Fréttablaðið - 20.08.2010, Side 12

Fréttablaðið - 20.08.2010, Side 12
 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Fréttablaðið fjallar um seinleyst og óupplýst morðmál á Íslandi Áfanga lokið - Síðustu vinnubúðirnar á virkjanasvæðinu á Austurlandi heimsóttar. Náttúran sér um sína - Tími matarmikilla sveppa, safaríkra berja og annarra gjafa náttúrunnar er runninn upp. „Allir lifa í sæluvímu í Sumarlandinu“ - Viðtal við Grím Hákonarson, leikstjóra Sumarlandsins, í menningarblaði Fréttablaðsins. ÍRAK, AP Allar bardagasveitir bandaríska hersins eru nú farnar frá Írak, rúmum sjö árum eftir að innrásin hófst og Saddam Hussein var steypt af stóli. Enn eru þó 56 þúsund bandarísk- ir hermenn eftir í landinu, en þeir eiga ekki að taka þátt í bardögum heldur takmarkast hlutverk þeirra við að þjálfa írakska hermenn og lögreglumenn. Fyrir ágústlok eiga sex þúsund þessara hermanna í viðbót að yfir- gefa landið, standi Barack Obama Bandaríkjaforseti við loforð sitt um að einungis 50 þúsund hermenn verði í landinu eftir ágústlok. Hugmyndin er sú að þeir verði síðan allir farnir frá Írak að ári liðnu, en óvíst er hvort staðið verð- ur við það. Flestir voru bandarísku her- mennirnir í Írak um 170 þúsund í lok ársins 2007, en í byrjun 2010 voru þeir tæplega 100 þúsund. Önnur ríki hafa þegar kallað alla hermenn sína heim frá Írak. Átökin í Írak hafa kostað um 4.400 bandaríska hermenn lífið. Óvíst er hve mörg mannslíf stríð- ið hefur kostað í heild, en lægstu tölur sem nefndar eru hafa verið í kringum 100 þúsund. - gb Bandaríski herinn kallar síðustu bardagasveitir sínar frá Írak: Enn eru 50 þúsund eftir í Írak Á LEIÐ FRÁ ÍRAK Síðustu sveitir Bandaríkjahers kveðja. NORDICPHOTOS/AFP Seðlabanki Íslands þyrfti að svara fyrir það „mjög óvenjulega fyrir- komulag“, að upplýsingarnar voru ekki kynntar fyrir ráðherrum: „Ég frétti ekki af þessari skoðun eða þessari vinnu Seðla- bankans fyrr en all- nokkru eftir 1. júlí og í raun og veru sá ég ekki þessi álit fyrr en eftir að þau voru gerð opinber núna fyrir örfáum dögum,“ sagði hann þar, 10. ágúst. Þann 14. ágúst sagðist Gylfi svo hér í blaðinu engu hafa verið leyndur, heldur verið fylli- lega upplýstur um gang mála. „Ég var upplýstur um hina laga- legu stöðu með minnisblaði ráðu- neytisins og þessi óvissa var und- irstrikuð í minnisblöðunum öllum, sem aðeins dómstólar geta leitt til lykta. Hina lagalegu óvissu ítrek- aði ég um vorið í viðtölum við fjöl- miðla, í þinginu í júlí og margoft síðan,“ segir ráðherra. Sem þekkt er hefur Gylfi beðist velvirðingar á svari sínu við fyr- irspurn á Alþingi 1. júlí um geng- istryggð lán. Spurður hvort hann telji ástæðu til að biðja til dæmis Seðlabanka eða almenning afsökunar vegna ummælanna í Kastljósinu segir hann það „sjálfsagt að biðja alla þá sem málið varðar velvirðingar á því að leiðrétta þurfti upplýsingar sem áður komu fram, eftir að fyllri mynd gafst af atburðarásinni“. klemens@frettabladid.is STJÓRNMÁL Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra segist ekki hafa haft nægan tíma að kynna sér feril minnisblaðamálsins þegar hann sagði í Kastljósþætti RÚV, 10. ágúst, að þann 1. júlí hefði hann ekki vitað af vinnu Seðlabankans um lögmæti gengistryggingar. „Fyrir viðtalið við Kastljós 10. ágúst hafði ég aðeins skamman tíma til að kynna mér feril máls- ins vorið og sumarið 2009 