andi tímabili og hefur látið það skýrt í ljós að honum þykir vænt um félagið og stuðningsmenn.“ - egm Roy Hodgson um Torres: Erfitt að hafna risatilboði HODGSON Útilokar ekkert varðandi framtíð Torres. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Craig Gordon, mark- vörður Sunderland, er á meiðsl- alistanum og félagið leitar að manni til að fylla hans skarð. Það hefur sent inn ósk til Manchester City um að fá Joe Hart lánaðan. Hart er að berjast um mark- mannsstöðuna hjá City við Shay Given en hefur sagt að hann sé tilbúinn til að fara á lán ef hann vinnur ekki þá samkeppni. Hart ert 23 ára og var í fyrra á lánssamningi hjá Birming- ham þar sem hann lék á als oddi og var valinn leikmaður tíma- bilsins hjá liðinu. Hann var einn af þremur markvörðum enska landsliðsins á HM í Suður-Afríku í sumar en fékk ekki að spreyta sig á mótinu. - egm Markvarðarmál Sunderland: Vill fá Joe Hart lánaðan frá City JOE HART Hér á æfingu með enska landsliðinu í vor. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Margir líta á úrslitaleik FH og KR sem draumaúrslita- leik í bikarkeppni karla. Leikur- inn verður á Laugardalsvellinum laugardaginn 14. ágúst og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu enda líklegt að fólk sleppi við að mæta í kuldagallanum á úrslita- leikinn þetta árið. Búist er við mun fleiri áhorf- endum en á úrslitaleiki undanfar- inna ára. Bæði lið eiga stóran hóp stuðningsmanna og er miðasala á leikinn þegar hafin. Miðasalan fer fram gegnum vefsíðuna midi. is. - egm Bikarúrslitaleikur karla: Miðasala hafin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.