Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 30

Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 30
ZOE SALDANA , sem sló í gegn í myndinni Avatar, er nýtt andlit nýjustu undirfatalínunnar frá Calvin Klein sem kallast „Underwear Envy“. Fjölmargir Íslendingar halda upp á þættina Project Runway þar sem upprennandi fatahönn- uðir keppa sín á milli. Nýlega var áttundu þátta- röðinni hleypt af stokkun- um í Banda- ríkjunum en á Íslandi er nýlokið sýn- ingu á fjórðu seríu. Þar sigr- aði hinn smá- gerði og fjör- ugi Christian Siriano sem hefur síðan vakið þó nokkra athygli fyrir hönnun sína. Siriano fæddist árið 1985 í Bandaríkjunum og var því árið 2008 yngsti sigurvegari keppn- innar. Hann stundaði ballett sem drengur og hafði alltaf mikinn áhuga á búningum. Það leiddi til þess að hann valdi sér feril í tískuiðnaðinum. Hann stundaði nám við háskóla í London og fékk lærlingsstöðu hjá Vivienne West- wood og síðar Alexander McQu- een. Síðan starfaði hann sem förðunarmeistari og hannaði brúðarkjóla áður en hann ákvað að taka þátt í Project Runway sem hann síðan vann með glæsibrag. Síðan þá hefur hann hannað línu fyrir Puma og Bluefly. Einnig hefur hann sýnt eigin fatalínu undir nafn- inu Christian V. Siriano en sú var fyrst sýnd á tísku- vikunni í New York í septemb- er 2008. Hann hefu r ei n n ig hannað, í samstarfi við aðra, meðgöngufatnað undir nafn- inu Fierce Mamas en Siriano er einmitt þekktur fyrir orða- tiltækið „fierce“ eða grimm- ur. Einnig hefur hann hann- að útlit á LG Lotus síma og sett nafn sitt við förðunarvörur frá Victorias Sec- ret. Í október á síð- asta ári kom síðan út bókin „Fierce Style: How To Be Your Most Fabulous Self,“ og Siri- ano því rækilega búinn að koma sér á kortið í tískuheiminum. solveig@frettabladid.is Hannar grimmt Haustlína Christian V. Siriano var sýnd á tískuvikunni í New York í febrúar. Christian Siriano sigraði fjórðu þátta- röð Project Runway sem nýlega var sýnd á Stöð 2. Christian Siriano heillaði dómara Project Runway upp úr skónum í fjórðu seríu þáttanna auk þess að vinna hug og hjörtu áhorfenda. Hann hefur verið iðinn við að koma nafni sínu á framfæri síðastliðin ár. Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465 www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur, Stærðir 40-60. 25% AUKA- AF SLÁTTUR af útsölu vörum (reiknas t við kas sa) ÚTSALAN ENN Í FULLUM GANGI 30%-50% afsláttur af útsöluvörum FLOTTIR KLÚTAR Mikið úrval af klútum og slæðum fyrir haustið. Klútar með kögri verð kr. 2.500,- Öll sólgleraugu verð kr. 1.500.- Minnum á útsölulok - meiri afsláttur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.