Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 22
22 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
Þann 30. júlí síðastliðinn birt-ist grein í Fréttablaðinu eftir
Súsönnu Margréti Gestsdóttur
þar sem hún lýsir yfir stuðningi
við nýjar innritunarreglur í fram-
haldsskóla og hvetur til víðsýnni
umræðu um skólamál á Íslandi.
Súsanna telur að fjölbreytni innan
framhaldsskólanna aukist með
þessum nýju reglum, að brott-
fall nemenda sé „mun brýnna
umhugsunarefni“ en vankantarn-
ir á hinu nýja kerfi og að engum
þeim sem ljúka grunnskólanámi
sé vísað í lélegan framhaldsskóla.
Á Íslandi hefur lengi verið
ákveðin þöggun varðandi mennta-
kerfið okkar. Því hefur verið
haldið uppi af menntamálaráðu-
neytinu, flestum framhaldsskól-
um og víða í hinni samfélagslegu
umræðu að skólarnir séu sam-
bærilegir og að stúdentspróf frá
einum þeirra jafngildi stúdents-
prófi frá öðrum. Því að þannig á
það að vera. Það á ekki að fá að
hafa afgerandi áhrif á líf ungra
Íslendinga – neikvæð eða jákvæð
– hvort þeir lendi í FB en ekki
MH, Kvennó en ekki Borgó.
Þetta viðhorf endurspeglast
í grein Súsönnu sem inniheld-
ur marga góða punkta en við-
urkennir þó ekki grundvallar-
vanda menntakerfisins. Því hér á
landi eru óneitanlega bæði góðir
og lélegir skólar. Hvernig öðru-
vísi má útskýra þá staðreynd að
nokkrir skólar fái langflestar
umsóknir miðað við fjölda plássa
í boði og að nokkurn veginn sami
hópur af skólum komi áberandi
best út úr könnun meðal nýnema
í HÍ? Í sumum skólum telja um
30% stúdenta að námið hafi ekki
undirbúið þá undir háskólanám.
Hljóta það ekki að teljast lélegir
skólar?
Menntamálaráðherra virð-
ist hafna því. Hún telur kerf-
ið nógu staðlað og skólana nógu
sambærilega til að innleiða kerfi
hverfaskiptingar þar sem 45%
af nýnemum í framhaldsskóla
verða að koma af tilteknu svæði í
nágrenni skólans. Skólarnir halda
áfram að meta nemendur út frá
einkunnum og afleiðingin er ein-
staklega óréttlátt skipting þar
sem nýnemar í vissum borgar-
hlutum njóta forréttinda umfram
aðra eftir því hvort þeir hafa
áhuga á bíliðngreinum, ferða-
málanámi eða bóknámi sem veit-
ir þeim góðan undirbúning fyrir
háskólanám.
Súsanna fullyrðir að í mörgum
framhaldsskólum sé nemenda-
hópurinn orðinn einsleitur, enda
kynnist nemendur aðeins fólki
„með svipaðan bakgrunn og sam-
bærileg framtíðaráform“. Þetta
hlýtur að teljast illa ígrunduð
afstaða. Menntamálaráðuneytið
veitir skólunum ákveðin verkefni
og gefur þeim jafnframt svigrúm
til að marka eigin sérstöðu. Þetta
hafa nemendur í huga þegar þeir
velja sér skóla. Þegar hverfaskipt-
ing kemur ofan á þetta kerfi eru
nemendur ekki aðeins skikkaðir
til að halda áfram í sama félags-
lega umhverfi með bekkjarfé-
lögum sínum úr grunnskóla og
öðrum í nærumhverfinu, heldur
þvingaðir í það nám sem hverfis-
skólinn býður upp á.
Hverfaskipting framhaldsskól-
anna er ekki réttlætanleg nema
þeir bjóði allir upp á sama nám.
Slíkt er svo sannarlega ekki stað-
an í dag, enda er það óeðlilegt og
óhagkvæmt. Fjölbreytnin í fram-
haldsskólaflórunni er af hinu
góða, enda fær nemandinn að velja
nám sem hentar áhugasviði hans.
Slíkt leiðir ekki til „einsleitni,“
heldur kynna við fólk úr öllum
áttum með svipuð áhugasvið. Það
er einmitt hverfaskiptingin sem
dregur úr fjölbreytni í nemenda-
hópnum.
