Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 24
24 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR Þær eru skoplegar ásakanir FME og Seðlabanka Íslands, um að Samtök lánþega hafi stuðlað að verulegu hættuástandi á fjármálamarkaði með hags- munagæslu sinni. Sérstaklega þegar litið er til þáttar FME og SÍ í hruninu. Í svari FME til umboðsmanns Alþingis er bent á að FME starfi eftir lögum nr. 87/1998 um opinbert eftir- lit með fjármálastarfsemi. Það er vel að stjórnendur FME átta sig á því hvert hlutverk þess er, en þeir virðast samt ekki skilja það hlutverk. Hvergi í lögum segir að FME sé hagsmuna- gæsluaðili fyrir fjármálakerfið, heldur er skýrt á um það kveðið að hlutverk FME sé að gæta hagsmuna almennings gagnvart fjármálakerfinu. Á það meðal annars við um viðbrögð við skýrum lögbrotum, óeðlilegum innheimtuaðferðum sem og að sjá til þess að eftirlitsskyldir aðilar hafi starfsleyfi í samræmi við starfsemi. Ekkert af þessu hefur hingað til verið skrifað í starfslýsingu starfsmanna FME og ekkert hefur á því borið að starfsmenn FME ætli sér að bæta þar úr. Störf FME og SÍ bera með sér að hagur fjármála- fyrirtækja sé öllum öðrum hag hærri og því beri að miða allar tilskipanir og breytingar að því að gera þeim aðilum sem hæst undir höfði á kostnað almenn- ings. Og hér erum við komin að kjarna þess vanda- máls sem lýðveldið Ísland á við að glíma í dag. Rangir aðilar eru í vinnu fyrir rangan hóp. Grundvöllur þjóðfélagsins erum við, fólkið í land- inu. Án fólks eru engin fyrirtæki og án okkar er því ekki um neitt fjármálakerfi að ræða. Fjármálakerfið er sett fram til að þjónusta almenning og því misskilningur að börn séu getin til þess eins að þjóna starfsævina á enda svo viðhalda megi stöðugleika í ónýtu fjármálakerfi. Fólk hefur í raun ekkert við fjármálakerfi að gera, enda hvorki virðisauki né framleiðsla í fjármálakerf- inu. Það er því okkar sem hér stöndum og nú lifum, að taka höggið og rykkja ónýtum plástrinum af með snöggri sveiflu, og vernda með því eigin hag, barna okkar og afkomenda þeirra um ófyrirséða framtíð. Ef við gerum ekki neitt til að takast á við þetta meingallaða kerfi, erum við að hneppa komandi kyn- slóðir í skuldaþrældóm um ókomna tíð. Samtök lánþega settu fram yfirlýsingu hvar lán- þegar gengistryggðra skuldbindinga voru hvattir til að greiða ekki af þeim fyrr en höfuðstóll þeirra og afborgunarþáttur yrðu leiðréttir til samræmis við skýra niðurstöðu Hæstaréttar. Var þessi yfirlýsing sett fram til að vernda hags- muni almennings og standa Samtökin við þessi til- mæli og hvetja til þess að eftir þeim verði farið hér eftir sem hingað til. Má benda á að þeir viðskiptavina AVANT sem fór eftir þessum tilmælum eru nú mun betur settur en þeir sem það gerðu ekki, enda ljóst að AVANT er farið á hliðina með tilheyrandi tjóni fyrir þá lánþega sem ofgreitt hafa til þess fyrirtækis. Engin tilmæli hafa borist, hvorki frá FME né SÍ í þá átt að vernda hagsmuni almennings komi til þess að önnur fjármálafyrirtæki fari á hliðina og ekkert sem bendir til að slík tilmæli séu á leiðinni. Til að stuðla að þjóðhagslegum stöðugleika og styrkja almenna hagsæld þá ítreka Samtök lánþega þessi tilmæli sín. Er því rétt að benda á að Hæstiréttur hefur fellt sinn dóm og ef fjármálafyrirtækin telja sig eiga betri rétt en þar er fram settur, þá er það þeirra að sækja málin fyrir dómi. Lánþegar hafa skýra niðurstöðu Hæstaréttar að líta til og það munu lánþegar gera. Tilgangsleysi FME og SÍ Þegar rætt er um ESB hafa and-stæðingar þess mjög gaman af því að halda uppi allskyns goð- sögnum um sambandið og starf- semi þess. Ein slík er að ESB sé stórkost- legt skrifræðisbákn og papp- írsskrímsli. En lítum á nokkr- ar staðreyndir: Aðildarríki ESB eru 27 að tölu og telur sambandið um 500 milljónir manna. Hjá því starfa um 50.000 manns, sem er um það bil 0,0001% af íbúafjölda álfunnar. Á vefsíðu Evrópusamtakanna er einmitt fjallað um þetta og þar segir eftirfarandi: „Er ESB ekki bara skrifræð- isbákn? Starfsfólk ESB er um 50.000 manns, íbúar ESB eru um 500 milljónir. Yfirfært á Ísland myndi þetta þýða um 30 manna starfslið, eða álíka og þeir sem vinna hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði.