Fréttablaðið - 20.08.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 20.08.2010, Síða 42
26 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Ólafía Aðalsteinsdóttir klífur hæsta fjall Alpanna í Vestur-Evrópu, Mont Blanc þennan dag, fyrst íslenskra kvenna. Fjallið rís rúmlega 4.810 metra yfir sjávarmál og var fyrst klifið árið 1786 af Jacques Balmat og dr. Michel Paccard. Fyrsta konan til að klífa fjallið hét Marie Paradis en hún stóð á toppnum árið 1808. Mont Blanc þýðir hvíta fjallið og er það stundum kallað Dame Blanche eða hvíta lafðin. Það liggur á landamær- um Frakklands og Ítalíu og liggja í gegnum það jarðgöng og hraðbraut. Mont Blanc er vinsæl áskorun fjallaferðamanna en árlega klífa fjallið um 20.000 manns. Klifurleiðin er talin frekar auðveld vel þjálfuðu fjallaklifurfólki þó löng sé. Þó lendir árlega fjöldi fólks í vandræðum á algengustu gönguleiðunum upp fjallið en á köfl- um er hækkunin mikil og nauðsynlegt að vera undir það búinn. ÞETTA GERÐIST: 20. ÁGÚST 1975 Íslensk kona klífur Mont Blanc ÓLAFÍA AÐALSTEINSDÓTTIR Á MONT BLANC 1975 „Ég stofnaði stofuna hér á Lauga- veginum fyrir 25 árum og þá var umhverfið hér töluvert annað en það er í dag,“ segir Jökull Jörgensen hár- greiðslumeistari og eigandi hársnyrti- stofunnar Amadeus á Laugavegi 62. „Þetta var fyrir opnun Kringlunnar og kaupmenn hér sátu einir að kökunni ef svo má segja. Laugavegurinn tók síðan á sig þungt högg þegar kaup- menn hlupu til, opnuðu í Kringlunni og lokuðu hér niðri í bæ,“ rifjar Jök- ull upp. Sjálfur hélt hann tryggð við Laugaveginn gegnum súrt og sætt og sér nú merki þess að gatan sé að sækja í sig veðrið. „Mér fannst alltaf ósanngjarnt hvað Reykvíkingar voru fljótir að tala Laugaveginn niður. Á Þorláks- messu koma allir hingað niður í bæ og á menningarnótt fyllist gatan af fólki. Það er gott að vera á Laugaveginum því hér sér maður til sólar sem maður gerir ekki inni í verslunarmiðstöð.“ Jökull segir það skemmtilega iðn að vera hársnyrtir. Á löngum ferli hefur hann eignast hóp fastakúnna sem koma ekki einungis reglulega til að fá hár sitt snyrt heldur líka til að ræða málin í stólnum. Á stofunni er ekki að finna nein hárgreiðslublöð eða mynd- ir á veggjum heldur vill Jökull fá að rabba við viðskiptavinina um hvað á að gera við hár þeirra. „Það skapast ákveðin nánd við við- skiptavininn með því að spjalla svona saman því fólk þarf að geta treyst manni sem það hleypir með vopn í höfuðið á sér. Eftir svona mörg ár með fólk í höndunum þá er maður líka orð- inn hálfgerður sálfræðingur og leys- ir ýmis vandamál með viðskiptavin- inum. Maður fer inn í hausinn á fólki líka, ef fólk vill það, en það er ekkert eins þreytandi og sígjammandi hár- greiðslumaður. Enda er ég stoltastur af því að vita hvenær ég á að þegja.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Jökli var hann í miðju kafi við að mála stof- una í hressandi rauðum lit og skipu- leggja tónleika í tilefni afmælisins á menningarnótt. „Ég er bassaleikari í hljómsveit- inni Thin Jim and the Castaways og við verðum með tónleika hér á stof- unni. Við höfum gert það undanfarnar menningarnætur, hendum bara öllu út og stofan fyllist af fólki. Þetta er allt mjög líbó og skemmtilegt. Núna verða með okkur Páll Rósinkrans, Margrét Eir, Fabúla og fleiri, og auðvitað kaffi á könnunni.