Fréttablaðið - 05.08.2010, Síða 39

Fréttablaðið - 05.08.2010, Síða 39
bifhjól ●FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2010 7 Tvímælalaus kostur við að eiga vespu er sá að hægt er að sitja hana í alls kyns klæðnaði og jafn- vel í þröngu pilsi eða kjól. Ólíkt því þegar ekið er á mótorhjóli þarf ekki að sitja klofvega heldur situr ökumaðurinn líkt og í stól og lætur fæturna hvíla á palli. Ökumaður- inn getur því setið með krosslagða fætur ef því er að skipta þó að það sé kannski ekki æskilegt til lengd- ar enda mikilvægt að halda jafn- vægi. Þetta er líklega skýringin á því hvers vegna vespurnar eru jafn vinsælar hjá kvenþjóðinni og raun ber vitni. Þær eru líka hentugar til að komast úr og í vinnu enda lítið mál að aka þeim í vinnufötunum. Þó verður að slá þann varnagla að best er að vera búinn hlífðarfötum ef óhapp skyldi verða. - ve Á fullri ferð í sparifötunum Það er lítið mál að aka vespu í pilsi eða kjól. NORDICPHOTOS/GETTY Vespueigendur þurfa að kaupa lögboðnar ökutækjatryggingar sem bæta fjárhagslegt tjón gagn- vart þriðja aðila sem notkun öku- tækis veldur, bæði eignatjón og líkamstjón. Við hana má bæta kaskótrygginu sem er val hvers og eins. „Við ákvörðun iðgjalda er stuðst við iðgjaldaskrá félagsins sem tekur mið af stærð hjólsins. Aðrir þættir sem hafa áhrif á iðgjöld eru eigin áhætta, viðskiptasaga og tjónareynsla svo dæmi séu nefnd,“ segir María Guðmundsdóttir for- stöðumaður ráðgjafar og þjónustu hjá Sjóvá. Hún segir að sumum við- skiptavinum finnist þessar trygg- ingar vera dýrar. „Ástæðan er sú, þó að ökutækið sjálft valdi kannski ekki miklu tjóni geta slysin á öku- mönnum verið mjög alvarleg.“ - ve Lögboðnar tryggingar Ökukennsla og ökuskóli Ekill ehf • Holtateig 19 • IS 600 Akureyri • Sími: 461-7800 / 894-5985 • ekill@ekill.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.