Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 4
4 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
og 1964 var um vetrarhlýindi að
ræða en árið 2003 voru allir mánuð-
ir nema maí hlýrri en vanalegt er.
Það sem af er árinu hefur einnig
verið óvenju þurrt en þó sérstaklega
á Vestur- og Norðvesturlandi. Ekki
hefur verið jafn þurrt í Reykjavík
síðan árið 1979.
Einar Sveinbjörnsson segir
greinilegt að Ísland sé í hlýjum veð-
urfarskafla. Síðast hafi svona kafli
gengið yfir á árunum um og fyrir
síðari heimsstyrjöldina en þó hafi
það tímabil ekki verið jafn samfellt
gott og nú. Aðspurður hvort eitt-
hvað bendi til þess að þessum veð-
urlagskafla sé að ljúka segir Einar:
„Svona tímabilum hefur oft lokið
með því að hafið í kringum landið
kólnar á ný og þá stundum í kjöl-
far þess að hafís heimsækir landið
og það er eitthvað sem erfitt er að
sjá fyrir.“
magnusl@frettabladid.is
VEÐUR Meðalhiti í Reykjavík í júní
og júlí samanlögðum er sá hæsti
sem vitað er um frá upphafi sam-
felldra mælinga árið 1871, eða 12,2
stig. Það sama gildir um meðalhita
í Stykkishólmi þar sem samfelldar
mælingar hafa staðið yfir frá árinu
1845, meðalhita í Vestmannaeyj-
um þar sem mælt hefur verið frá
1877 og meðalhita á Hveravöllum
þar sem hefur verið mælt frá 1965.
Þetta kemur fram á vefsíðu Veður-
stofu Íslands.
„Í sjálfu sér eru engar nærtækar
skýringar á þessu. Flest sumur frá
árinu 2003 hafa verið hlý. Horfa má
til þess að sjórinn í kringum landið
hefur verið hlýr á þessu tímabili auk
þess sem kaldar
norðanáttir eins
og þekktust hafa
ekki sést í sama
mæli,“ segir
Einar Svein-
björnsson veður-
fræðingur. Hann
segir það athygl-
isvert við lið-
inn júlí að þrátt
fyrir háan með-
alhita hafi ekki komið nein sérstök
hitabylgja heldur hafi hitinn haldist
nokkuð stöðugur. „Það verður líka
að horfa til þess að þó svo það hafi
verið svona hlýtt á Suður- og Suð-
vesturlandi þá hefur fólk á Austur-
og Norðausturlandi ekki sömu sögu
að segja þar sem minna hefur verið
af góðum sumardögum en það á að
venjast,“ segir Einar.
Séu fyrstu sjö mánuðir ársins
skoðaðir hefur aðeins þrisvar sinn-
um verið hlýrra í Reykjavík, eða
árin 1929, 1964 og 2003. Árin 1929
GENGIÐ 04.08.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
211,2577
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
118,42 118,98
188,73 189,65
156,51 157,39
21,003 21,125
19,812 19,928
16,676 16,774
1,3846 1,3926
181,46 182,54
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
SUMAR-
MARKAÐUR
ELLINGSEN
LOKADAGUR Á MORGUN,
FÖSTUDAG!
ALLT AÐ
70%
AFSLÁTTUR
ellingsen.is
MENNTUN Katrín Jakobsdótt-
ir menntamálaráðherra hefur
ákveðið að verja einni milljón
króna af ráð-
stöfunarfé sínu
til að styrkja
rannsóknir á
hlut íslenska
háskólasamfé-
lagsins í hrun-
inu. Styrkur-
inn rennur til
Rannsókn-
arstofu um
háskóla sem
Páll Skúlason, heimspekingur og
fyrrum rektor, veitir forstöðu.
Styrkurinn á að efla rannsókn-
arstofuna og vekja fræðimenn og
stjórnendur háskóla til umhugs-
unar um siðferðilega ábyrgð
sína og skyldur við samfélagið.
Í tilkynningu ráðherra segir að
þrátt fyrir takmarkaða fjármuni
telji hún mikilvægt að rannsaka
stjórnkerfi, lagaumhverfi, starfs-
hætti, menningu og siðferði í
háskólasamfélaginu. - kóp
Ein milljón króna í rannsókn:
Þáttur háskóla í
hruni skoðaður
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
FÉLAGSMÁL Akureyrarbær hefur
ákveðið að leigja tíu til tólf íbúðir
á stúdentagörðum í bænum í allt
að fimm ár.
Bærinn mun leigja íbúðir
af Félagsstofnun stúdenta við
Háskólann á Akureyri. Bærinn
ætlar svo að endurleigja íbúðirn-
ar til að grynnka á biðlistum eftir
leiguhúsnæði. Almennar leigu-
íbúðir verða því innan um stúd-
entaíbúðirnar.
Biðlistar eftir leiguhúsnæði
hafa verið talsverðir í bænum á
meðan framboð á stúdentaíbúð-
um hefur jafnvel verið umfram
eftirspurn. - þeb
Biðlistar eftir leigu styttir:
Bærinn leigir
stúdentaíbúðir
RÚSSLAND, AP Borgaryfirvöld í
Moskvu vöruðu íbúa í gær við
eitruðum reyk af völdum nær-
liggjandi skógarelda sem liggur
yfir borginni. Mökkurinn í gær
er sagður sá þykkasti til þessa.
