Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 39
bifhjól ●FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2010 7 Tvímælalaus kostur við að eiga vespu er sá að hægt er að sitja hana í alls kyns klæðnaði og jafn- vel í þröngu pilsi eða kjól. Ólíkt því þegar ekið er á mótorhjóli þarf ekki að sitja klofvega heldur situr ökumaðurinn líkt og í stól og lætur fæturna hvíla á palli. Ökumaður- inn getur því setið með krosslagða fætur ef því er að skipta þó að það sé kannski ekki æskilegt til lengd- ar enda mikilvægt að halda jafn- vægi. Þetta er líklega skýringin á því hvers vegna vespurnar eru jafn vinsælar hjá kvenþjóðinni og raun ber vitni. Þær eru líka hentugar til að komast úr og í vinnu enda lítið mál að aka þeim í vinnufötunum. Þó verður að slá þann varnagla að best er að vera búinn hlífðarfötum ef óhapp skyldi verða. - ve Á fullri ferð í sparifötunum Það er lítið mál að aka vespu í pilsi eða kjól. NORDICPHOTOS/GETTY Vespueigendur þurfa að kaupa lögboðnar ökutækjatryggingar sem bæta fjárhagslegt tjón gagn- vart þriðja aðila sem notkun öku- tækis veldur, bæði eignatjón og líkamstjón. Við hana má bæta kaskótrygginu sem er val hvers og eins. „Við ákvörðun iðgjalda er stuðst við iðgjaldaskrá félagsins sem tekur mið af stærð hjólsins. Aðrir þættir sem hafa áhrif á iðgjöld eru eigin áhætta, viðskiptasaga og tjónareynsla svo dæmi séu nefnd,“ segir María Guðmundsdóttir for- stöðumaður ráðgjafar og þjónustu hjá Sjóvá. Hún segir að sumum við- skiptavinum finnist þessar trygg- ingar vera dýrar. „Ástæðan er sú, þó að ökutækið sjálft valdi kannski ekki miklu tjóni geta slysin á öku- mönnum verið mjög alvarleg.“ - ve Lögboðnar tryggingar Ökukennsla og ökuskóli Ekill ehf • Holtateig 19 • IS 600 Akureyri • Sími: 461-7800 / 894-5985 • ekill@ekill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.