Það eru mörg vandamál í
íslenska menntakerfinu, en nýju
reglurnar eru engin lausn. Grund-
vallarvandinn er að margir skól-
ar – bæði á grunnskóla- og fram-
haldsskólastigi – bjóða ekki upp
á krefjandi en jafnframt spenn-
andi nám sem veitir raunveruleg-
an undirbúning fyrir lífið þannig
að nemendur sjái tilgang í að ná
árangri. Afleiðingin er mikið
brottfall úr framhaldsskólum.
Auðvitað veita einkunnir takmark-
aðar upplýsingar um nemendur og
það er sjálfsagt að hugsa sér aðrar
leiðir í innritunarferlinu. Ein leið
væri að nýnemar skrifi stutta rit-
gerð sem fylgi með umsókn þeirra
í framhaldsskóla þar sem þeir
kynna viðhorf sín og áhugasvið.
Menntakerfið á Íslandi þarf
auknar fjárveitingar og aukna
athygli stjórnmálanna. En á
meðan við bíðum eftir að það sé
raunhæfur möguleiki þarf að
afnema þessar nýju innritunar-
reglur – þær eru ósanngjarnar, illa
ígrundaðar og gera ekkert nema
að ýkja þau vandamál sem eru til
staðar.
Afnemum hverfaskiptinguna
Innritunarreglur
framhaldsskóla
Ólafur Heiðar
Helgason
framhaldsskólanemi
Í tilefni mikillar umræðu um HS Orku sem áður var Hita-
veita Suðurnesja verður hér litið
um öxl til að sjá betur samhengi
málsins og þau skref sem stigin
hafa verið til að koma Hitaveitu
Suðurnesja úr höndum þeirra sem
byggðu hana upp sem eigið þjón-
ustufyrirtæki.
Í okkar höndum
Lengi vel var hitaveitan í okkar
höndum. Stofnun Hitaveitu Suð-
urnesja var frábært framtak á 8.
áratugnum. Sveitarfélögunum á
Suðurnesjum tókst í sameiningu
með hjálp ríkisins að byggja upp
fyrirtæki til að nýta jarðvarma
byggðarlögunum til hagsbóta.
Fljótlega varð kyndingarkostnað-
ur á Suðurnesjum með því lægsta
sem gerist á landinu og rafmagns-
verð líka. Sveitarfélögin á Suður-
nesjum áttu fyrirtækið ásamt
ríkinu og réðu því. Arðurinn fór
aðallega í að þróa nýja tækni og
byggja fyrirtækið upp hægt og
sígandi. Þetta var frumraun í að
virkja heitan jarðsjó en hann er
mjög erfiður viðfangs. Þar varð
til afar verðmæt þekking á virkj-
un jarðhita sem við flytjum nú út
til annarra þjóða.
Hitaveitan var klárlega þjón-
ustufyrirtæki íbúa, afsprengi
samvinnu sveitarfélaga og ríkis
og rekið af þeim. Markmið þess
var að þjóna fólkinu á Suðurnesj-
um sem best og gróðapungar voru
víðs fjarri. Það var enginn asi á
uppbyggingunni, menn fengu þann
tíma sem þurfti til að þróa nýja
tækni og nýta auðlindina sem best.
Hitaveitan gekk vel um auðlind-
ina og umhverfið í Svartsengi svo
eftir var tekið. Engum einstæðum
náttúruperlum var fórnað.
Úr okkar höndum
Í ágætri grein í Fréttablaðinu
23. júlí sl. heldur Jón Þórisson
því fram að uppskipting Hita-
veitunnar í HS-Orku og HS-Veit-
ur hafi verið fyrsta skrefið til
einkavæðingar en því fer fjarri.
Þau uppskipti eru til að þóknast
regluverki Evrópusambands-
ins og gera það að vísu kleift að
einkavæða framleiðsluhlutann en
skilja veituhlutann eftir í almenn-
ingseigu.
Einkavæðingarferlið hófst 2001
þegar Hitaveitunni var breytt í
hlutafélag. Það var að ósk sveit-
arfélaganna og þar hlupu þau á
sig. Þá hvarf jafnræðið og stærsti
eigandinn, Reykjanesbær, fékk
hreinan meirihluta í stjórn og fór
strax að beita því valdi til fram-
dráttar villtum stóriðjudraumum.
