Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 8
8 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR 1. Hverju er barist gegn með átakinu ÞOR – Þekking og reynsla? 2. Hvað sóttu margir um starf forstjóra Landspítalans? 3. Hvað er Fiskidagurinn mikli á Dalvík gamall í ár? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 SAMGÖNGUMÁL Áætlað er að fyr- irhugaðar úrbætur á íslenskum jarðgöngum sem gera á fyrir árið 2014 muni kosta um einn millj- arð króna. Óvíst er hvort tekst að bæta úr öryggismálum í göngun- um fyrir þann tíma vegna óvissu um fjárframlög frá ríkinu. Alls eru átta jarðgöng í notkun á landinu í dag, og stutt í að tvö til viðbótar verði tekin í notkun. Verulegar úrbætur þarf að gera á þremur jarðgöngum, og minni- háttar úrbætur þarf að gera í þremur til viðbótar. Samanlagður kostnaður við úrbæturnar er áætl- aður um einn milljarður króna. Gísli Eiríksson, yfirmaður jarð- gangadeildar Vegagerðarinnar, segir að mestar úrbætur þurfi að gera í Vestfjarðagöngum og í göngum sem liggja um Ólafs- fjarðarmúla. Einnig þarf að gera umtalsverðar úrbætur á Hval- fjarðargöngunum. Þá þarf að gera minniháttar úrbætur á Fáskrúðs- fjarðargöngum, Strákagöngum og göngum um Almannaskarð. Samkvæmt evrópskri reglugerð frá árinu 2004 hafa ríki tíu ár til að koma göngum í það horf sem þar er kveðið á um. Með breyt- ingunni voru reglur um öryggi í jarðgöngum hertar verulega, segir Gísli. Stefnt var á að ljúka úrbótum fyrir árið 2014, en óvíst er hvort fjárveitingar fást til þess frá ríkinu. Formlega gildir evrópska reglu- gerðin aðeins fyrir vegi sem skil- greindir eru sem samevrópskir, segir Gísli. Hér á landi sé það í grófum dráttum þjóðvegur eitt, ásamt tengingum við Ísafjörð, Seyðisfjörð og Keflavík. Á þeirri leið eru aðeins þrjú göng; Hval- fjarðargöng, Fáskrúðsfjarðargöng og göngin um Almannaskarð. Þrátt fyrir að reglugerðin taki ekki til annarra jarðganga á Íslandi segir Gísli að unnið sé Úrbætur fyrir einn milljarð Óvíst er hvort næst að gera nauðsynlegar úrbætur á jarðgöngum hér á landi fyrir árið 2014 eins og stefnt var að. Víða þarf að bæta við neyðarsímum og slökkvitækjum. Talsverðar úrbætur þarf í þremur göngum. miðað við sambærilega staðla í öðrum göngum, og því gerðar sambærilegar kröfur til öryggis. Gísli Gíslason, stjórnarfor- maður Spalar, rekstrarfélags Hvalfjarðarganga, segir að bæta eigi úr um 20 liðum fyrir árið 2014. Mikilvægustu úrbæturn- ar í öryggismálum séu þó þær að gera önnur göng við hlið núver- andi ganga. Nauðsynlegar rann- sóknir fyrir þá gangagerð hafi þegar verið unnar, en beðið sé eftir ákvörðun ríkisvaldsins um framhaldið. brjann@frettabladid.is Jarðgöng 1 HéðinsfjarðargöngLengd: 11.000 metrar Opnuð: 2010 Breidd: Tvíbreið. Úrbætur: Göngin munu uppfylla allar öryggiskröfur þegar þau verða tekin í notkun í byrjun nóvember næst- komandi. Áætlaður kostnaður: Enginn. 2 VestfjarðagöngLengd: 9.160 metrar Opnuð: 1996 Breidd: Um 2.100 metrar tví- breiðir, ríflega 7.000 metrar einbreiðir. Úrbætur: Fjölga neyðarsímum og slökkvitækjum, setja lokunarslár við gangamunna og stoppljós, endurnýja lagnir, setja upplýst umferð- arskilti og hraðamyndavélar. Áætlaður kostnaður: 300 milljónir. 3 FáskrúðsfjarðargöngLengd: 5.900 metrar Opnuð: 2005 Breidd: Tvíbreið. Úrbætur: Fjölga neyðarsímum og slökkvitækjum, bæta við loftblásurum, uppfæra fjarskiptabúnað fyrir tetra-kerfið. Áætlaður kostnaður: 100 milljónir. 4 HvalfjarðargöngLengd: 5.770 metrar Opnuð: 1997 Breidd: Tvíbreið. Úrbætur: Setja upp sjálfvirkt eftirlits- og slökkvikerfi, koma upp betri eftirlitsmyndavélum, fjölga neyðarsímum og slökkvitækjum, endurnýja lagnir. Áætlaður kostnaður: 200-250 milljónir. 5 BolungarvíkurgöngLengd: 5.400 metrar Opnuð: 2010 Breidd: Tvíbreið. Úrbætur: Göngin munu uppfylla allar öryggiskröfur þegar þau verða tekin í notkun seinnipart september næstkomandi. Áætl- aður kostnaður: Enginn. 