en sú tímalína skýrðist betur eftir því sem leið á vikuna,“ segir Gylfi í tölvupósti. Ráðherrann var munnlega upp- lýstur seint í júní um að Seðlabank- inn hefði látið Lex vinna minn- isblað um verðtryggingu. Hann segir að þetta hafi verið kynnt fyrir honum þannig að þau væru lögleg en álitamál væri hvort „sum myntkörfulán“ væru þess háttar lán eða ekki. „Það sem Sigríður Logadóttir bætti við frá Seðlabankanum ber ekki á góma sérstaklega fyrr en um haustið, líklega í ágúst,“ segir Gylfi. Minnisblað Sigríðar fjallar mestanpart um að bannað sé að gengis- tryggja krónulán. Minn- isblað Lex fjallar um heim- ildir til verðtryggingar í íslenskum krónum. Á RÚV sagði Gylfi að Gylfa skorti tíma til að kynna sér málið Viðskiptaráðherra biðst velvirðingar á því að þurft hafi að leiðrétta upplýsingar sem hann gaf í Kastljósviðtali. Hann hafi ekki náð að kynna sér feril málsins. Þar sagðist hann ekki hafa vitað af vinnu Seðlabankans en vissi þó sumt. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, segir „forystumenn Sjálf- stæðisflokksins“, Bjarna Benediktsson og Björn Bjarnason, skjóta langt yfir markið með því að krefjast afsagnar Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra. Málið snúist um álit tveggja lögfræðinga á efni sem vitað var að yrði ekki skorið úr um nema fyrir dómstólum. „Kröfur um afsögn viðskiptaráðherra af þessu tilefni eru fráleitar. Hins vegar hafa nýlega komið upp aðstæður þar sem mikilvægum upplýsingum var haldið frá Alþingi og ríkisstjórn að ekki sé talað um þjóðina og eru það alvarlegar að réttlæta afsögn þeirra sem ábyrgð bera á leyndinni. Bjarni Benediktsson og Björn Bjarnason voru báðir á vettvangi en sögðu ekkert og gerðu ekkert,“ segir Kristinn. Hann vísar hér til að upplýsingum um alvarlega stöðu bankanna var haldið leyndum frá almenningi árið 2008. Um þetta megi lesa í Rannsóknarskýrslunni. Birni og Bjarna væri nær að gera hreint fyrir sínum dyrum en að veitast að þeim sem eru að hreinsa til eftir fallið. Fráleitar kröfur um afsögn Gylfa GYLFI MAGNÚSSON Viðskipta- ráðherra biðst velvirðingar á því að þurft hafi að leiðrétta orð hans í viðtali RÚV. IÐNAÐUR Bandaríska arkitektastof- an Choi+Shine fékk nýverið árs- verðlaun Arkitektasamtakanna í Boston (The 2010 Boston Society of Architects Award) fyrir hug- mynd að burðarvirkjum fyrir háspennulínur sem unnin var fyrir Landsnet árið 2008. Hönn- unin kallast „Land of Giants“ og var innlegg stofunnar í sam- keppni sem Landsnet blés til það ár. Fjallað er ítarlega um hug- myndina á vef Wired í Bretlandi í gær, en hún vekur athygli fyrir að háspennulínumöstrin eru í mannsmynd og hægt að láta „manneskjurnar“ vera í mismun- andi stellingum. Guðmundur Ingi Ásmunds- son, aðstoðarforstjóri hjá Lands- neti, segir ólíklegt að slíkar hug- myndir muni verða að veruleika hér á landi í bráð þar sem engar framkvæmdir eru í gangi. Þó hafi Landsnet sett upp nokkur skraut- möstur við Kárahnjúka á sínum tíma. Þegar framkvæmdir hefjast á ný segir Guðmundur ekki ólík- legt að skoðuð verði ný hönnun á skrautmöstrum, þó sé ekkert búið að ákveða í þeim efnum. - óká, sv VERÐLAUNAHUGMYND Wired fjallar ítarlega um háspennulínumöstur sem rætt var um að reisa hér. MYND/CHOI+SHINE Hugmynd að háspennulínum verðlaunuð í Bandaríkjunum: Háspennulínur í mannsmynd

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.