“ En hvernig lítur þetta út í öðrum löndum? Tökum dæmi til sam- anburðar frá Bandaríkjunum, en margir helstu Nei-sinnar eru mjög hallir undir aukin samskipti einmitt í þá áttina. Nægir þar að nefna t.d. menn á borð við Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráð- herra og Styrmi Gunnarsson, fyrr- um ritstjóra Morgunblaðsins. Þeir eru s.k. hægri-menn, en það er einmitt eitt einkenni banda- rískra hægri-manna, sem tilheyra Repúblíkanaflokknum, að berj- ast gegn því sem þeir kalla „big government“, Köllum það „stóra stjórnsýslu“ á íslensku. Þeir vilja því minnka ítök og umsvif rík- isins, minnka „stjórnvöldin“ og stuðla að „small government“ eða lítilli stjórnsýslu. En hvernig hefur þróunin verið í USA, sem við erum svo gjörn á að bera okkur saman við? Áður en það er gert ber að taka það fram að ESB er yfirþjóðleg stofnun, rekin og fjármögnuð af aðildarrikjun- um, en Bandaríkin sjálfstætt ríki, sem rekur alríkistjórnina (Feder- al Government). Þrátt fyrir þetta ætti að vera hægt að gera sér grein fyrir hlutföllum. Í blaðagrein í Washington Post frá því 2006 er greint frá því að á valdatíma George Bush (yngri) hafi kerfið þanist út, þ.e.a.s. alrík- isstjórnin. Ein ástæða þess er það sem kallað er „stríðið gegn hryðju- verkum“, sem Bandaríkin (og NATO) heyja um víðan völl, sér- staklega í Írak og Afganistan. Árið 2006 voru 14,2 milljónir starfandi fyrir alríkisstjórnina, þar með talið starfsmenn í póst- dreifingu og hernum. Þetta er um tveimur milljónum meira en árið 2020. Íbúafjöldi USA er tæpar 310 milljónir. En ESB er t.d. ekki með her, þannig að strax er hægt að draga frá um 1,5 milljónir manna (annar stærsti her í heimi, á eftir Kína), til að gera samanburðinn raunhæfari. Sé því bara tekið það sem kall- að er „civil servants“ sem eru þeir sem vinna við hina eigin- legu stjórnsýslu, er um að ræða töluna 1,9 milljón (1900 þúsund) starfsmenn árið 2006. Þarna hefur orðið fækkun um 300.000 frá 1990, þegar Kalda stríðið var enn í gangi. Af þessu má því draga þá álykt- un að ESB sé mjög lítið bákn, miðað við það bandaríska. Það má því eiginlega segja að ESB sé með það sem bandarískir hægri-menn kalla „small government“ smáa- stjórnsýslu! Allt tal um ESB sem ógurlegt skrifræðisbákn er því byggt á ein- hverju öðru en staðreyndum. Er ESB skrifræðisbákn? Efnahagsmál Guðmundur Andri Skúlason talsmaður Samtaka lánþega Evrópusambandið Gunnar Hólmsteinn Ársælsson M.A. í stjórnmálafræði og stjórnarmaður í Evrópusamtökunum Mannauður er víða Eftir hrun bankanna hefur mikið verið rætt um starf- semi Landspítalans og annarra stofnana ríkisins til að huga að sparnaði þeirra. Oftar en ekki er talað um að helsti styrkur þessara fyrirtækja sé mikill mannauður, þ.e.a.s. duglegt og vel menntað starfsfólk. Vissulega er mann- auður þessara stofnana mikill; að mínu viti er hann jafnvel mun meiri en talað er um. Ég heyrði talað um starfsem- ina á geðsviði Landspítalans um daginn og þá var sagt að það væri vel mannað og að útskriftarnemar margra heilbrigðisstétta myndu hefja störf bráðlega. Það er frá- bært að vita til þessa en þar sem ég sat þarna og hlustaði þá hugs- aði ég með mér: „Hvað um alla sjúklingana, er ekki mikinn mann- auð þar að finna?