Fréttablaðið - 05.08.2010, Síða 48

Fréttablaðið - 05.08.2010, Síða 48
32 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Charlotte Böving ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Er til einhver hvítur maður sem heitir Tyron? Mjög ólíklegt. Eða Jerome! Það er ekki til neitt sveitalúða- nafn! Jú, þeir heita allir Hank og Billy-Bob og keyra pallbíla í hlýrabolum! Og Leroy! Enginn hvítur maður heitir Leroy! Ég held að það sé bannað! Leroy Olsen! Ég held ekki! Jokke-Tyron! Það er frek- ar töff! Svona! Allt komið í röð og reglu í skúffunni í fyrsta skipti í ára raðir! Má ég fá að taka einn blýant? Gjörðu svo vel. Takk. Slæmar fréttir, pabbi. Það eru engar nýjar bleiur í skápnum. Ha?? Við eigum engar bleiur. Það getur ekki verið! Ég er með allsbert barn hérna sem gæti byrjað að gjósa á hverri stundu! Hvað eigum við að gera?? Þegar þú segir „við“ ertu þá að tala um þig og mann- eskjuna sem langar í meiri vasapening? Lykken er som en lille fugl Den flyver og kommer tilbage Jeg håber den hos dig må finde et skjul Og blive der alle dage ÞESSA litlu vísu skrifuðum við í minninga- bækur hvert hjá öðru þegar ég var skóla- stúlka í Danmörku. Ég mundi hana utan að eins og hverja aðra runu, án þess nokkurn tíma að velta merkingu hennar fyrir mér. Ekki annað en að hún rímaði vel og var hlý- leg. Ég spáði ekkert í hamingjuna þegar ég var barn. Og þegar ég var ung kona þótti mér meira í það varið að vera óham- ingjusöm. Þá gróf maður höfuðið grátandi í koddann, trúði vinkonum fyrir leyndar- málum, skrifaði tilfinningaþrungin ljóð, klíndi svörtum ælæner á augun, fór á bar- inn og drakk of mikið. Það var lífið! Að lifa hratt og deyja ungur. ÞEGAR ég var ung og hugsaði um hamingjuna snerist það allt um ein- hverja innri ró. Og úff hvað það hljómaði óspennandi! EN ÞESSI tilhneiging til að stunda óhamingjuna hvarf alveg þegar ég varð fullorðin. Líf með mann og börn og hús og bíl og vinnu er svo stútfullt af verkefn- um og ábyrgð að það gefst enginn tími í óhamingju. Að vera óham- ingjusamur krefst nefnilega bæði tíma og orku. Og nú var það hamingjan sem ég vildi fá meira af. EN HEYRÐU mig nú! Hamingjan kom ekki bara af sjálfri sér. Það var eins og ég væri alltaf svo upptekin af því að hugsa um for- tíð og skipuleggja framtíð, að þegar ham- ingjan skyndilega birtist kunni ég ekki að njóta hennar. NÚ BRÁ mér mér í brún. Vegna þess að um leið og ég fór að óska mér meiri ham- ingju áttaði ég mig á mikilvægum hlut: ein- hvern daginn mun ég deyja! EINHVERRA hluta vegna hékk það saman, óskin um meiri hamingju og uppgötvunin um að ég myndi einhvern tíma þurfa frá að hverfa. Dag nokkurn verð ég öll. Og hugsa sér ef ég lægi banaleguna, liti yfir líf mitt og áttaði mig á því að ég hefði aldrei verið hamingjusöm vegna þess að ég hefði alltaf verið of upptekin við eitthvað annað. Það væri hræðilegt! ÉG VERÐ að vera meira til staðar þegar hamingjan bankar upp á, hugsaði ég með mér. Eða jafnvel hætta bara að bíða eftir að hún birtist. Og reyna heldur sjálf að hægja á mér nokkrum sinnum á dag, líta upp og kalla á hana – eins og lítinn fugl. Fugl, sem með tímanum verður gæfari og kemst að því að hjá mér finnur hann skjól og hjá mér getur hann verið alla daga. Hamingjan Hvað sem þú gerir; ekki minnast á stressaða páfagaukinn hans. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða á eina af rómuðustu sýningum Vesturports Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala er hafin! Síðustu sýningar: Fimmtudagur 19. ágúst Föstudagur 20. ágúst Sunnudagur 22. ágúst Þriðjudagur 24. ágúst Miðasala á borgarleikhus.is eða á midi.is Sýningin sem öll fjölskyldan verður að sjá - aftur - og aftur - áður en það er of seint... Vegna mikilla vinsælda bættum við inn nýjum sýningum. Síðustu forvöð að tryggja sér miða á þessa mögnuðu sýningu í Borgarleikhúsinu. Rómeó og Júlía Vesturports í síðasta sinn Allt seldist upp í vor - Örfáar sýningar í viðbót Sýningum lýkur í ágúst

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.