6 ÓlafsfjarðarmúliLengd: 3.400 metrar Opnuð: 1991 Breidd: Tvíbreið. Úrbætur: Fjölga neyðarsímum og slökkvitækjum, bæta lýsingu, endurnýja lagnir, uppfæra fjarskiptabúnað fyrir tetra-kerfið. Áætl- aður kostnaður: 300 milljónir. 7 AlmannaskarðLengd: 1.300 metrar Opnuð: 2005 Breidd: Tvíbreið. Úrbætur: Fjölga neyðarsímum og slökkvitækjum. Áætlaður kostnaður: 30 milljónir. 8 StrákagöngLengd: 800 metrar Opnuð: 1967 Breidd: Einbreið. Úrbætur: Fjölga neyðarsímum og slökkvitækjum, setja upp tölvubúnað fyrir vöktun. Áætlaður kostnaður: 25 milljónir. 9 OddsskarðLengd: 640 metrar Opnuð: 1977 Breidd: Einbreið. Úrbætur: Ný göng eru á vegaáætlun fyrir árið 2012, aðeins reiknað með eðlilegu viðhaldi þar til þau komast í notkun. Áætl- aður kostnaður: Enginn. 10 ArnardalshamarLengd: 30 metrar Opnuð: 1948 Breidd: Tvíbreið. Úrbætur: Engar. Áætlaður kostnaður: Enginn. 3 4 5 6 7 8 9 10 12 LÖGREGLUMÁL Ölvaður ökumaður var handtekinn aðfaranótt mið- vikudags. Maðurinn velti bíl sínum á Miklubraut til móts við Rauðar- árstíg rétt fyrir þrjú um nótt- ina. Bílnum var ekið í austurátt en hann hafnaði á hvolfi á ak rein í vesturátt, eftir að hafa farið í gegnum girðingu. Ökumaðurinn hafði flúið af vettvangi og fannst í trjágróðri á Klambratúni, þar sem hann faldi sig. Hann var handtek- inn og sviptur ökuréttindum. Eftir skoðun á slysadeild var hann lát- inn gista fangageymslur. - þeb Ölvaður ökumaður velti bíl: Faldi sig í trjám á Klambratúni STJÓRNMÁL Undirbúningsnefnd stjórnlagaþings hefur ráðið Þor- stein Fr. Sigurðsson rekstrarhag- fræðing sem framkvæmda- stjóra undirbún- ingsnefndarinn- ar. Hann hefur þegar hafið störf. „Nefndinni er ætlað að und- irbúa stofnun og starfsemi stjórnlagaþings- ins, sem kemur saman 15. febrúar 2011, ásamt því að vinna að undir- búningi fyrir þjóðfund sem hald- inn verður til undirbúnings fyrir stjórnlagaþingið,“ segir í tilkynn- ingu. - óká ÞORSTEINN FR. SIGURÐSSON Framkvæmdastjóri ráðinn: Er þegar kom- inn til starfa Bátar rákust saman Tveir strandveiðibátar rákust saman á miðum út af Kópsnesi á Vestfjörðum á þriðjudag. Litlar skemmdir urðu á bátunum og engan sakaði. Annar báturinn hélt til lands eftir áreksturinn en hinn hélt veiðum áfram. LÖGREGLUFRÉTTIR SKIPULAGSMÁL Starfsemi Reykjavíkurborgar hefur að miklu leyti fært aðsetur sitt í Höfða- torg. Fjöldi skrifstofa sem Reykjavíkurborg leigði víðs vegar um borgina hafa nú verið tæmdar og starfsemi þeirra komið fyrir undir einu þaki. Ráðhúsið við Tjörnina er enn aðsetur um 70 starfsmanna, þar á meðal skrifstofu borgar- stjóra og borgarstjórnar. Um 20 manns starfa í Tjarnargötu 12 sem hýsir meðal annars skrifstofur borgarfulltrúa. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, skrifaði undir húsaleigusamning á Höfðatorgi árið 2007 til 25 ára þegar hann sat í borgar- stjórastól. Samningurinn hljóðar upp á 38,2 milljónir á mánuði. Viðræður um endurskoð- un á samningnum hafa verið samþykktar, en Dagur segir þó engin ákvæði vera í samningn- um sem kveði á um endurskoðun. Um 400 borgarstarfsmenn vinna í Höfða- torgi og segir Jón Halldór Jónasson, upp- lýsingafulltrúi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, að almenn ánægja ríki meðal stafsfólks á Höfðatorgi og sveigjanleiki vinnuaðstöðu sé mikill. „Þetta eru góð og opin rými,“ segir hann. „Höfðatorg er mjög góður vinnustaður og aðstaðan eins og best er á kosið.“ - sv Skrifstofur Reykjavíkurborgar eru nú að mestu leyti fluttar á einn stað: Um 400 borgarstarfsmenn í Höfðatorgi HÖFÐATORG Reykjavíkurborg hefur flutt starfsemi sína frá 13 skrifstofum víðs vegar um borgina og sameinað þær í Höfðatorgi. Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Sama á hverju gengur – þú getur alltaf reitt þig á Siemens. A T A R N A Þvottavél og þurrkari frá Siemens. Einstök gæði. Góð þjónusta. Láttu sjá þig og gerðu góð kaup. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.