Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 56
40 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Franski kvikmyndagerðarmaðurinn
Vincent Moon verður gestur á Alþjóð-
legri kvikmyndahátíð í Reykjavík,
RIFF.
Moon er þekktur fyrir sérstæðar
tónleikaupptökur sínar sem hann kall-
ar Take Away Shows. Þar hittir hann
viðkomandi flytjanda á óvenjuleg-
um stöðum, svo sem á börum, götum
Parísar, í litlum baðherbergjum eða
þröngum stigum, og tekur þar upp
flutninginn með aðeins einni kvik-
myndatökuvél. Á meðal stórra nafna
úr tónlistarheiminum sem Moon hefur
unnið með má nefna R.E.M., Tom
Jones, Arcade Fire og Sigur Rós. Síð-
astnefndu sveitina fékk hann til að
spila lagið, Við spilum endalaust, á litl-
um bar í París.
Nokkrar af helstu upptökum Moon
verða sýndar á RIFF og í tengslum við
sýninguna segir hann frá aðferðum
sínum og hvernig hann nálgast tónlist-
armennina á þennan óhefðbundna hátt.
Þá ætlar hann að safna saman nokkrum
íslenskum tónlistarmönnum og hljóm-
sveitum og taka upp tónlistarflutning
þeirra á óhefðbundnum stöðum hér á
landi.
RIFF-hátíðin verður haldin dagana
23. september til 3. október.
Vincent Moon gestur á RIFF
VINCENT MOON Franski kvikmyndagerðar-
maðurinn verður gestur á Alþjóðlegri kvik-
myndahátíð í Reykjavík.
Gamanleikarinn Ricky Gervais
er gríðarlega ánægður með þátt-
töku sína í næstu þáttaröð af The
Simpsons. Rödd hans hljómar í
þætti sem fjallar um Óskarsverð-
launin. „Þetta er skemmtilegur
þáttur,“ sagði Gervais, sem kom
síðast fram í The Simpsons árið
2006. „Það er skrítið að tala um að
vera í The Simpsons eins og ekk-
ert sé eðlilegra. Þegar ég byrjaði
í grínbransanum var ég spurð-
ur hverju ég vildi helst fá áork-
að. Ég svaraði: „Að segja brand-
ara í The Simpsons.“ Ég hef verið
mjög heppinn strákur,“ sagði hann
og bætti við: „Kannski á ég ein-
hvern tímann eftir að hitta ein-
hvern jafn heimskan og sköllótt-
an og Hómer. Ég efast samt um að
það sé nokkur þannig persóna til í
öllum heiminum.“
Gaman í Simpsons
RICKY GERVAIS Breski grínistinn er
ánægður með þátttöku sína í The
Simpsons.
Fótboltasérfræðingarnir
Hjörvar K. Hafliðason og
Guðmundur Benediktsson
stjórna nýjum sjónvarps-
þætti um enska boltann á
Stöð 2 Sport 2 í vetur.
„Þetta verða ég og Gummi strax
eftir stórleikinn á sunnudegi,“
segir fótboltasérfræðingurinn
Hjörvar K. Hafliðason. Þeir Guð-
mundur Benediktsson stjórna
nýjum sjónvarpsþætti um enska
boltann á Stöð 2 Sport 2 í vetur.
DV greindi frá því í gær að Hjörv-
ar væri að skipta um vettvang og
nú er komið í ljós að enski boltinn
verður viðfangsefni hans.
„Við munum ekkert dvelja lengi
yfir leikjum eins og West Brom-
Blackpool en það verður farið ítar-
lega í stóru leikina, stóru ákvarð-
anirnar og vafaatriðin. Við munum
reyna að hafa eitthvað skemmti-
legt í þessu líka,“ segir Hjörvar
og hlakkar til samstarfsins við
Gumma Ben. „Guðmundur er afar
orðheppinn og fyndinn maður og
áhorfendur munu njóta þess líka.
En þetta verður fyrst og fremst
hrikalega skemmtilegur þátt-
ur sem menn vilja vonandi ekki
missa af. Öfugt við þátt Guðna
Bergs þá höfum við þáttinn á
sunnudögum og segjum alla sögu
helgarinnar.“
Góður gestur verður fenginn í
hvern þátt og ýmsir áhugaverð-
ir dagskrárliðir verða kynntir til
sögunnar. „Það verður ákveðið
uppgjör í lok hvers þáttar, valinn
besti leikmaðurinn, besti stjórinn
og pappakassi umferðarinnar,“
segir Hjörvar. Hann bætir við að
rykið verði einnig dustað af göml-
um hetjum úr enska boltanum á
borð við Bruce Grobbelaar, Matt-
hew Le Tissier, Vinnie Jones, Fau-
stino Asprilla og Eric Cantona.
Hjörvar hefur verið fótboltasér-
fræðingur í Sjónvarpinu í sumar.