Minni sveitarfélögin misstu völd
og ábyrgð á félaginu og það var
óheppilegt. Þetta var á blómatíma
frjálshyggjunnar, á valdatíma
Sjálfstæðisfokks og Framsókn-
ar, þegar sameignarformið var
fordæmt og sameiginlegar eign-
ir voru unnvörpum „háeffaðar“.
Þessi aðgerð var forsenda einka-
væðingar Hitaveitunnar og fyrsta
skrefið í því ferli.
Annað skrefið til einkavæðing-
ar var stigið öfáum árum síðar
með sölu ríkisins á 15% hlut
sínum. Þar setti ríkisstjórnin það
óvenjulega skilyrði að hinum eig-
endunum, sveitarfélögunum, var
bannað að kaupa. Þetta var mark-
visst skref til einkavæðingar. Þá
kom í ljós mikill áhugi einka-
fjármagnsins á að eignast þessa
mjólkurkú okkar. Við þann áhuga
margfaldast ímyndað verðgildi
Hitaveitunnar og skuldsett sveit-
arfélög gátu nú selt hlutaféð fyrir
hátt verð og átt fyrir skuldum og
framkvæmdum.
Hlutur ríkisins var seld-
ur nýju, íslensksu skúffufyrir-
tæki á vegum Reykjanesbæjar
og Íslandsbanka og Hannesar
Smárasonar sem nefnt var Geys-
ir grín energy. Stefnt var áfram
á stóriðju og að virkja hratt og
mikið. Græðgin tók öll völd enda
dýrkuð á þeim tíma. Nú skyldu
náttúruperlur á Reykjanesi og
víðar um land blóðmjólkaðar og
lítill tími gefin til að þróa nýja
tækni og vanda til verka. Í 100
MW orkuveri á Reykjanesi er
jarðvarminn aðeins nýttur að litlu
leyti, megnið af orkunni rennur
þar sem sjóðheitur sjór í stokk til
sjávar. Búið er að kaupa viðbótar-
argræjur fyrir nokkra milljarða
sem safna ryki og óvíst hvað gert
verður því auðlindin er ekki talin
þola meira álag til lengdar. Þetta
er annað vinnulag en tíðkaðist
þegar Hitaveita Suðurnesja var
þjónustustofnun sveitarfélaganna
sem byggðu hana upp – þegar frá-
bært starfslið sigraðist á tækni-
örðugleikum og skóp þekkingu
sem nú er útflutningsvara og gæti
orðið auðsuppspretta fyrir gróða-
punga sem engan þátt áttu í þeirri
sköpun.
Þriðja stóra skrefið til að koma
hitaveitunni úr okkar höndum
er svo þetta Magma-ævintýri
sem verður ekki fjölyrt um hér.
Það skref er rökrétt en þó óþarft
framhald af hinum tveimur.
Í okkar hendur?
Veituhluti Hitaveitu Suðurnesja
(HS Veitur) er enn að mestu í eigu
sveitarfélaganna á hlutafélags-
formi. Orkuhlutinn er það sem
snýr að nýtingu auðlindanna og
mikilvægt að almenningur eigi og
ráðstafi áfram. Að vísu eru auð-
lindirnar sjálfar ekki seldar held-
ur leigðar til 130 ára. Hingað til
hefur fólki ekki þótt það breyta
miklu hvort hlutir eru seldir eða
leigðir til 99 ára, hvað þá 130 ára.
Svo má geta þess að HS-Orka á
ennþá jarðhitalönd á Reykjanes-
skaga þó það sér víst bannað með
lögum.
Sagt er að í samningnum við
Magma sé tryggt að þessi fjar-
lægi eigandi geti ekki spennt upp
orkuverðið en e.t.v. hafa þeir strax
fundið smugu með því að setja
upp rennslismæla hjá notendum
og fara að rukka á nýjan hátt (sjá
grein Mörtu Eiríksdóttur um það
mál í Víkurfréttum nýlega.)
Nú er að sjá hvort stjórnvöld-
um takist að spyrna við fótum og
tryggja áfram umráð okkar yfir
auðlindum okkar.