“ Jú segi ég, því ég vil meina að allar manneskj- ur búi yfir auði og eins og allir vita þá eru sjúklingar manneskj- ur. Þó svo að þeir séu ekki starfs- menn spítalans þá er þeirra styrk- ur mikilvægur í allri meðferð og bataferli. Mikilvægt er að þeir sem starfa í heilbrigðisgeiranum líti ekki bara á sjúkdóm manneskjunnar, því sjúkdómurinn er yfirleitt ekki nema lítið brot af lífi hennar. Það er því eðlilegt að hugsa sér að það búi mikill mannauður og styrkur þar á meðal sem vert er að huga að og nýta til framdráttar. Menntun er sannarlega mik- ilvæg, en það má ekki gleyma því að margir sjúklingar eru vel menntaðir. Svo eru aðrir sem vegna veikinda sinna, eða stöðu í lífinu, geta ekki stundað nám. Þá má ekki horfa fram hjá því að það þarf styrk til að takast á við erfið veikindi og það að ganga í gegn- um þau er mikill lærdómur sem ekki fæst úr námsbókum. Margir sjúklingar eða veik- ir einstaklingar hafa líka mikla hæfileika og standa oft öðrum framar á vissum sviðum og marg- ir ná miklum bata, árangri og gengur vel. Þeir sem veikir eru gefa þeim sem annast eða vinna í þeirra meðferðarmálum mikil- vægt hlutverk og nærvera þeirra skiptir miklu máli. Þetta á líka við um þá sem eru ekki veikir, nær- vera þeirra skiptir okkur líka máli. Þetta álit á þeim sem minna mega sín kemur vel fram í umræðunni um fjölgun þeirra er þurfa á mataraðstoð að halda. Það er mikið talað um sumarfrí hjálparstofnana og það gagnrýnt að fólk geti ekki leitað neitt annað eftir mataraðstoð á meðan. Ég er hjartanlega sammála því að það er slæmt að þessar tvær hjálpar- stofnanir sem hér um ræðir skuli ekki opna aftur fyrr en um miðj- an ágúst. En það er hins vegar engin nýlunda að hjálparstofnanir fari í frí á sumrin. Samt hefur ekki verið nein umræða um það fyrr en í ár. Þetta finnst mér svolítið skrýtið og ég velti því fyrir mér hvort það sé vegna þess að það sé kominn nýr hópur fólks sem þurfi aðstoð, þ.e.a.s. einstaklingar í svo- kallaðri millistétt en ekki bara öryrkjar eins og síðustu ár. Aðuvitað eru miklu fleiri núna en öryrkjar sem eru fjárhagslega illa staddir í dag svo umræðan er eðlileg enda er ég ekki að segja að hún eigi ekki rétt á sér. En við megum ekki gleyma þeim sem hafa lent í sumarlokunum áður. Okkur á ekki að finnast það sjálf- sagt mál að fólk eigi að taka sér sumarfrí frá erfiðleikum sínum. Fjölskyldur þeirra þurfa líka sum- arfrí og því ekki rétt að það sé þagað um það eins og undanfar- in ár. Með þögninni erum við að gefa í skyn að mannauður þessa fólks sé ekki mikill og að okkur sé í raun og veru alveg sama. En okkur er ekkert sama er það? Lífið hefur kennt okkur að ólíklegasta fólk getur lent í erfið- leikum og ólíklegasta fólk getur orðið öryrkjar og þurft á aðstoð að halda. Ólíklegustu sjúklingar og heil- brigðir einstaklingar búa yfir miklum hæfileikum og við vitum aldrei hvert okkar mun þurfa á sameiginlegum sjóðum að halda. En hvorki ég, þú né nokkur er verri eða betri manneskja en annar og það býr styrkur í okkur öllum. Ef Landspítalinn og aðrar stofnanir ríkisins ætla að ná að styrkja starfsemi sína og bæta þjónustuna þá verða þær að nýta mannauðinn sem þar er. Það er okkar allra að breyta umræð- unni. Látum ekki veikindi villa okkur sýn, það leynist mannauður víða. Samfélagsmál Bergþór G. Böðvarsson fulltrúi notenda geðsviðs LSH Það hefur verið merkilegt að fylgjast með þeirri umræðu sem átt hefur sér stað vegna kaupa Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS Orku þar sem einstaka þingmenn VG hafa gengið svo langt að tengja stuðning sinn við ríkstjórnina við lyktir þess. Ríkið seldi árið 2007 Eitt af síðustu verkum Árna Mathiesen var að ákveða sölu á 15% hlut í HS fyrir hönd ríkis- stjórnar og að opinberum aðilum yrði meinað að kaupa. Sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn Reykjanesbæj- ar fögnuðu þessu og létu bóka í júlí 2007 að: „Samkomulagið trygg- ir jafnframt fyrstu skref í einka- væðingu orkufyrirtækja á Íslandi þar sem kraftar einkaframtaksins verða virkjaðir á sviði orkufram- leiðslu og sölu, með tilkomu GGE, sem hluthafa í HS.