Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 50
34 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is 6. ágúst klukkan 20.00 Tónleikar með kórnum Nordisk Kor fara fram í Norræna húsinu föstudag- inn 6. ágúst klukkan 20.00. Nordisk Kor er lítill áhugamannakór frá Osló sem samanstendur af 25 söngvurum. Stjórnandi kórsins er Kari Raff Rein- emo. Kórinn flytur fjölbreytta dagskrá þar á meðal sönglög frá Norðurlöndum, ásamt söngv um frá Evrópu og öðrum heimshornum. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. > Ekki missa af … Í dag klukkan 12.00 fara fram tónleikar í Hallgrímskirkju þar sem orgelleikari Áskirkju, Magnús Ragnarsson, og sópransöngkonan Þórunn Elín Pétursdóttir koma fram. Þau munu meðal annars flytja verk eftir Théodore Dubois, Camille Saint-Saëns, Francis Poulenc og Charles Gounod. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 5. ágúst 2010 ➜ Tónleikar 21.00 Á Græna hattinum, Akureyri, verður South River Band með tónleika í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. 21.00 Hljómsveitin Skver verður með tónleika í Risinu, að Tryggvagötu 20. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og kostar 1.500 krónur inn, 1.000 krónur fyrir nemendur. 22.00 Á Sódómu Reykjavík, Tryggva- götu 22, verða tónleikar með hljóm- sveitinni Valdimar og Orphic Oxtra. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Húsið er opnað kl. 21.00, tónleikar hefjast kl. 22.00 22.00 Hljómsveitirnar At Dodge City og Two Tickets to Japan spila í kvöld á Faktorý, að Smiðjustíg 6, kl. 22.00. Aðgangur er ókeypis. ➜ Sýningar 18.00 Í kvöld verða Hljóðaklettar með sýningu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, frá klukkan 18.00 til 22.00. Aðgangur er ókeypis. ➜ Uppistand 22.00 Á skemmtistaðnum Venue, Tryggvagötu 22, verður Sumaruppistand í kvöld. Skemmtunin byrjar kl. 22.00 og er aðgangseyrir 500 krónur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Helgina 6. til 8. ágúst verð- ur fyrsti áfangi Tröllagarðs- ins í Fossatúni formlega opn- aður. Garðurinn hefur verið í uppbyggingu í nokkurn tíma og er þar nú að finna göngu- leið, tröllagöngu, þar sem alls kyns ævintýri bíða í einstöku umhverfi. Steinar Berg staðarhaldari hefur sérhæft sig í skrifum tröllasagna sem myndskreyttar eru af Brian Pilkington. Trölla- gangan liðast um í afar fal- legri náttúru upp Stekkjarás, meðfram bökkum Grímsár og til baka að Tröllafossum. Ein- stakt útsýni er til fjallahrings Borgarfjarðar á þessari leið. Gestir geta valið að fara stuttan hring, 10-15 mínútur, eða lengri hring sem tekur um 50-60 mín- útur. Myndskreytt skilti er við gönguhringinn þar sem lesa má skemmtilegar upplýsingar um tröll og þátt þeirra í íslenskum þjóðsögum. Grýla hefur feng- ið lögheimili í Fossatúni ásamt burstabæ með dótakassa og leiksvæði barna eins og það var til forna. Rúsínan í pylsuendan- um er síðan að fara í tröllaleiki sem eru sérstök hönnun stað- arhaldara. Þar er hægt að leika sér eða keppa í tröllataki, trölla- togi, tröllasparki, tröllaorða- leik, tröllafeti og tröllaparís. Í tilefni af opnun Tröllagarðs- ins sunnudaginn 8. ágúst er gestum og gangandi boðið að koma og njóta þessa áfangastað- ar í ferðaþjónustu í Borgarfirði. Staðarhaldari mun vera með leiðsögn í tröllagöngu klukkan 14.00 þar sem þessi ævintýra- lega hugmynd og framtíðar- áform verða kynnt. - ls Tröllagarðar opnaðir TRÖLLAGARÐAR Tröllagarðar í Fossatúni verða opnaðir helgina 6. til 8. ágúst. Leikararnir Einar Aðal- steinsson og Hera