Fréttablaðið - 05.08.2010, Qupperneq 50
34 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
6. ágúst klukkan 20.00
Tónleikar með kórnum Nordisk Kor
fara fram í Norræna húsinu föstudag-
inn 6. ágúst klukkan 20.00. Nordisk
Kor er lítill áhugamannakór frá Osló
sem samanstendur af 25 söngvurum.
Stjórnandi kórsins er Kari Raff Rein-
emo. Kórinn flytur fjölbreytta dagskrá
þar á meðal sönglög frá Norðurlöndum,
ásamt söngv um frá Evrópu og öðrum
heimshornum. Aðgangur á tónleikana
er ókeypis.
> Ekki missa af …
Í dag klukkan 12.00 fara fram
tónleikar í Hallgrímskirkju
þar sem orgelleikari Áskirkju,
Magnús Ragnarsson, og
sópransöngkonan Þórunn Elín
Pétursdóttir koma fram. Þau
munu meðal annars flytja verk
eftir Théodore Dubois, Camille
Saint-Saëns, Francis Poulenc
og Charles Gounod.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 5. ágúst 2010
➜ Tónleikar
21.00 Á Græna hattinum, Akureyri,
verður South River Band með tónleika
í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.
21.00 Hljómsveitin Skver verður með
tónleika í Risinu, að Tryggvagötu 20.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og kostar
1.500 krónur inn, 1.000 krónur fyrir
nemendur.
22.00 Á Sódómu Reykjavík, Tryggva-
götu 22, verða tónleikar með hljóm-
sveitinni Valdimar og Orphic Oxtra.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Húsið
er opnað kl. 21.00, tónleikar hefjast kl.
22.00
22.00 Hljómsveitirnar At Dodge City
og Two Tickets to Japan spila í kvöld
á Faktorý, að Smiðjustíg 6, kl. 22.00.
Aðgangur er ókeypis.
➜ Sýningar
18.00 Í kvöld verða Hljóðaklettar
með sýningu í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi, frá klukkan 18.00 til 22.00.
Aðgangur er ókeypis.
➜ Uppistand
22.00 Á skemmtistaðnum Venue,
Tryggvagötu 22, verður Sumaruppistand
í kvöld. Skemmtunin byrjar kl. 22.00 og
er aðgangseyrir 500 krónur.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Helgina 6. til 8. ágúst verð-
ur fyrsti áfangi Tröllagarðs-
ins í Fossatúni formlega opn-
aður. Garðurinn hefur verið í
uppbyggingu í nokkurn tíma
og er þar nú að finna göngu-
leið, tröllagöngu, þar sem alls
kyns ævintýri bíða í einstöku
umhverfi.
Steinar Berg staðarhaldari
hefur sérhæft sig í skrifum
tröllasagna sem myndskreyttar
eru af Brian Pilkington. Trölla-
gangan liðast um í afar fal-
legri náttúru upp Stekkjarás,
meðfram bökkum Grímsár og
til baka að Tröllafossum. Ein-
stakt útsýni er til fjallahrings
Borgarfjarðar á þessari leið.
Gestir geta valið að fara stuttan
hring, 10-15 mínútur, eða lengri
hring sem tekur um 50-60 mín-
útur. Myndskreytt skilti er við
gönguhringinn þar sem lesa má
skemmtilegar upplýsingar um
tröll og þátt þeirra í íslenskum
þjóðsögum. Grýla hefur feng-
ið lögheimili í Fossatúni ásamt
burstabæ með dótakassa og
leiksvæði barna eins og það var
til forna. Rúsínan í pylsuendan-
um er síðan að fara í tröllaleiki
sem eru sérstök hönnun stað-
arhaldara. Þar er hægt að leika
sér eða keppa í tröllataki, trölla-
togi, tröllasparki, tröllaorða-
leik, tröllafeti og tröllaparís.
Í tilefni af opnun Tröllagarðs-
ins sunnudaginn 8. ágúst er
gestum og gangandi boðið að
koma og njóta þessa áfangastað-
ar í ferðaþjónustu í Borgarfirði.
Staðarhaldari mun vera með
leiðsögn í tröllagöngu klukkan
14.00 þar sem þessi ævintýra-
lega hugmynd og framtíðar-
áform verða kynnt. - ls
Tröllagarðar opnaðir
TRÖLLAGARÐAR Tröllagarðar í Fossatúni
verða opnaðir helgina 6. til 8. ágúst.
Leikararnir Einar Aðal-
steinsson og Hera Hilm-
arsdóttir sýna verkið Vakt,
eftir Halldór Armand
Ásgeirsson, á sviðslista-
sýningunni artFart í ágúst.