“ heida@frettabladid.is HÁRGREIÐSLUSTOFAN AMADEUS: FAGNAR 25 STARFSÁRUM Á LAUGAVEGINUM Veit hvenær ég á að þegja HÁLFGERÐ SÁLFRÆÐI Jökull segir skemmtilega nánd skapast milli hársnyrtis og viðskiptavinar í stólnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BENJAMIN HARRISON BANDA- RÍKJAFORSETI FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1833 „Við Ameríkanar höfum ekkert umboð frá Guði til að ráðskast með heiminn.“ Benjamin Harrison var 23. forseti Bandaríkjanna. Hann sat í embætti frá árinu 1889 til ársins 1893. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem ættaður er frá Indiana. MERKISATBURÐIR: 1612 Átta konur og tveir karl- menn hengd fyrir galdur í í bænum Lancaster. 1888 Þingvallafundur haldinn um stjórnarskrármálið. 1898 Hótel Valhöll á Þingvöll- um vígt. 1914 Þjóðverjar ná Brussel á sitt vald í fyrri heimsstyrj- öldinni. 1933 Fyrsti bíllinn sem ekur yfir Sprengisand kemur að Mýri í Bárðardal. 1944 Reykjavíkurborg tekur við rekstri Strætisvagna Reykjavíkur hf. 1960 Senegal klýfur sig úr Malí- sambandinu. 1982 Halldóra Filippusdóttir klífur Eldey fyrst kvenna. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Guðrún Halldórsdóttir frá Vörum í Garði, Sléttuvegi 13, Reykjavík, verður jarðsungin frá Útskálakirkju í Garði föstudaginn 20. ágúst kl. 14.00. Sigurbjörn Tómasson Þorvaldur Þ. Sigurbjörnsson Halldóra Konráðsdóttir Sigurður S. Sigurbjörnsson Pálmar Breiðfjörð Tómas Páll Þorvaldsson Edda Þuríður Hauksdóttir Arna Björk Þorkelsdóttir Þórarinn Viðar Sigurðarson Guðrún Halldóra Sigurðardóttir Konráð Pétur Konráðsson Rakel Elísabet Tómasdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Sveinsdóttir Ljósheimum, Selfossi, sem lést mánudaginn 16. ágúst 2010, verður jarðsungin frá Selfosskirkju þriðjudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtarfélagið. Kristín Hultgren Lahbib Mekrani Sveinbjörg Þóra Brynjólfsdóttir Alfreð Guðmundsson Björn Brynjólfsson Sigríður Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og systir, Árelía Þórdís Andrésdóttir (Dísa), Smyrlahrauni 45, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 8. ágúst, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 20. ágúst kl. 13.00. Leifur Rósinbergsson Leifur Þór Leifsson Sigrún Jónsdóttir Róbert Leifsson, Anna María Leifsdóttir, Róbert Ragnar Grönqvist, Karl Kristján Leifsson, Angeline Theresa Thomas, barnabörn og systkini. MOSAIK Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erla Magnþóra Magnúsdóttir Asparási 12, Garðabæ lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 17. ágúst. Hermann Guðjón Hermannsson Inga Erna Hermannsdóttir Samúel Páll Magnússon Jón Bjarni Hermannsson Anna María Valtýsdóttir Hermann Hermannsson Kristinn Þór Hermannsson Íris Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Ólafsdóttir á Kirkjubæjarklaustri andaðist á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum miðvikudaginn 18. ágúst. Útför hennar fer fram frá Prestbakkakirkju laugardaginn 28. ágúst kl. 14. Lárus Valdimarsson Sólrún Ólafsdóttir Einar Ólafur Valdimarsson Jóhanna Sigurðardóttir Elín Anna Valdimarsdóttir Haukur Valdimarsson Hrefna Sigurðardóttir Trausti Valdimarsson Gréta Fr. Guttormsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.