Fréttablaðið - 20.08.2010, Side 41
FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2010 25
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja
lesendur til að senda línu og
leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf
skulu vera stutt og gagnorð.
Tekið er á móti efni á netfanginu
greinar@frettabladid.is eða á
vefsíðu Vísis, þar sem finna má
nánari leiðbeiningar. Ritstjórn
ákveður hvort efni birtist í
Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta
eða í heild. Áskilinn er réttur
til leiðréttinga og til að stytta
efni.
Á síðustu árum hafa skotið upp kollinum gömul mál þar sem
ásakanir á hendur fyrrverandi
biskupi Íslands um kynferðisof-
beldi koma við sögu.
Þegar ásakanirnar á hendur
biskupi komu fram var ég í guð-
fræðinámi, sótti safnaðarstarf í
Langholtskirkju og sinnti barna-
starfi í afleysingum. Ég átti barn
hjá dagmömmu í hverfinu. Við
urðum góðir kunningjar og einn
daginn trúði hún mér fyrir því að
biskup Íslands, sem hefði m.a. gift
þau hjónin hefði leitað á hana kyn-
ferðislega með nokkuð alvarleg-
um hætti. Hún sagði mér að þetta
hefði legið á henni lengi og nú
þegar hún ætti að ferma drenginn
sinn í kirkjunni þar sem hann væri
biskup liði henni enn þá verr með
þetta mál. Nokkru síðar sagði hún
mér að hún hefði ákveðið að reyna
að gera eitthvað í málinu, stuttu
seinna varð málið að blaðamáli.
Þessi kona kom ekki fram í fjöl-
miðlum. Hún var ekki að leita að
athygli heldur frekar að viður-
kenningu á því að á henni hefði
verið brotið. Konan leitaði til
sóknarprests og varð þannig hluti
af öðru deilumáli á þessum tíma,
eftir það voru orð hennar enn frek-
ar dregin í efa. Ég vildi eins og lík-
lega aðrir innan kirkjunnar halda
mér til hlés og ræddi þetta ekki
mikið við hana. Í háskólanum og
í kirkjunni hlustaði ég á umræður
um málið. Ég heyrði mæta menn
segja hluti eins og „þær mega nú
bara vera upp með sér að biskup-
inn sýni þeim áhuga“ og „ég hef
sjálfur borðað með biskupinum og
talað við konuna hans og þau eru
bæði yndislegt fólk, þess vegna
getur þetta ekki verið satt“. Fyrst
hélt ég að kirkja myndi standa með
konunum. Eftir að hafa hlustað á
samræður í nokkurn tíma grun-
aði mig að hún gæti ekki tekist á
við málið. Eftir því sem ég hlust-
aði meira varð ég sannfærðari um
að lítið yrði gert.
Undir það síðasta þegar konan
var orðin mjög þreytt á fjölmiðla-
umfjöllun og grófu umtali stoppaði
hún mig úti á götu. Hún sagði mér
frá baráttu sinni og því álagi sem
því hefði fylgt. Að síðustu sagð-
ist hún vera í góðu sambandi við
presta og taldi víst að kirkjan ætl-
aði að standa með henni og finna
leið út úr málinu. „Vertu bara ekki
of viss um það,“ sagði ég að lokum.
Það var einkennileg stund þegar
við kvöddumst. Kannski vissum
við þá báðar að lítið yrði gert, það
er erfitt að eiga við kunningjasam-
félagið.
Ég er ekki viss um að kirkjan
geti bætt upp þann trúverðugleika
sem hún hefur misst á síðustu
árum. Til kirkjunnar leita margir í
neyð og allur hálfsannleikur rýrir
það traust sem nauðsynlegt er við
slíkar aðstæður. Opin umræða,
öflug barátta, afdráttarlausar yfir-
lýsingar og skýrar verklagsreglur
verða að vera í forgangi. Ef kirkj-
an notar ekki alla sína krafta til að
leita sannleikans í hverju máli er
málið tapað. Þó ég sé guðfræðing-
ur hef ég ekki starfað sem slík og
ekki hef ég heldur kynnt mér verk-
ferla innan kirkjunnar, en þegar
málin horfa svona fyrir áhugasöm-
um leikmanni, þá hlýtur eitthvað
að vera að.
Skila verkferlar gegn kynferðisofbeldi árangri?
Núna eru nokkur uppsjávar-vinnsluskip að búa til mikil
verðmæti úr makríl sem leitað
hefur inn í íslenska landhelgi.
Þetta er fisktegund sem íslensk-
ir útgerðarmenn hafa engan
nytjarétt á, því það eru sjómenn
í nágrannaríkjum okkar sem
hafa nýtt þennan stofn fram að
þessu. Íslensk stjórnvöld ákváðu
að gefa einhliða út 130.000 tonna
kvóta til þessara veiða og bundu
veiðarnar að þessu sinni við
að makríllinn yrði unninn til
manneldis sem er mikil fram-
för frá seinustu tveimur árum
þar sem honum var mokað upp
í bræðslu til þess að skapa við-
komandi útgerðum veiðireynslu.
Þetta er mikil búbót fyrir þær
útvöldu útgerðir og sjómenn sem
njóta þeirra forréttinda að fá
að nýta þennan kvóta. Háseta-
hluturinn á bestu skipunum er
líklega 100 til 200 þúsund á dag
og skipstjórarnir eru líklega að
taka inn eina milljón á dag. Þó
sjómenn séu allra góðra gjalda
verðir þá eru þessi laun úr öllu
samhengi við laun flestra ann-
arra í þessu landi.
Hvers vegna var þessi kvóti
ekki seldur til útgerðanna og
þannig fengið endurgjald sem
runnið hefði í sameiginlega sjóði
þjóðarinnar í stað þess að láta
fáa útvalda útgerðarmenn og
sjómenn sitja eina að þessum
nýfengnu verðmætum?
Nokkur
orð um
skiptingu
auðlinda
þjóðarinnar
Sjávarútvegur
Hanna Lára
Steinsson
félagsráðgjafi
Kirkjan
Inga Sigrún
Atladóttir
sóknarnefndarmaður í
Kálfatjarnarkirkju
... verk- og tæknifræðingum til starfa. Í boði eru spennandi störf í alþjóðlegu umhverfi.
Mikil erlend samskipti. Mjög góð laun. Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík
bjóða nám sem veitir ungu fólki aðgang að þessum störfum.
Íslenskt atvinnulíf árið 2015
óskar eftir...