Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 16
16 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Hvað segir iðnaðarráðherra um Magma Energy og orkugeirann hér á landi? Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir umræðuna um Magma hafa snúist um of um einstaka kaupend- ur í stað stóru spurninganna. Setja þurfi ramma um orkumál Íslend- inga til framtíðar. Hún óttast ekki einkafjármagn í orkuframleiðslu. Mikill styr hefur staðið um kaup Magma Energy á HS orku og hefur ríkisstjórnin skipað starfshóp til að skoða einkavæð- ingu síðarnefnda fyrirtækisins. Henni er líka ætlað að leggja fram tillögur um fram- tíðartilhögun orkumála á Íslandi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að umræðan varðandi Magma hafi farið um víðan völl í stað þess að einblína á stóru álitamálin. „Mér finnst skorta að menn séu að ræða stóru álitamálin í þessu. Mér finnst menn hafa einblínt um of á þetta eina fyrirtæki. Þó að þetta fyrirtæki hætti við kaupin, ef menn fara þá leið, þá leysir það ekki kjarn- ann í því sem menn hafa verið að gagnrýna, sem er sá að þessi hlutur var einkavæddur og hann er í höndum einkaaðila. Þá þurfa menn að svara spurningunni: og hvað svo? Þá er auðvitað kjarninn í því að menn viti hvaða kostnað hinar mismunandi leið- ir muni hafa í för með sér fyrir ríkið og það er eitt af því sem rannsóknin mun bein- ast að.“ Katrín segist telja að ríkið ætti að tryggja sér forkaupsrétt á hlutnum, sem hægt væri að kaupa þegar betur áraði. Forkaupsrétt er hins vegar ekki hægt að nýta nema fyrir- tækið vilji selja og þeir gætu því átt hlutinn um langa hríð, ekki satt? „Jú, en þá væru þeir líka hér innanlands með fjármunina á meðan og með þessu væri komið í veg fyrir brask með hluti í fyrirtækinu.“ Einkafjármagn í framleiðslu „Ég hef áður sagt að ég er þeirrar skoðunar að ég er ekki hrædd við aðkomu einkaaðila að framleiðsluhlutanum, af því að búið er að tryggja eignarhald auðlindanna hjá opin- berum aðilum.“ Katrín segir mikilvægt að stytta leigu- tíma auðlindanna í lögum, takmarka verði þann tíma sem sveitarfélögin geti leigt auð- lindirnar frá sér. „Við þurfum líka að horfast í augu við það að opinber orkufyrirtæki eru að taka gríðarlega fjármuni að láni hjá erlendum lánadrottnum og ég veit ekki til þess að þar séu neinar góðgerðarstofnanir á ferð. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé betra að fá fjárfestinguna inn, til dæmis með verkefna- fjármögnun til skemmri tíma með opinber- um aðilum. Þessa grundvallarumræðu þurfum við að fara út í en hætta að hringsnúast í kring- um eina afleiðingu þessarar einkavæðing- ar frá 2007.“ Nú þekkjast ekki dæmi þess að raforku- verð hafi lækkað í kjölfar einkavæðingar og sumir vilja hreinlega leysa hlutina til ríkisins. Hvað finnst þér? „Mér finnst þetta vera mjög mikilvæg umræða sem við verðum að fara í gegnum og við þurfum að fara í gegnum þetta frá a-ö. Við erum ekki að tala um einkavæð- ingu á orkugeiranum, við erum að tala um aðkomu einkaaðila inn í framleiðsluna, sem er áhættusamasti hlutinn og þá ekki síst í jarðvarmanum. Þar komi inn fjármagn sem fjárfesting inn í framleiðsluhlutann, síðan er opinbert eignarhald á dreifiveitunum og auðlindunum sjálfum.“ En það hefur einnig áhrif á verðmynd- un. „Já klárlega, en ef við horfum til dæmis á HS orku, þá er þar um 6-7% af raforku- framleiðslu landsins. Aðrir raforkufram- leiðendur eru í höndum opinberra aðila, ríkisins og Orkuveitu Reykjavíkur. Þarna ríkir samkeppni á markaði og almenning- ur getur þá einfaldlega flutt sig með einu símtali á milli orkufyrirtækja.