Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2010, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 20.08.2010, Qupperneq 43
FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2010 27 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, S. Halla Hansdóttir Engihjalla 11, Kópavogi, lést að kvöldi 14. ágúst á líknardeild L.S.H. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 24. ágúst kl 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarsjóð Landakots deild L-5. Jónína Guðmundsdóttir Brynjólfur Erlingsson Þröstur Guðmundsson Unnur Heimisdóttir Ástþór Guðmundsson Valgerður Jónsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn Oddur Benediktsson prófessor, Lambhaga 12, Álftanesi, lést á Líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 17. ágúst. Útför verður auglýst síðar. Hólmfríður R. Árnadóttir og fjölskylda. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður, stjúpföður, tengdaföður og afa, Ólafs Berg Bergsteinssonar Grandavegi 47 Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Hjúkrunar- heimilinu Grund fyrir frábæra umönnun og vináttu. Steinunn Stefánsdóttir Sigurbergur M. Ólafsson Ragnhildur Bergþórsdóttir Sigríður V. Ólafsdóttir Hafþór Halldórsson Kristján G. Ólafsson Stefán Oddsson barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Helgason, múrarameistari, Seljalandsvegi 40, Ísafirði, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði, laugar- daginn 14. ágúst s.l., verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju, laugardaginn 21. ágúst kl. 14.00. Steinunn Margrét Jóhannsdóttir Jóhann Einars Guðmundsson Júlíana Bjarndís Ólafsdóttir Kristjana Guðmundsdóttir Hulda Guðmundsdóttir Herbert Sveinbjörnsson Bára Guðmundsdóttir Kristinn Þór Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ólafur Andrésson Þórólfsgötu 5, Borgarnesi, er látinn. Þórey Sveinsdóttir Sigríður Ólafsdóttir Árni B. Sveinsson Fanney Ólafsdóttir Stefán Haraldsson Stefanía Ólafsdóttir Bragi J. Ingibergsson barnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær föðursystir okkar Jóna Steinbergsdóttir Hríseyjargötu 9, Akureyri lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 17. ágúst. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 25. ágúst kl. 13.30. Steinberg Ríkarðsson Hildur Ríkarðsdóttir Heimir Ríkarðsson Reynir Ríkarðsson Ástkær eiginmaður minn Kjeld Nørgaard Gyvelvej 8, Nørresundby, Danmörku lést 15. ágúst. Útförin fer fram frá Nørresundbykirkju föstudaginn 20. ágúst kl. 13. Freyja Kristjánsdóttir Nørgaard. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Stefánsson Hvassaleiti 25, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 18. ágúst. Steinunn D. Sveinsdóttir Laufey Jónsdóttir Birgir Árnason Ingileif Jónsdóttir Rudiger Seidenfaden Sveinn Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, afa og langafa, Benedikts Gröndal Hjallalandi 26 Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2B á Hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun. Heidi Jaeger Gröndal Jón Gröndal Dóróthea Emilsdóttir Einar Gröndal Guðrún Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. Íslandsmeistarmótinu í hrútadóm- um lauk fyrir skemmstu og stendur Elvar Stefánsson frá Bolungarvík uppi sem sigurvegari í flokki vanra hrúta- þuklara. Hann hefur margoft keppt í þuklinu og náði meðal annars öðru sæti árið 2005. Hann hlaut verðlaunagrip- inn Horft til himins, sem er tileinkað- ur minningu Brynjólfs Sæmundssonar ráðunautar á Hólmavík, til varðveislu í eitt ár auk fjölda annarra verðlauna. Keppendur í flokki vanra þuklara voru 28 en í flokki óvanra 43, í allt 71 þátttakandi sem er nýtt met. Hrútarnir sem voru dæmdir voru þeir Spaði, Grafar, Hvellur og Fleyg- ur. Þeir eru allir í eigu Jóns Stefánsson- ar á Broddanesi nema sá síðastnefndi sem er í eigu Matthíasar Lýðssonar í Húsavík. Framkvæmdin var með þeim hætti að sérvalin nefnd ráðunauta og hrútaþuklara tók til skoðunar og rað- aði hrútunum í gæðaröð. Yfir röðinni hvíldi leynd og var takmark keppenda að komast sem næst röðinni í gæðamati sínu. Þeir sem kepptu í flokki vanra þuklara þurftu að gefa hrútunum stig og raða þeim í gæðaröð en hinum óvönu dugði að raða. Í öðru sæti í flokki vanra þuklara lenti Björn Torfason sem varð íslands- meistari árin 2003 og 2008 og í þriðja sæti var Eiríkur Helgason sem hreppti titilinn árið 2004. Í flokki óvanra þuklara fór Brynja Bjarnfjörð Magn- úsdóttir með sigur af hólmi með aðstoð hinnar þriggja ára gömlu Emmu Ýr Kristjönudóttur frá Hólmavík. Meðal verðlauna voru 5, 10 og 15 skammtar af hrútasæði frá Sauðfjársæðingastöð Vesturlands. -ve Metþátttaka á Íslandsmóti í þukli HRÚTAÞUKLARI ÁRSINS Elvar með verðlaunagripinn. Honum á hægri hönd stendur Björn Torfa- son sem lenti í öðru sæti og til vinstri er Eiríkur Helgason sem var í því þriðja. Tíu ár eru frá því að nýtt aðalsafn Borgarbókasafns Reykjavíkur opnaði í Gróf- arhúsi. Gestir safnsins á menningarnótt eru í tilefni af því hvattir til að setjast niður á safninu og skrifa kveðjur, semja vísur, teikna myndir eða koma með til- lögur. Safnið skaffar efni og kveðjurnar verða til sýnis jafnóðum og þær verða til. Ýmislegt fleira verð- ur á dagskrá í aðalsafninu á menningarnótt. Þar sem yfirskrift menningarnæt- ur að þessu sinni er „stræt- in óma“ verður lögð áhersla á ljóðlistina og koma ljóð til með að óma í hverju horni safnsins. Á meðal þess sem verður í boði er ljóð á labbi og greitt til hliðar, krakka- vísur og könguló á háum hælum. Nánari upplýsingar á www.borgarbokasafn.is. - mmf Aðalsafnið fagnar tíu ára afmæli TÍU ÁRA Aðalsafnið í Grófarhúsi heldur upp á afmæli sitt á menn- ingarnótt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.