Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 36
5. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR4 ● bifhjól
Nítró á Bíldshöfða er með
úrval af bifhjólum í ólíkum
stærðum og verðflokkum. 50
cubica vespurnar eru vinsælar
að sögn Ragnars Inga Stefáns-
sonar verslunarstjóra, sem á
þar við lítil bifhjól með palli
fyrir fæturna.
„Við seljum allt sem er á tveimur
hjólum og knúið mótorum,“ segir
Ragnar Ingi Stefánsson, verslunar-
stjóri í Nítró á Bíldshöfða, glaðlega
þegar hann er spurður hvort hann
selji vespur. Hann hefur áratuga
reynslu af mótorhjólum, úr keppn-
um, verkstæðisreksti og verslun-
arstjórn og telur akstur á vespum
frábæran ferðamáta á styttri vega-
lengdum innanbæjar ef ekki þurfi
að flytja mikið með sér. „Svo eru
þær bæði ódýrar í innkaupum og
rekstri,“ segir hann og upplýsir að
í Nítró fáist slík farartæki á verði
frá 195.000 krónum.
Nítró hefur selt rafmagnsves-
pur og bensínknúnar, bæði með
fjórgengis-og tvígengisvélum, en
þessa stundina eru rafmagnsves-
purnar uppseldar að sögn Ragn-
ars Inga. Hann segir vespur hafa
átt vaxandi vinsældum að fagna á
síðustu árum hér á landi og þær
algengustu vera 50 cubica hjól.
„Það eru til alveg upp í 600 cubi-
ca vespur en þá eru þær komnar í
mótorhjólastærðir og flestir kjósa
þá frekar að vera á mótorhjól-
um,“ tekur hann fram. Vespurn-
ar í Nítró eru til í mörgum litum.
Ragnar Ingi segir strákana helst
vilja bláar, svartar eða gráar en
stelpurnar velji frekar skærari lit-
ina, svo sem rauðar eða gular, ann-
ars sé ekkert algilt í þeim efnum.
Nítró selur líka hjálma, box, tösk-
ur og fatnað sem hentar. „Margir
láta nægja að setja á sig hjálm og
kannski hanska áður en þeir setj-
ast upp á vespur og eru svo í skikk-
anlega góðum fatnaði en aðrir
fara í goretexgallann og mótor-
hjólaskóna og allan pakkann,“
segir Ragnar Ingi. „Það er líka
misjafnt hversu snemma á vorin
menn byrja að hjóla og hvað þeir
eru lengi að á haustin. Sumir eru
á vespum allan veturinn en aðrir
leggja þeim á haustin og taka þær
út á vorin. En eins og veturnir hafa
verið hjá okkur að undanförnu er
hægt að vera á vespum hér allan
veturinn. Það er oft mjög fínt
veður til að hjóla í janúar.“
Spurður um gerðirnar sem Nítró
selur af vespum svarar Ragnar
Ingi: „Við höfum verið með Vento
gegnum tíðina sem eru amerískar
en framleiddar í Kína. Nú erum
við að selja mest af kínverskri
tegund sem heitir Znen og er með
sama boddýi og í svipuðum gæða-
flokki og Ventó en er með aðeins
öflugri rafgeymi og uppfærð. Við
erum líka með ítalskt merki sem
heitir Beta, þær vespur eru orðnar
fullkomnari og flottari en þær kín-
versku og líka alveg þrisvar sinn-
um dýrari. Í rauninni erum við
með alla flóruna þannig að mögu-
leikarnir eru margir,“ segir Ragn-
ar Ingi og tekur fram að Nítró sé
einnig með tólf útibú í N1 búðum
á landsbyggðinni þannig að fyrir-
tækið bjóði upp á þjónustu um allt
land.
Lítil bifhjól njóta aukinna vinsælda
Ragnar Ingi telur akstur á vespum frábæran ferðamáta á styttri vegalengdum innanbæjar og kveðst eiga þar við létt bifhjól. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Söluvörur í Nítró eru flestar á tveimur hjólum og knúnar mótorum.
Það eru ekki allir sem keyra vespurnar sínar allt
árið um kring og sumir sem aðeins nota þær yfir
hásumarið og þar af leiðandi geta þær verið látnar
standa langtímum saman.
Þegar hugað er að vetrar- eða langtímageymslu
á vespu þá gilda sömu reglur eins og um mótorhjól
og mörg vélknúin ökutæki. Það er ekki hollt fyrir
vespur að standa lengi óhreyfðar og kannski best
að taka þær og „viðra“ nokkrum sinnum yfir vet-
urinn. Best er að geyma vespuna í upphituðu hús-
næði til að hindra tæringu.
Hér fylgja nokkur góð ráð:
■ Þrífa farartækið vel og jafnvel
bóna.
■ Fylla tankinn af bensíni og bæta
smá ísvara út í (ísvarinn hindrar
vatnsdropamyndun í bensíninu).
■ Mjög gott er að smyrja bæði vél,
barka og þá hluti sem smyrja þarf.
■ Skipta um olíu á mótor ef um fjórgengisvél er að
ræða.
■ Það má hella nokkrum dropum af olíu inn í
gegnum kertagatið og snúa vélinni til að smyrja
stimpil og sveifarás, sérstaklega ef geyma á ves-
puna mjög lengi.
■ Athuga ástand rafgeymis og taka úr sambandi,
einnig er hægt að fá hleðslutæki með sérstakri
hleðslustýringu sem eru tengd geyminum og
halda honum við eins lengi og þarf.
■ Gott er að setja vespuna á
miðjustand ef slíkur er til staðar
til að minka álag á dekkjum sem
geta afmyndast aðeins ef þau
standa lengi í sömu stöðu.
Ef þessum ráðum er fylgt
kemur vespan mun
hressari undan vetri en
ella.
Heilræði Ragnars fyrir veturinn