“ Ekki frekari einkavæðing En er eitthvað sem segir að önnur fyrirtæki fari ekki sömu leið og HS orka? „Já. Það sem stendur í vegi fyrir því er að það er skýr stefna okkar að ríkið er ekki að fara að selja sín fyrirtæki, bara engan veg- inn. Það hefur verið stefna þessarar ríkis- stjórnar frá upphafi og hefur verið stefna Samfylkingarinnar líka að við erum ekki að fara að selja okkar fyrirtæki. Svo má ekki gleyma því heldur að þegar lögunum var breytt 2008 var það gert vegna þess að búið var að einkavæða hluta af HS orku með auðlindum og dreifiveitu og öllu saman innanborðs. Þannig að sú aðgerð þýddi að auðlindirnar voru sóttar af opin- berum aðilum inn í fyrirtæki þannig að nú er eingöngu verið að ræða aðkomu opinberra Álitamál orkugeirans eru enn óleyst Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Katrín segir mjög spennandi hluti fram undan í Þingeyjarsýslum í tengslum við orkuöflun. „Þar er þessi verkefnastjórn búin að vera að vinna hörðum höndum og menn eru að prófa nýja aðferðar- fræði þar, ná mönnum þar saman sem eiga auðlindirnar og sveitarfélögun- um þarna á svæðinu og reyna að ná samstöðu um hvað þarna gerist. Þarna munu einhverjar niðurstöður koma í haust. Landsvirkjun er farin að líta á þetta svæði með auknum þunga.“ Til hvaða iðnaðar er þá horft? „Ég vel ekki þann iðnað. Ég ætla ekki að úttala mig um það, það verður gert í samráði við sveitarfélögin á svæðinu og það verður líka gert á viðskiptaleg- um forsendum. Ríkið fer ekki og sækir fyrirtæki, ríkið þarf að skapa umhverfi og við erum að gera það fyrir norðan með því að skipa þennan vinnuhóp og setja þetta í þennan feril og það er það sem við getum gert. Síðan er landsvirkjun auðvitað búin að setja mikið fé í rannsóknir í svæðinu og vill auðvitað fara að koma þeirri orku í vinnu í þágu atvinnuuppbyggingar þar.“ Ríkið sækir ekki fyrirtæki ÞEISTAREYKIR Miklar rannsóknir hafa átt sér stað á jarðhitasvæðinu að Þeistareykjum. Nú er unnið að því að koma orkunni þar í notkun. MYND/VÖLUNDUR aðila inn í framleiðsluhlutann sjálfan. Það finnst mér vera algjört lykilatriði.“ Katrín ítrekar að umræðan í sumar hafi ekki snúist um stóru álitamálin, heldur um mögulega vonda eða góða kaupendur að hlut sem þegar var einkavæddur. „Við eigum að vera í stóru spurningunum og þetta atriði finnst mér ekki skipta það miklu máli. Ég ætla ekki að segja til um hvort staðan eins og hún er núna, sú óvissa sem verið hefur um hlutinn og þar með eignarhald í vetur, sé eitthvað betri. Ég er ekki viss um að gagn- rýnendur þessara einstöku kaupa séu heldur á þeirri skoðun. Þess vegna finnst mér vanta umræðu um það.“ Auðlindirnar öruggar Munt þú styðja það, verði það niðurstaða nefndarinnar, að leysa til sín hluti í HS orku? „Ég styð allar góðar niðurstöður í því efni. Það eina sem ég hef að leiðarljósi er að íslenska þjóðin fái sem mest verðmæti út úr okkar auðlindum og við sköpum sem flest störf fyrir þessi verðmæti. Mér finnst að umræðan eigi að vera á þeim nótum. Þar verðum við að fara fordómalaust inn í þetta og átta okkur á því að við erum gerendur af því að við erum eigendur þessara auðlinda og þar með stjórnum við atburðarásinni.