Verkið fjallar um það hvað
felst í hugmyndinni um
réttlæti og hversu lítið þarf
til að umbylta lífi fólks á
svipstundu.
Einar Aðalsteinsson útskrifaðist
úr leiklistarskólanum LAMDA
í London eins og Fréttablaðið
greindi frá í sumar. Hann er nú
staddur hér á landi til þess að setja
upp verk ásamt Heru Hilmarsdótt-
ur sem er nemandi við sama skóla.
Verkið heitir Vakt og er það Hall-
dór Armand Ásgeirsson sem er
höfundur þess.
„Við Hera kynntumst í raun í
grunnskóla. Við vorum bæði í MH
og enduðum svo bæði í LAMDA.
Þegar það kom í ljós að við yrðum
bæði á Íslandi í ágúst fannst okkur
tilvalið að setja eitthvað saman
og taka þátt í artFart. Við höfð-
um samband við vin okkar Hall-
dór sem er mikill áhugamaður
um leikritaskrif og hann skrifaði
fyrir okkur þetta litla verk,“ segir
Einar.
Verkið fjallar um hina klassísku
spurningu um hvað felst í hug-
myndinni um réttlæti og hvernig
ófyrirséðir atburðir geta umbylt
lífi fólks á svipstundu. Tveir lækn-
ar sem eru á vakt á gjörgæslu
reyna að halda sjúklingi, sem lenti
í hræðilegu bílslysi, stöðugum.
Umræður læknanna fara síðan úr
hversdagslegu spjalli yfir í pæl-
ingar um réttlæti og persónulega
ábyrgð. Þegar þeir svo komast að
meiru um sjúklinginn fer allt á
haus.
Halldór Halldórsson, betur
þekktur sem Dóri DNA, aðstoðar
vinina að einhverju leyti ásamt því
að leikkonan Nína Dögg Filipp us-
ardóttir kemur aðeins að verkinu.
Það er síðan hann Örn Ýmir sem
spilar á kontrabassa í sýningunni.
„Verkið er í raun bara venjulegt
leikrit sem er farið að vera frekar
sjaldgæft á artFart þannig að við
lítum á okkur sem nýjungagjarna
fólkið á hátíðinni,“ segir Einar
með bros á vör. Sýndar verða þrjár
sýningar, 12., 15. og 16. ágúst og
miðaverð er 2.200 krónur.
linda@frettabladid.is
Frá London og beint á Vakt
Í kvöld, 5. ágúst, munu Moses Hightower, Krist-
ín og Svavar Knútur vera með tónleika á Café
Rosenberg við Klapparstíg.
Sálarkvartettinn Moses Hightower gaf í júlí út
sína fyrstu plötu, Búum til börn. Sú hefur feng-
ið frábæra dóma og hljómsveitin fylgir henni
nú eftir af krafti með spilamennsku um borg
og bý. Kristín Bergsdóttir er ung söngkona og
lagahöndur sem gaf út sína fyrstu plötu, Mublu,
í nóvember 2009. Platan inniheldur fjórtán
frumsamin lög eftir hana sjálfa bæði á íslensku
og ensku. Svavar Knútur er söngvaskáld sem
undanfarin ár hefur getið sér gott orð bæði
sem sólólistamaður og söngvari hljómsveit-
arinnar Hrauns. Hljómplata hans, Kvöldvaka,
hlaut einróma góða dóma hjá íslenskum tón-
listargagnrýnendum og hefur hlotið frábærar
viðtökur.
Tónleikarnir hefjast um klukkan 21.00 og er
aðgangseyrir 1.500 krónur. - ls
Moses Hightower ásamt félögum
ROSENBERG Í kvöld munu Moses Hightower, Kristín
og Svavar Knútur halda uppi gleði við Klapparstíg.
EINAR OG HERA Góðvinir setja upp verkið Vakt nú í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Það sem mér ber - kilja
Anne Holt
Vegahandbókin 2010
Ýmsir höfundar
Brandarabók Andrésar
Walt Disney
Makalaus - kilja
Tobba Marinós
Eyjafjallajökull
Ari Trausti og Ragnar Th.
Vitavörðurinn - kilja
Camilla Läckberg
Volcano Island
Sigurgeir Sigurjónsson
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
28.07.10 - 03.08.10
Iceland on Fire
Vilhelm Gunnarsson
25 gönguleiðir á höfuðborgar-
svæðinu - Reynir Ingibjartsson
Aldrei framar frjáls
Sara Blædel