Skógareldar hafa eyðilagt
skóga í Rússlandi, þorp og eina
herstöð. Í landinu er mesta hita-
bylgja sem þar hefur riðið yfir og
eykur það á vanda vegna skógar-
elda, sem plaga mið- og vestur-
héruð landsins.
Nærri 50 manns hafa látist í
eldunum. Slökkvilið hefur ráðið
niðurlögum 293 elda, en ráðu-
neyti almannavarna í Rússlandi
segir vitað um aðra 403. Yfir 500
eldar nái yfir stór landsvæði og
sumir þeirra séu stjórnlausir. - óká
Eldar brenna enn í Rússlandi:
Mökkurinn yfir
Moskvu aldrei
verið þykkari
Í RÚSSLANDI Forsætisráðherra Rússa hittir
flugmenn ráðuneytis almannavarna í
Rússlandi á flugvellinum í Voronezh í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Klemmdi fimm fingur
Starfsmaður í álveri Alcoa-Fjarðaáls á
Reyðarfirði klemmdist illa við vinnu
á föstudaginn var. Hann var að gera
við kælikerfi steypuskálans í álverinu
þegar hendur hans klemmdust milli
reimar og tannhjóls. Þrír fingur brotn-
uðu á annarri hendi og tveir á hinni.
Maðurinn starfaði fyrir Launafl.
SLYS
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
29°
22°
26°
21°
21°
16°
22°
22°
23°
20°
31°
34°
35°
18°
23°
15°
21°Á MORGUN
Strekkingur allra vestast
annars hægari.
LAUGARDAGUR
Fremur hægur vindur
um allt land.
13 14
13
131513 13
13 15
15
13
13
13
13
11
1613
14
15
16
11
2
7
1
2
2 2
3
2
2
3
2
RIGNIR EÐA EKKI?
Það er lægð í kort-
unum sem ber
einhverja vætu inn
á landið um helg-
ina. Hversu mikil
úrkoman verður
er þó ekki vel ljóst
og fer það eftir
því hversu langt
frá landi lægðin
verður. Þær geta
verið erfi ðar þessar
lægðir.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
VIÐSKIPTI Arion banki hefur selt Stjörnugrís
rekstur gjaldþrota svínabúanna Brautarholts á
Kjalarnesi og Hýrumels í Borgarfirði. Bankinn
tók svínabúin yfir fyrr á árinu vegna skulda-
vandræða. Búin voru boðin út en ekkert tilboð
barst nema frá Stjörnugrís.
Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að
á meðan bankinn hafi rekið búin hafi hann þurft
að greiða á annað hundrað krónur með hverju
kílói sem framleitt var á búunum.
Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri
Stjörnugríss, segir svínabúin hafa verið rekin
af vanþekkingu af Arion banka og það skýri
tapið. „Þetta var mjög illa rekið á öllum sviðum
enda er kannski ekki eðlilegt að banki starfræki
svínabú frekar en önnur fyrirtæki,“ segir hann.
Slíkur rekstur krefjist mikillar sérþekkingar og
bankann hafi skort hana.
„Þetta er okkar fag og þess vegna sjáum við
tækifæri í hluta af þessu þótt þeir hafi tapað
gríðarlega.“ Fyrir hafi stór hluti af viðskiptum
búanna verið við Stjörnugrís.
Geir Gunnar segir að mikil offramleiðsla hafi
verið á svínakjöti hérlendis að undanförnu og
fyrirséð sé að minnka þurfi búin.
Hann segir aðspurður að búin hafi ekki feng-
ist á gjafverði. „Nei, langt því frá. Þetta var
keypt á mjög sanngjörnu verði.“ - sh
Við blasir að hagræða þurfi í rekstri tveggja áður gjaldþrota svínabúa sem Stjörnugrís kaupir af Arion banka:
Segir Arion hafa rekið svínabú af vanþekkingu
SVÍN Stór hluti af viðskiptum búanna tveggja í gegnum
árin hefur verið við Stjörnurgís. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA
Staður Meðalhitastig í júlí Röð yfir hlýjustu júlímánuði
Reykjavík 13.0 1 til 2 af 140
Stykkishólmur 11.9 5 af 165
Bolungarvík 10.6 23 til 25 af 113
Akureyri 11.1 51 til 52 af 128
Egilsstaðir 10.8 25 af 61
Dalatangi 8.6 29 af 72
Teigarhorn 9.6 20 af 137
Höfn í Hornafirði 11.5 -
Stórhöfði 11.8 2 af 133
Hveravellir 9.1 7 af 45
Fengið af vefsíðunni www.vedur.is
Óvenju ljúfur júlímánuður
Heitasta sumar frá
upphafi í Reykjavík
Samanlagður meðalhiti í júní og júlí í Reykjavík er sá mesti frá upphafi mæl-
inga, eða 12,2 stig. Meðalhiti hefur víðast hvar verið hærri en vanalegt er.
BLÍÐVIÐRI Í REYKJAVÍK Reykvíkingar hafa fengið næg tækifæri til að njóta góðs
veðurs í sumar. Sólskinsstundir í júlí voru þó færri en fyrir ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
EINAR
SVEINBJÖRNSSON