Fréttablaðið - 18.09.2010, Side 33

Fréttablaðið - 18.09.2010, Side 33
matur [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ] Eftirréttir á borðum Nönnu Rögn-valdardóttur matgæðings fara eftir því í hvernig skapi hún er hverju sinni, veðrinu og matnum sem hún var að borða á undan. Stundum koma dagar þar sem hana lang- ar í eitthvað frísklegt, ávaxtasalat og slíkt, en óhollari útfærslur verða oftar fyrir valinu. „Minn smekkur er svolítið mikið út í súkkulaði- og karamellusukk, svona oftast nær. Ég er hins vegar ekki hrifin af dísætum eft- irréttum þannig að þessir eftirréttir eru ekki ein sykurleðja. Og ef ég er með eitt- hvað mjög sætt þykir mér gott að hafa eitthvað skarpt bragð með, svo sem sítr- ónukrem eða ávexti,“ segir Nanna. Nanna útbjó tvo eftirrétti fyrir Frétta- blaðið. Fyrri uppskriftin er úr væntan- legri bók, Smáréttir Nönnu, fingramat- ur, forréttir og freistingar. Réttirnir eru allir smáréttir en hægt er að stækka þá upp og gera þá að aðalrétti eða eftirrétti, eins og Nanna gerir hér með pekanböku með búrbonrjóma. „Sukkið í þessari uppskrift er púðursykur og síróp og svo pekanhneturnar, sem eru mjög fiturík- ar þótt hægt sé að telja sér trú um að þær séu hollar. Bökurnar eru einfald- ar og jafnvel hægt að kaupa bökudeig- ið tilbúið. Hinn rétturinn, tvílitur súkk- ulaðibúðingur, er tilbrigði við búðing sem ég geri oft og er alltaf vinsæll. Ég hef reyndar líka gert ís eftir þeirri upp- september 2010 Uppáhald Elvis Elvis Presley var mikill matmaður og flaug eitt sinn langar leiðir vegna þess að hann langaði í samloku með hnetusmjöri, sultu og beikoni. SÍÐA 6 FRAMHALD Á SÍÐU 4 Sukkað eftir kvöldmat Eftirréttir eru oft þeir bitar sem flestir bíða með mestri óþreyju eftir. Nanna Rögnvaldardóttir og Sigurður Ívar Sigurðs- son hristu fram úr erm- unum eftirrétti úr smjöri, sykri, súkkulaði, sírópi, og fleiru ómótstæðilegu. Yfir sjónvarpinu Jóhann Friðgeir Valdimarsson gefur uppskrift að túnfisksalati sem gott er að borða með tortilla- flögum yfir sjónvarpinu. SÍÐA 2 RÝMINGARSALA Á ELDHÚSTÆKJUM ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR Rýmum fyrir nýjum vörum og bjóðum því eldhústæki með allt að 70% afslætti. Ofnar, viftur, háfar og helluborð í hæsta gæðaflokki frá merkjum á borð við DeDietrich, Brandt, Blomberg og –– ––––––––––– Mjög takmarka ð magn!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.