Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 5. ágúst 2010
Sænsku plötusnúðarnir Eric
Ericsson og Daniel Howe ætla að
þeyta skífum á skemmtistaðnum
Austur í kvöld. Félagarnir, sem
saman mynda dúóið Nort Beach,
eru þekktir í heimalandi sínu en
báðir spila þeir reglulega fyrir
elítu Svía á Berns næturklúbb-
num í Stokkhólmi.
Auk þess að bjóða upp á sænska
tóna mun skemmtistaðurinn Aust-
ur kynna nýjan bjór staðarins sem
ber nafnið Austur Brúnöl og gefst
gestum kostur á að smakka hann
um kvöldið. PLötusnúðarnir Jack
Schidt og Sexy Lazer munu að
venju einnig stíga á stokk en þeir
eru einmitt búnir að búa til sér-
stakan mixdisk í tilefni kvöldsins
og ætla að gefa þeim sem vilja.
Skemmtunin hefst klukkan 22.
Sænskir plötusnúðar
leika listir sínar
NORTH BEACH Sænka plötusnúðadúóið treður upp á Austur í kvöld.
Sýnikennsla og fyrirlestur með
bandaríska trommuleikaranum
Tom Brechtlein verður í sal Tón-
listarskóla FÍH þriðjudaginn 10.
ágúst. Brechtlein hefur um árabil
verið talinn einn af bestu trommu-
leikurum heims. Hann hefur á
ferli sínum leikið með djössurun-
um Chick Corea og Wayne Shorter
og gítarleikurunum Robben Ford
og Al Di Meola. Einnig hefur hann
spilað með söngvaranum Kenny
Loggins. Aðgangseyrir á viðburð-
inn er 2.000 krónur og er ekki tekið
við greiðslukortum.
Kennir trommuleik
TOM BRECHTLEIN Trommuleikarinn
bandaríski heldur fyrirlestur á Íslandi
10. ágúst.
Hljómsveitin REM er að taka upp
afturhvarfs-plötu í anda upp-
hafsára sinna og er hún væntan-
leg í verslanir á næsta ári. Ken
Stringfellow, sem hefur unnið
með sveitinni á undanförnum
árum, heyrði ófullgerða útgáfu af
plötunni á heimili bassaleikarans
Mikes Mills og heillaðist mjög af
henni. „Hún hljómaði mjög fal-
lega. Sumar upptökurnar voru
dálítið myrkar og höfðu yfir sér
sama hljóm og maður heyrir á
gömlum plötum með REM,“ sagði
Stringfellow við NME. Upptöku-
stjóri þessarar fimmtándu hljóð-
versplötu REM er Jacknife Lee,
sem einnig tók upp síðustu plötu
hennar, Accelerate.
Afturhvarf
á nýrri plötu
REM Ný plata með gamla, góða hljómin-
um er væntanleg í búðir á næsta ári.
Söngkonan Carry Underwood
giftist Mike Fisher fyrir stuttu
en nú verða þau aðskilin í ein-
hvern tíma í fyrsta sinn síðan
þau gengu upp að altarinu. Fis-
her er íshokkíleikmaður og er nú
í Kanada vegna vinnu sinnar og
er Underwood frekar ósátt við að
vera skilin eftir heima.
„Hjónalífið er eiginlega eins
og tilhugalífið. Eiginmaður minn
er kominn aftur til Kanada. Saga
lífs míns!“ sagði Underwood á
vefsíðu sinni, óhrædd við að opin-
bera tilfinningar sínar.
Einmana
Underwood
LEIÐ UNDERWOOD Söngkonan er ekki
par ánægð með að vera nýgift og skilin
eftir ein heima.
Meira í leiðinniSkólavörurnar fást í verslunum og á þjónustustöðvum N1.
WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000
SKÓLAVÖRUR
FYRIR ÞAU YNGSTU
FÁST Á N1
1119 B850
Hannah
Montana taska.
1.290 kr.
1119 C404
Cars pennaveski
með blýöntum
yddara ofl.
980 kr.
1119 B556
Cars
A4 mappa
620 kr.
1119 C453
Winx pennaveski
með blýöntum
yddara ofl.
980 kr.
1119 C555
Cars
A4 mappa
490 kr.
1119 C549
Cars skólataska
6.900 kr.
1119 B861
East High veski
870 kr.
1119 C551
Cars
pennaveski
920 kr.
1119 C554
Cars pennaveski
með ritföngum
3.900 kr.
1119 C455
Winx litir
650 kr.
1119 C559
Cars taska á hjólum
7.900 kr.