Fréttablaðið - 20.08.2010, Page 27

Fréttablaðið - 20.08.2010, Page 27
FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2010 Söngkonan Rúna Stefánsdóttir held- ur sólótónleika í Risinu að Tryggva- götu 20 í kvöld. Hún var aðalba- krödd í uppfærslunni á Rocky Horror árið 1995, hefur tekið þátt í fjölda Broadway-sýninga, þar á meðal sem forsöngvari í hinni fjölsóttu Abba-sýningu, og verið bakrödd í Eurovision. Að þessu sinni stígur hún fram sem aðalnúm- erið. „Mig hefur lengi langað til að halda eigin tónleika en núna fyrst tel ég mig almennilega tilbúna til þess. Ætli megi ekki segja að ég sé svona „late bloomer“, segir hún og bætir því við að hún vonist að minnsta kosti til þess að hún komi til með að blómstra. Rúna mun syngja lög úr smiðju Randy Crawford, Stevie Wonder, Cheryl Crow, Prince og fleiri. „Ég gaf mér góðan tíma til að velja lögin og er afar ánægð með útkom- una,“ segir Rúna sem lofar grúví stemningu. Með henni leika Ingv- ar Alfreðsson á hljómborð, Pétur Valgarð á gítar, Ólafur Kristjáns- son á bassa og Helgi Víkingsson á trommur. Rúna segir tónleikana einungis upphafið að því sem koma skal hjá henni og bandinu og að hún sé komin til að vera. „Ég ætla að halda eins tónleika á Akureyri og í Vestmannaeyjum og svo hef ég hug á því að safna saman efni og gefa út plötu.“ Rúna söng inn á sína fyrstu sólóplötu árið 2004. Platan heitir Rúna og inni- heldur lög eftir Einar Oddsson. Undanfarin ár hefur Rúna sungið Abba- og diskóprógramm með söng- tríóinu Primadonnur. Þá hefur hún tvisvar tekið þátt í undankeppni Eurovision og hún var bakrödd hjá Selmu Björnsdóttur þegar hún lenti í öðru sæti með All out of luck í Ísrael árið 1999. Rúna segir vel koma til greina að hún taki þátt í undankeppninni á ný. „Ég hef verið að dunda við að semja og er aldrei að vita nema ég sendi inn lag.“ vera@frettabladid.is Stígur fram í sviðsljósið Rúna Stefánsdóttir hefur lengi verið viðriðin söng og tekið þátt í fjölda söngsýninga. Hún var bakrödd hjá Selmu Björnsdóttur í Ísrael á sínum tíma en núna stígur hún fram sem aðalnúmerið. Rúna syngur lög úr smiðju Stevie Wonder, Cheryl Crow, Prince og fleiri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LaugardagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 INNTÖKUPRÓF FYRIR 14 ÁRA OG ELDRI 23 - 25 ÁGÚST Skráning í síma 534-9030 eða mail: bryndis@ballet.is KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN HVATNING - METNAÐUR - ÁRANGUR WWW.BALLET.IS KENNSL A HEFST 23 OG 30 . ÁGÚST 1.990 • 3.990 • 4.990 AÐEINS ÞRJÚ VERÐ Í BÚÐINNI 50—70% AFSLÁTTUR NÝ SENDING AF SKOKKUM BEINT Á ÚTSÖLUNA Sími 534 0073 Erum með opið á lau. kl. 11—16

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.