“ A-listinn, minnihlutinn í bæj- arstjórn, lagðist strax gegn þessu og lét bóka að: „Suðurnesjamenn verða notaðir sem tilraunadýr við einkavæðingu orkufyrirtækja, án þess að þeir hafi verið um það spurðir eða að gerð hafi verið til- raun til að ræða um með hvaða hætti þessi einkavæðing eigi að fara fram. Bæjarstjórnir sveit- arfélaganna hér á Suðurnesjum hafa algjörlega brugðist í þessu máli og hafa tekið skammtíma- sjónarmið fram yfir framtíðar- hagsmuni íbúanna.“ Ég minnist þess ekki að hafa fengið mikinn liðsauka frá þeim sem nú láta hátt til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta. Hitaveita Suðurnesja skiptimynt í REI-málinu Þegar að steypa átti HS inn í REI sagði ég í viðtali við Víkur- fréttir 3. október 2007 að „fréttir dagsins færa okkur sönnur á að Reykjanesbær með Árna Sigfús- son bæjarstjóra í broddi fylking- ar var eingöngu leiksoppur fjár- málajöfra í þeirri ætlan sinni að leggja undir sig HS.“ Við sama tilefni sagði bæjarstjórinn að: „Við munum á næstunni kynna í Reykjanesbæ þau verkefni sem við erum að semja um við hið nýstofnaða og sameinaða fyrir- tæki og það verða mjög jákvæð tíðindi,“ Höfðu menn áhyggjur af þessu? Ég man ekki eftir því. Orkulög mistök? Núgildandi orkulög eru að minni hyggju ófullnægjandi og duga hvorki til þess að að hafa áhrif á eignarhald orkufyrirtækja né heldur til þess að stjórna lengd þeirra um nýtingarrétt. Hafa þeir sem nú láta hátt séð ástæðu til þess að breyta þessu? HS orka seld einkaaðilum 2009 Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Reykjanesbær ákváðu í júlí 2009 að selja HS Orku til GGE og mætti það harðri andstöðu minnihluta bæjarstjórnar. Bókaði hann m.a um nýtingarrétt náttúruauðlinda, kúlulánið, um trúverðugleika GGE sem kaupanda og fl. og fl. Vegna ákvæða um forkaupsrétt var hægt að koma í veg fyrir að GGE eign- aðist þennan hlut. Fyrir því reynd- ist ekki vilji, þrátt fyrir fulla vitn- eskju þeirra sem nú hafa hátt. Í ágúst 2009 var boðað til sam- stöðufundar í Grindavík vegna þess að fyrirséð var að GGE var ekki hugað líf og möguleiki að skapast fyrir ríkið að leysa til sín hlutinn í gegnum skilanefndirn- ar. Á fundi með fjármálaráðherra sem haldinn var í framhaldinu var gefið vilyrði um að skoða leið- ir til þess að koma í veg fyrir að Magma Energy eignaðist þennan hlut. Ráðherra tók það hins vegar fram á þessum fundi að ríkið hefði ekki burði til þess að leysa þetta til sín vegna veikrar stöðu ríkis- sjóðs. Vaknað of seint Það fór svo að Magma keypti hlut- inn. Ýmsir gátu komið í veg fyrir það en gerðu það ekki. Þetta mál er ekki nýtt heldur hófst það árið 2006 þegar ríkisstjórn Íslands og meðreiðarsveinar hennar ákváðu einkavæðingu orkufyrirtækja með sölu á HS. Ég velti fyrir mér til- gangi þeirra sem eru tilbúnir til þess að leggja ríkisstjórn Íslands að veði til þess að koma í veg fyrir orðinn hlut. Hlut sem þeir sjálfir hafa haft möguleika á að stöðva um lengri tíð. Það er auðvitað gott að menn vakni en verra þegar menn vakna allt of seint. Vaknað af Þyrnirósarsvefni Magmamálið Guðbrandur Einarsson fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ Þeir sem veikir eru gefa þeim sem annast eða vinna í þeirra meðferð- armálum mikilvægt hlutverk og nærvera þeirra skiptir miklu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.