Hitaveitan okkar
Magmamálið
Þorvaldur Örn
Árnason
íbúi í Vogum og félagi
í VG
Ekki gera mér
upp skoðanir
Þorsteinn Pálsson, fyrrum rit-stjóri, sendiherra og forsæt-
isráðherra, með meiru, ritar
reglulega pistla í helgarblað
Fréttablaðsins undir heitinu Af
Kögunarhóli. Pistlar þessir eru
oftar en ekki áhugaverð lesning,
hvort sem menn eru sammála
eða ósammála Þorsteini í skoðun-
um, því Þorsteinn er bæði reynd-
ur og fjölvís maður, auk þess að
hann á auðvelt með að tjá skoðan-
ir sínar í riti á einfaldan og skýr-
arn máta. Síðustu tvo laugardaga
hefur Þorsteini hins vegar fipast
flugið, en í pistlum sínum hefur
hann tekið upp á að gera hópi
manna upp skoðanir og leggja
síðan út frá þeim.
Laugardaginn 17. júlí sagði
Þorsteinn í umfjöllun um kaup
Magma Energy á HS Orku:
„Heimssýnarvængur Sjálfstæð-
isflokksins hefur tekið einarða
afstöðu með vinstri armi VG.“
Vildi hann með þessu meina
að þeir Sjálfstæðismenn sem
taka þátt í starfi Heimssýnar
væru mótfallnir fjárfestingum
erlendra fyrirtækja í orkufram-
leiðslu hér á landi. Laugardag-
inn 24. júlí heldur Þorsteinn því
síðan fram að talsmenn Heims-
sýnar keppist við að sannfæra
almenning um að sjávarútveg-
ur og landbúnaður geti lagt til
þann hagvöxt sem þörf er á til
að fjölga störfum um tuttugu
þúsund og bæta lífskjörin.
Þó svo að ég sé virkur í starfi
Sjálfstæðisflokksins, auk þess
að eiga sæti í stjórn Heimssýn-
ar, þá kannast ég ekki við að það
sé einhver Heimssýnarvæng-
ur innan Sjálfstæðisflokksins;
ekki veit ég hverjir aðrir ættu að
vera í honum ef ekki þau okkar
sem eru bæði í stjórn Heims-
sýnar og flokksbundin og virk í
starfi Sjálfstæðisflokksins. Það
má vel vera að þau viðhorf sem
Þorsteinn lýsir eigi við um ein-
hverja Sjálfstæðismenn sem
starfa innan Heimssýnar, en því
fer fjarri að svo eigi við um alla
í þeim hópi.
Heimsýn eru þverpólitísk sam-
tök fólks sem telur hagsmunum
Íslands best borgið með því að
vera sjálfstæð þjóð utan Evr-
ópusambandsins. Í samtökunum
starfar fólk úr öllum stjórnmála-
flokkum. Þó svo að félagsmenn
séu sammála í þessu stóra máli,
þá má öllum vera ljóst að þar sem
samtökin eru þverpólitísk hafa
þau ekki öðru pólitísku hlutverki
að gegna.
Ég get með ánægju upplýst
Þorstein um skoðanir mínar á
fyrrgreindum málefnum:
Fjárfestingar erlendra aðila í
orkuframleiðslu
■ Það er mikilvægt að nýta orku-
lindir landsins til þess að efla
hag landsmanna – ónýttar orku-
lindir skapa engin verðmæt störf,
skila engum virðisauka, gagn-
ast engum. Uppbygging íslensks
orkuiðnaðar mun efla aðra
atvinnustarfsemi í landinu.
■ Það er skynsamlegt fyrir
Íslendinga að dreifa fjárfest-
ingum sínum á margar ólíkar
atvinnugreinar, í ólíkum löndum
og með mismikilli arðsemiskröfu
og áhættustigi. Það hefur aldrei
þótt viturt að vera með öll egg í
einni körfu. Íslendingar hafa nú
þegar bundið mikið fjármagn í
innlendum orkufyrirtækjum og
því æskilegt að fá aðra að þessum
fjárfestingum. Það fjármagn sem
landsmenn eiga getur þá nýst til
annarrar atvinnuuppbyggingar
og áhættudreifingar.