Hilm- arsdóttir sýna verkið Vakt, eftir Halldór Armand Ásgeirsson, á sviðslista- sýningunni artFart í ágúst. Verkið fjallar um það hvað felst í hugmyndinni um réttlæti og hversu lítið þarf til að umbylta lífi fólks á svipstundu. Einar Aðalsteinsson útskrifaðist úr leiklistarskólanum LAMDA í London eins og Fréttablaðið greindi frá í sumar. Hann er nú staddur hér á landi til þess að setja upp verk ásamt Heru Hilmarsdótt- ur sem er nemandi við sama skóla. Verkið heitir Vakt og er það Hall- dór Armand Ásgeirsson sem er höfundur þess. „Við Hera kynntumst í raun í grunnskóla. Við vorum bæði í MH og enduðum svo bæði í LAMDA. Þegar það kom í ljós að við yrðum bæði á Íslandi í ágúst fannst okkur tilvalið að setja eitthvað saman og taka þátt í artFart. Við höfð- um samband við vin okkar Hall- dór sem er mikill áhugamaður um leikritaskrif og hann skrifaði fyrir okkur þetta litla verk,“ segir Einar. Verkið fjallar um hina klassísku spurningu um hvað felst í hug- myndinni um réttlæti og hvernig ófyrirséðir atburðir geta umbylt lífi fólks á svipstundu. Tveir lækn- ar sem eru á vakt á gjörgæslu reyna að halda sjúklingi, sem lenti í hræðilegu bílslysi, stöðugum. Umræður læknanna fara síðan úr hversdagslegu spjalli yfir í pæl- ingar um réttlæti og persónulega ábyrgð. Þegar þeir svo komast að meiru um sjúklinginn fer allt á haus. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, aðstoðar vinina að einhverju leyti ásamt því að leikkonan Nína Dögg Filipp us- ardóttir kemur aðeins að verkinu. Það er síðan hann Örn Ýmir sem spilar á kontrabassa í sýningunni. „Verkið er í raun bara venjulegt leikrit sem er farið að vera frekar sjaldgæft á artFart þannig að við lítum á okkur sem nýjungagjarna fólkið á hátíðinni,“ segir Einar með bros á vör. Sýndar verða þrjár sýningar, 12., 15. og 16. ágúst og miðaverð er 2.200 krónur. linda@frettabladid.is Frá London og beint á Vakt Í kvöld, 5. ágúst, munu Moses Hightower, Krist- ín og Svavar Knútur vera með tónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg. Sálarkvartettinn Moses Hightower gaf í júlí út sína fyrstu plötu, Búum til börn. Sú hefur feng- ið frábæra dóma og hljómsveitin fylgir henni nú eftir af krafti með spilamennsku um borg og bý. Kristín Bergsdóttir er ung söngkona og lagahöndur sem gaf út sína fyrstu plötu, Mublu, í nóvember 2009. Platan inniheldur fjórtán frumsamin lög eftir hana sjálfa bæði á íslensku og ensku. Svavar Knútur er söngvaskáld sem undanfarin ár hefur getið sér gott orð bæði sem sólólistamaður og söngvari hljómsveit- arinnar Hrauns. Hljómplata hans, Kvöldvaka, hlaut einróma góða dóma hjá íslenskum tón- listargagnrýnendum og hefur hlotið frábærar viðtökur. Tónleikarnir hefjast um klukkan 21.00 og er aðgangseyrir 1.500 krónur. - ls Moses Hightower ásamt félögum ROSENBERG Í kvöld munu Moses Hightower, Kristín og Svavar Knútur halda uppi gleði við Klapparstíg. EINAR OG HERA Góðvinir setja upp verkið Vakt nú í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Það sem mér ber - kilja Anne Holt Vegahandbókin 2010 Ýmsir höfundar Brandarabók Andrésar Walt Disney Makalaus - kilja Tobba Marinós Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar Th. Vitavörðurinn - kilja Camilla Läckberg Volcano Island Sigurgeir Sigurjónsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 28.07.10 - 03.08.10 Iceland on Fire Vilhelm Gunnarsson 25 gönguleiðir á höfuðborgar- svæðinu - Reynir Ingibjartsson Aldrei framar frjáls Sara Blædel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.