“ Sumir hafa sagt að 65 ára nýtingarrétt- ur að jarðorkuauðlind jafngildi eignarrétti, hægt sé að ganga nærri auðlindinni á þeim tíma. „Já, þú gætir það tæknilega, en þú getur það ekki vegna laga og reglna í landinu sem um þetta gilda. Það er alveg skýrt að ef menn ofnýta auðlindir, til dæmis jarðvarmaauð- lindir, þá gerir Orkustofnun athugasemdir við það og síðan eru sendar áminningar. Ráð- herra getur í kjölfarið afturkallað virkjana- leyfið. Það er því eftirlit með nýtingunni og ráðherra hefur heimild til að grípa inn í.“ Katrín segir líka litla hættu á að ætlunin sé að fullnýta auðlindina á skömmum tíma. Auk laga tryggi viðskiptasjónarmið það. „Það væri beinlínis óskynsamlegt fyrir þá sem nýta orkuna, vegna þess að þeir hljóta að vilja gera samninga til lengri tíma. Kaupend- ur orkunnar hljóta að gera athugasemdir ef eitthvað óöryggi er um afhendingu orkunnar. Það eru því tvær hliðar á því líka.“ En hvað er skynsamlegt og eðlilegt að leigja auðlindirnar lengi? „Mér finnst að við ættum að horfa til 20 til 30 ára í jarðvarma og lengri tíma í vatnsfall- inu, allt upp í 40 ár. Maður tengir þetta við afskriftartíma á virkjununum sjálfum.“ Áhugi erlendra fjárfesta Mikið hefur verið rætt um að laða erlenda fjárfesta hingað til lands, hvernig gengur sú vinna? „Það hafa mjög margir verið að skoða okkur og mjög lengi og enn eru þeir að skoða ísland sem voru hérna fyrir hrun, minni starfsemi eins og gagnaver og fleira slíkt. En ég get ekki lofað að handan hornsins sé einhver stór slíkur fjárfestir, en hins vegar eru margir minni að skoða ísland og margir minni eru að koma hingað og hafa verið að koma. Það má ekki gleyma þeim heldur.“ Katrín segist hafa mikla trú á smærri fjár- festingum, um of sé einblínt á stórar fjár- festingar í orkugeiranum. Nefna megi upp- bygingu Becromal á Norðurlandi og mikla uppbyggingu í tölvuiðnaði. Þá hafi orðið hér til fyrirtæki í efitrvinnslu stórra kvik- mynda. „Þegar menn tala um erlenda fjárfestingu þá erum við ekki endilega alltaf öll að tala um sama hlutinn. Ég haf alltaf viljað líta á málin í stærra samhengi heldur en bara ein- staka stórframkvæmd, þannig að það verður að segjast að við verðum einhvern veginn í þessari umræðu að finna þennan sameigin- lega flöt á því hvar umræðan á að byrja. Það er töluvert um að vera og það eru enn aðilar að skoða Ísland sem fjárfestingarkost og það er bara gott og vel. Sömuleiðis eru Íslending- ar líka farnir að sjá hag í því að jafnvel fara að stækka sína starfsemi. Ég nefni fyrirtæki á borð við Marorku og CCP og önnur svona hugverkafyrirtæki og það er jákvætt.“ Hefur óvissa varðandi Magma einhver áhrif á erlenda fjárfesta? „Orkugeirinn, úti um allan heim, hefur allt- af verið gríðarlega viðkvæmur fyrir einka- fjármagni, þannig að erlendir fjárfestar eða fjárfestar almennt, við eigum kannski ekki alltaf að vera að gera greinarmun á erlendum og innlendum, þeir vita þetta. Það sem er að gerast innan orkugeirans á ekki að hafa nein áhrif á það og ég hef ekki heyrt að svo sé.“ Katrín segir mikilvægt að bíða niðurstöðu pólitíska starfshópsins. „Hann er gríðar- lega mikilvægur. Því meiri upplýsingar sem rannsóknarhópurinn dregur fram, því betra fyrir umræðuna. Menn verða bara að bíða eftir því.“ EFTIR RÍKISSTJÓRNARFUND Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að ekki eigi að ræða Magma-málið út frá góðum eða slæmum kaupendum á hlut sem löngu var einkavæddur. Nær sé að leggja línur um hvert Íslendingar stefni í orkumálum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.