■ Það er mun æskilegra að
útlendir fjárfestar eigi hlutafé
í íslenskum orkufyrirtækjum,
fremur en að orkufyrirtækin séu
ofurskuldsett á ábyrgð skattborg-
aranna, en þannig er fjármögnun
tveggja stærstu orkufyrirtækja
landsmanna háttað (ríkisábyrgð
og ábyrgð Reykjavíkurborgar).
■ Í stað þess að takmarka heim-
ildir útlendinga til fjárfestinga í
orkuframleiðslu við aðila innan
EES væri mun eðlilegra að fella
slík höft úr gildi og heimila hverj-
um sem er, óháð þjóðerni, að fjár-
festa í orkuframleiðslu hérlend-
is, að því gefnu að viðkomandi
fari að lögum og reglum, greiði
eðlilegt gjald fyrir afnot af auð-
lindum og skatta af hagnaði sem
myndast hérlendis.
Framtíðar hagvöxtur
■ Án þess að gera lítið úr mik-
ilvægi sjávarútvegs og landbún-
aðar, þá er fjarri lagi að þessar
atvinnugreinar geti einar lagt til
þann hagvöxt sem þörf er á til að
bæta lífskjör landsmanna. Það
má án efa halda áfram hagræð-
ingu í þessum greinum, þó svo að
núverandi ríkisstjórn virðist gera
allt sem hún getur til að draga úr
arðsemi sjávarútvegs og þar með
hagvexti, en það eru náttúruleg
takmörk fyrir því hverju þessar
atvinnugreinar geta skilað okkur
í bættum efnahag.
■ Við þurfum að nýta styrkleika
okkar til uppbyggingar annarra
framleiðslu- og þjónustugeira:
■ Hlutfallslega hátt hlutfall af
ungu vel menntuðu fólki, sem
hefur sótt menntun til fjölda
ólíkra landa;
■ Sveigjanlegur vinnumarkað-
ur;
■ Náttúruauðlindir, þ.m.t. orku-
auðlindir.
■ Við þurfum að bæta úr því sem
heldur aftur af okkur í dag:
■ Búa fyrirtækjum stöðugt laga-
legt og skattalegt umhverfi, með
eins fáum og gagnsæjum regl-
um og unnt er að komast af með
– lágir skattar á fyrirtæki og ein-
falt gagnsætt regluverk eflir fjár-
festingar;
■ Draga úr pólitískri og rétt-
arfarsóvissu – fjárfestar vilja
ekki binda fé í landi þar sem
jafn mikil pólitísk og réttarfar-
sóvissa er til staðar eins og upp-
þotið vegna Magma Energy ber
vott um;
■ Efla traust innan samfélagsins
– fátt hefur eins jákvæð áhrif á
hagvöxt og almennt traust manna
á milli;
■ Efla viðskipti við önnur lönd,
ekki aðeins Evrópu, heldur einnig
við hin 95% mannkyns sem búa
utan ESB og njóta almennt mun
meiri hagvaxtar en ESB svæðið;
■ Afnema gjaldeyrishöftin – jafn-
vel þó svo að slíkt geti kostað ein-
hvern sársauka til að byrja með
þá er það ekkert á við þá efna-
hagsfórn sem allir landsmenn
munu annars þurfa að færa vegna
haftanna.
Að ofan er skoðun Heimssýnar-
manns í Sjálfstæðisflokknum til
þeirra mála sem Þorsteinn Páls-
son hefur skoðað af Kögunarhóli
síðustu tvær helgar. Ég geri fast-
lega ráð fyrir að margir félagar
mínir í Heimssýn séu mér ekki
sammála í þessum málum og það
kann að vera að einhverjir félag-
ar mínir í Sjálfstæðisflokknum,
innan eða utan Heimssýnar, séu
mér einnig ósammála.
Það hefur almennt verið tal-
inn aumur málflutningur að
gera fólki upp skoðanir til þess
að vega aðrar skoðanir upp. Ég
virði afstöðu Þorsteins Pálsson-
ar til mögulegrar aðildar Íslands
að ESB og ég ætlast til hins sama
af honum í minn garð. Vil ég því
hér með óska eftir því að Þor-
steinn hætti að gera mér og fleir-
um upp skoðanir í sínum annars
ágætu pistlum.
Evrópumál
Erlendur
Magnússon
stjórnarmaður í
Heimssýn