Hann hefur fjallað um íslenska
boltann ásamt Hirti Hjartarsyni
og var hluti af sérfræðingunum
sem slógu í gegn í HM-þættinum
undir stjórn Þorsteins J. „Maður
hefur lært fullt af flottum hlutum
á RÚV. Það er búið að vera gaman
að vinna þar, sérstaklega með
Hirti Hjartarsyni. Hann hefur sett
umfjöllun um vinsælustu íþrótt á
Íslandi á allt annað plan á RÚV.“
Ekki er komið á hreint hvort
Hjörvar heldur áfram umfjöllun
sinni um íslenska boltann í Sjón-
varpinu eftir að enski boltinn
byrjar 14. ágúst. Fari svo kemur
upp sú staða að hann verður sér-
fræðingur samtímis á Stöð 2 Sport
2 og í Sjónvarpinu í rúman mánuð,
eða þangað til íslenska boltanum
lýkur. Fulltrúi íþróttadeildar Sjón-
varpsins vildi ekkert tjá sig um
framtíð Hjörvars á stöðinni þegar
Fréttablaðið leitaði eftir því.
freyr@frettabladid.is
Stórleikirnir í brennidepli í
þætti Hjörvars og Gumma
TVEIR GÓÐIR Fótboltasérfræðingarnir Hjörvar Hafliðason og Guðmundur Benediktsson stjórna nýjum þætti um enska boltann í
vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
> SAMDI ÁSTARLAG
Söngkonan Katy Perry hefur
samið ástarlag handa tilvonandi
eiginmanni sínum, breska leik-
aranum Russell Brand. Hún
ætlar að syngja lagið í
giftingunni, sem er fyr-
irhuguð í desember.
Fjölmiðlar vestanhafs halda því
fram að Daniel Radcliffe sé að fara
á fjörurnar við stjúpdóttur fram-
leiðanda myndanna um galdra-
strákinn Harry Potter.
Sést hefur til leikarans með
hinni 19 ára gömlu Olive Uiacke
nokkuð oft á síðustu vikum. Til
að mynda djömmuðu þau saman í
Rússlandi nýlega þar sem stjarnan
hélt upp á 21 árs afmæli sitt auk
þess sem þau sáust láta vel hvort
að öðru á krikketleik í London í
síðustu viku.
Vinskapur hefur verið á milli
þeirra síðan Radcliffe lék í fyrstu
Potter-myndinni árið 2001.
„Þau hafa þekkst lengi, alveg
síðan framleiðsla á Harry Potter-
myndunum hófst. Þau urðu fyrst
náin fyrir nokkrum árum en sam-
bandið fjaraði út. Þau hafa þó alltaf
haldið vinskap og á síðustu mánuð-
um hefur sambandið orðið sterk-
ara,“ segir heimildarmaður.
Nokkuð hefur verið rætt um það
hvort Uiacke sé á eftir peningum
Radcliffes en hún á nóg af pening-
um sjálf svo það er af og frá.
Harry Potter-stjarna
með stúlku
HARRY POTTER Á STEFNUMÓTUM
Radcliffe hittir oft stjúpdóttur framleið-
anda myndanna um töfrastrákinn.
Ian Livingstone, forstjóri tölvu-
leikjafyrirtækisins Eidos, og
breski Grammy-verðlaunahafinn
Imogen Heap verða á meðal fyrir-
lesara á tónlistarráðstefnunni You
Are In Control sem verður haldin
1. og 2. október.
Fyrirtækið Eidos hefur meðal
annars dreift tölvuleikjunum
Lara Croft og Hitman. Livings-
tone er einnig stofnandi leikja-
fyrirtækisins Games Workshop
sem framleiðir Dungeons & Dra-
gons, Warhammer og bókasyrp-
una Fighting Fantasy, sem hefur
selst í yfir sextán milljónum ein-
taka. Livingstone mun ræða um
frumkvöðlafræði og mikilvægi
þess að útfæra frumlegar við-
skiptahugmyndir.
Breska tónlistarkonan og
Grammy-verðlaunahafinn Imog-
en Heap er þekkt fyrir að samnýta
skapandi greinar til að framleiða
margþætta tónlistarviðburði. Hún
er kunn í heimalandi sínu fyrir að
vera meðlimur dúósins Frou Frou
og fyrir sólóplötur sínar.
Á meðal annarra gesta á hátíð-
inni verða Jón Gnarr borgarstjóri,
Anamaria Wills, framkvæmda-
stjóri Þróunarmiðstöðvar skapandi
greina, Xavier Troussard, sviðs-
stjóri hjá framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins og Clare Hudson,
framkvæmdastjóri bresku almanna-
tengslastofunnar Hudson PR.
You are in Control fer fram á Hilt-
on-hótelinu. Skráning er hafin á síð-
unni Youareincontrol.is. Ráðstefnu-
gjald fyrir þá sem skrá sig fyrir 5.
september er 20 þúsund krónur.
Góðir gestir á Control-hátíð
IMOGEN HEAP Breska tónlistarkonan
verður á meðal gesta á tónlistarráðstefn-
unni You Are In Control.
Dæmi um það sem
tekið er fyrir í náminu:
Lita- og línufræði
Tónalgreining
Vaxtarbygging
Heitt og kalt rými
Stórt og lítið rými
Uppröðun hluta
Stílistun á:
Baðherbergi
Svefnherbergi
Barnaherbergi
Eldhúsi
Garðhýsi
Stofu
Og margt fleira.
The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í
innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og
línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni
sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og
litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig
einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og
stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá
fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl.
Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum
ýmis atriði sem koma þeim til góða.
Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í
Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101
Anna F. Gunnarsdóttir
Stílisti
Helga Sigurbjarnadóttir
Innanhúsarkitekt
Þorsteinn Haraldsson
Byggingafræðingur
INNANHÚSSTÍLISTANÁM