Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 6
6 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Reiknað er með að funda um Icesave í september, að loknum sumarleyfum í Bretlandi. Síðasti formlegi samningafund- ur var haldinn 5. mars, rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu Íslendinga þar sem samningum frá því haust- ið 2009 var hafnað. Samninganefndirnar hafa átt í óformlegu sambandi af og til síðan þá og embættismenn hittust í byrjun júlí, á tveggja daga fundi í Reykjavík. Þar var rætt um að koma málum af stað í haust. Lee Buchheit, formaður ísensku samn- inganefndarinnar, sat þann fund. „Menn hafa verið að skiptast á skeytum og stefnt er að því að koma málum í traustari og skipu- lagðari farveg eftir sumarfrí,“ segir Guðmundur Árnason, ráðu- neytisstjóri fjármálaráðuneytis- ins. Hann væntir þess að fundað verði í september. Enn er deilt um ábyrgðina á Icesave-reikningunum og fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins svaraði norsku fréttastofunni ABC því til á dögunum að Íslend- ingum bæri að greiða Icesave að fullu. Fyrir því væru tvær áðstæð- ur. Í fyrsta lagi hefði innstæðu- tryggingartilskipun Evrópusam- bandsins ekki verið innleidd hér með réttum hætti á sínum tíma. Í öðru lagi vísaði framkvæmda- stjórnin í jafnræðisregluna og að hún hefði verið brotin. Er þar horft til neyðarlaganna svokölluðu, en með þeim tryggðu íslensk stjórnvöld innlendar inn- stæður í bönkum hérlendis að fullu. Framkvæmdastjórnin vísar til þess og að það sama þurfi að gilda um allar innstæður, ætli menn að halda jafnræðisregluna í heiðri. Fréttablaðið sendi fjármálaráðu- neytinu fyrirspurn um kostnað vegna Icesave-viðræðnanna. Þar var bæði spurt um launakostnað nefndarmanna sem og þann kostn- að sem hlotist hefði af ráðlegging- um erlendra sérfræðinga. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi fjármálaráðu- neytisins, upplýsti Fréttablaðið að tölur yfir þann kostnað lægju ekki fyrir og ekki stæði til að taka þær saman fyrr en að viðræðum lokn- um. Líkt og áður segir er allsendis óvíst hvenær það verður. kolbeinn@frettabladid.is Icesave-viðræður í gang í september Stefnt er að því að sendinefndir Íslands, Bretlands og Hollands fundi um Ice- save í september. Nefndirnar hittust á fundi í Reykjavík í júlí. Fjármálaráðu- neytið gefur ekki upp hve mikill kostnaður við Icesave-viðræðurnar er orðinn. ÞUNGBÚNIR VIÐ ATKVÆÐAGREIÐSLU Icesave-samningur var samþykktur 30. desem- ber 2009 í annað skipti á Alþingi. Ekki hefur verið fundað í málinu frá því 4. mars. ORKUMÁL Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður segir fréttamann AFP-fréttaveitunnar hafa haft rangt eftir sér svör hennar um Magma Energy á blaðamanna- fundi á þriðjudag. AFP hafði eftir Björk að Magma Energy ætlaði sér að kaupa upp allar orkuauðlindir Íslands og væri þegar að skoða kaup á fimm orkufyrirtækjum til viðbótar við HS orku. Þetta segir Björk misskilning blaðamanns. Hún hafi aldrei sagt að Magma ætlaði sér að kaupa upp allar orkuauðlindir landsins. Þá hafi mögulega skolast til þegar hún hafi sagt að Magma hefði áhuga á því að virkja á fimm stöð- um á landinu, hún hafi aldrei talað um kaup á fimm fyrirtækjum. Björk segir að staðirnir sem hún hafi verið að tala um séu raunar sjö talsins. Það séu Hrunamanna- afrétt, Öræfi, Reykjahlíð, Vogar, Bjarnarflagsvirkjun, Kerlingar- fjöll og Krýsuvík. Björk segist enn fremur hafa nefnt að oft hafi Magma komið til landa sem hafi þurft á hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að halda. Rangt sé að hún hafi haldið því fram að Magma sé í samstarfi við sjóðinn. Blaðamannafundurinn var hald- inn í Helsinki í Finnlandi, en tilefn- ið var frumsýning nýrrar teikni- myndar um Múmínálfana. - bj Björk Guðmundsdóttir segir fréttaveituna AFP hafa rangt eftir sér um Magma: Talaði aldrei um fimm fyrirtæki TOKYO, AP Sendinefnd frá Banda- ríkjunum verður við minningar- athöfn um kjarnorkuárás Banda- ríkjamanna á Hírósíma í Japan sem haldin verður í borginni á morgun. Þá verða 65 ár liðin frá kjarnorkusprengingunni sem kostaði 140.000 manns lífið. Þetta er í fyrsta skipti sem Bandaríkja- menn senda fulltrúa á minningar- athöfnina. Japönsk stjórnvöld og eftirlif- endur árásarinnar hafa fagnað þessari ákvörðun en margir eft- irlifendanna segjast þó enn bíða eftir því að Bandaríkjamenn biðj- ist afsökunar á verknaðinum. John Roos, sendiherra Banda- ríkjanna í Japan, mun leiða sendi- nefndina en við athöfnina verða fulltrúar frá 75 löndum auk Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Kjarnorkuárásin á Hírósíma var gerð hinn 6. ágúst 1945 og kostaði eins og áður sagði 140.000 manns lífið. Þremur dögum seinna var annarri kjarnorkusprengju varp- að á borgina Nagasakí og létust 80.000 manns í kjölfar þeirrar árásar. Hinn 15. ágúst 1945 lauk svo seinni heimsstyrjöldinni þegar Japanar gáfust formlega upp. Kjarnorkuveldin Frakkland og Bretland munu einnig senda fulltrúa á minningarathöfnina í fyrsta skipti. - mþl Tímamót í minningarathöfnum vegna kjarnorkuárása í Japan fyrir 65 árum: Bandaríkjamenn minnast í Hírósíma KJARNORKUSPRENGJUHVELFINGIN Gestir við minningarathöfnina munu hittast við þessa hvelfingu sem er hluti friðargarðsins í Hírósíma. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A P BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Svaraði spurningum í Finnlandi um orkumál á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N Finnst þér að skera ætti niður rekstrarkostnað Orkuveitunnar? JÁ 95% NEI 5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér að auglýsa ætti stöðu umboðsmanns skuldara að nýju? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.