Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 18
18 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna NEYTENDUR Lækniskostnaður hefur hækkað mikið á síðustu tíu árum. Hækkanir eru misjafnar eftir und- irflokkum þjónustu, en verð á sér- fræðiaðstoð og almennri heilsu- gæsluþjónustu hefur hækkað hvað mest. Almenn heilbrigðisþjónusta hefur hækkað í verði um 137 pró- sent. Kostnaður við sérfræðiaðstoð lækna hefur aukist um 56 prósent, en verðið tók hátt stökk um áramót 2003 til 2004, eða um 84 prósent á einum mánuði, sökum þess að nýir samningar náðust ekki á milli sér- fræðilækna og Tryggingastofnun- ar ríkisins. Frá 1. janúar 2004 voru sjúkra- tryggingar ekki gildar fyrir meðal annars augnlækna, barna- lækna, bæklunarlækna, geðlækna, krabbameinslækna og kvensjúk- dómalækna. Samningar náðust þó í febrúar sama ár og verð lækkaði á ný samkvæmt því. Verðkannan- ir Hagstofunnar taka tillit til end- urgreiðslna frá tryggingastofnun- um. Skoðaðir eru almennir taxtar og uppgefið verð fyrir algeng- ar framkvæmdir og einnig eru neyslukannanir almennings tekn- ar inn í myndina. - sv Heimsmarkaðsverð á hveiti hefur hækkað um helming vegna þurrka í Rússlandi. Verð á öllu korni hækkar einnig. Mun meðal annars leiða af sér verðhækkanir á brauði, kexi, pasta, maís og korni. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslun- ar og þjónustu, segir að hækkun á heimsmarkaðsverði hvaða hrá- efnis sem er leiði óhjákvæmi- lega af sér verðhækkanir hér á vörum. „Þegar heimsmarkaðsverð á hveiti hækkar hefur það fyrr eða síðar áhrif á alla matvöru fram- leidda á einn eða annan hátt úr hveiti,“ segir Andrés. „Þetta er hin almenna regla og hún er allt- af að gerast.“ Andrés telur lík- legt að brauð, kex, pasta, dýra- fóður og allt annað tengt hveiti og kornvöru muni mjög sennilega hækka töluvert í verði. „Þetta eru markaðslögmálin í sinni tærustu mynd,“ segir hann. Bergþóra Þ orkelsdót t i r, framkvæmdastjóri Kornax og Líf lands, helstu innflytjenda ómalaðs hveitis á Íslandi, segir ekki orðið ljóst hversu miklar hækkanir muni eiga sér stað en hækkanir séu farnar af stað nú þegar í dönskum hveitimyllum. „Þessi gífurlega verðhækkun á korni á eftir að skila sér í hækk- unum á verði á brauði, kexi, maís, hveiti, pasta og fleiru,“ segir Bergþóra. „Korn er grunnafurð til dýraeldis þannig að það er ekki ólíklegt að hækkanir eigi eftir að skila sér í verðhækkun- um á kjötvörum.“ Bergþóra segir hækkanirnar vera eins og hverja aðra sveiflu sem gengur yfir, en muni vissulega koma sem högg inn á markaðinn hér á landi. Jóhann Felixson, formaður Landssambands bakarameist- ara, segir hækkunina vera afar slæma fyrir bakara í landinu. „Þetta getur þýtt allt að 15 til 20 prósenta hækkun á seldum vörum,“ segir Jóhann. „Matvæla- framleiðslan getur ekki tekið meira á sig án þess að hækka eins og staðan er í dag.“ Jóhann segir verðhækkanir á vörum geta verið yfirvofandi frá miðjum ágúst og varað í allt að eitt ár. „Ný hveiti- uppskera fæst á átta til tólf mán- uðum. Ef horfur til ræktunar eru góðar, gæti verðlagið lækk- að fyrr. Ef horfur eru slæmar, þá seinna.“ sunna@frettabladid.is Kemur sem högg inn íslenska markaðinn BRAUÐ Talið er að öll kornvara muni hækka í verði hér á landi. „Þar sem ég er með yfirgengilega litla fætur af karlmanni að vera þá hefur reynst mér þrautin þyngri að finna mér gott par af skóm í gegnum tíðina,“ segir Jens Fjalar Skaptason, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Gleði mín átti sér því engin takmörk þegar góð vinkona benti mér á vænan mann með svipaða álfafætur sem var að selja lítinn hluta af skóskápnum. Ég keypti af honum fjögur pör, nánast ónotuð, á þúsund krónur hvert, sem verður nú að teljast töluvert undir raunvirði.“ Önnur góð kaup sem standa upp úr hjá Jens eru tveir gullbrúnir stólar í anda sjö- unda áratugarins. „Ég fann þá í Hirðinum góða og keypti á þrjú þúsund krónur stykkið. Þeir hafa bæði prýtt svefnher- bergið og nú stofuna í nokkur ár og ber ég sérstakan hlýhug til þeirra.“ Verstu kaupin eru einföld í huga Jens. „Um daginn keypti ég fægiskóflu á tvö þúsund og sjö hundruð krónur. Það var vont.“ NEYTANDINN: Jens Fjalar Skaptason, formaður Stúdentaráðs HÍ Keypti skó af manni með álfafætur KORNÞRESKIVÉL Uppskerubrestur á hveiti í Rússlandi leiðir af sér um 50 prósenta hækkun á heimsmarkaðsverði. MYND/ÓLAFUR EGGERTSSON Þróun lækniskostnaðar miðað við vísitölu neysluverðs Sérfræðingar Önnur heilsugæsla Tannlæknar Heimilislæknar Vísitala neysluverðs Ja nú ar 2 00 0 Jú lí 20 00 Ja nú ar 2 00 1 Jú lí 20 01 Ja nú ar 2 00 2 Jú lí 20 02 Ja nú ar 2 00 3 Jú lí 20 03 Ja nú ar 2 00 4 Jú lí 20 04 Ja nú ar 2 00 5 Jú lí 20 05 Ja nú ar 2 00 6 Jú lí 20 06 Ja nú ar 2 00 7 Jú lí 20 07 Ja nú ar 2 00 8 Jú lí 20 08 Ja nú ar 2 00 9 Jú lí 20 09 Ja nú ar 2 01 0 Jú lí 20 10 200 150 100 50 0 -50 Heimild: Hagstofan Janúar 2004 166,2% Mars 2002 64,6% Febrúar 2002 -24,9% Júlí 2010 73,5% Janúar 2008 82,4% Kostnaður við heilbrigðisþjónustu hefur hækkað mikið síðustu tíu ár: Læknisþjónusta tvöfaldaðist í verði 2002 2004 2006 2008 2010 1. 68 4 kr ón ur 1. 60 1 kr ón ur 1. 95 8 kr ón ur 2. 54 0 kr ón ur 2. 59 9 kr ón ur Útgjöldin > Verð á barnaklippingu HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín ■ Steinn Óskar Sigurðsson kokka- landsliðsmaður „Það sem fer mest í taugarnar á mér þegar ég er að elda annars staðar en í mínu eldhúsi eru bitlausir hnífar. Það er gríðarlega mikill tímasparnaður fólginn í því að eiga nægilega beitta hnífa. Það er jafn- framt öruggara þar sem þú þarft ekki að taka jafn mikið á honum og svo fer það betur með grænmetið þegar það er skorið þar sem þú missir ekki allan safann úr því. Það er lykilatriði að halda hnífunum við reglulega og halda þeim beittum.“ GÓÐ HÚSRÁÐ HALDIÐ HNÍFUNUM BEITTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.