Fréttablaðið - 15.10.2010, Page 13
FÖSTUDAGUR 15. október 2010 13
FRÉTTASKÝRING: Skýrsla AGS um skatta og niðurskurð
Óli Kristján
Ármannsson
oka@frettabladid.is
Á siminn.is sérðu hvort þitt heimili hefur aðgang að Sjónvarpi Símans.
Til að ná Sjónvarpi Símans þarf að hafa ADSL tengingu hjá Símanum.
Mesta úrval landsins
heima í stofu
Það er
Fyrir aðeins 790 kr. á mánuði færðu opnu, íslensku stöðvarnar og þrjár
erlendar. Einnig færðu SkjáBíó þar sem þú getur leigt þér þúsundir bíómynda
og auk þess séð sjónvarpsþætti og úrval efnis á 0 kr.
Fáðu þér Sjónvarp Símans í 800 700, siminn.is eða í næstu verslun.
Sjónvarp Símans:
Sími
Netið
Sjónvarp
Niðurstöður úr reiknilíkani
AGS benda til þess að hag-
vöxtur verði meiri, verði
hlutfall niðurskurðar hjá
ríkinu aukið á kostnað
skattahækkana. Aðhald
launaútgjalda ýti undir
hærra atvinnustig, en
kalli á samstarf við
verkalýðsfélög.
Aðgerðir í fjármálum hins opin-
bera sem byggja í meiri mæli á
niðurskurði en skattahækkun-
um leiða til merkjanlega aukins
hagvaxtar, samkvæmt þjóðhags-
reiknilíkani Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins (AGS).
Í skýrslu sendinefndar AGS í
tengslum við þriðju endurskoðun
efnahagsáætlunar Íslands segir
að aðgerðir í fjármálum hins opin-
bera sem byggðu að 80 prósentum
á niðurskurði og að fimmtungi á
skattahækkunum myndu að lík-
indum skila 0,25 prósentustigum
meiri hagvexti á árunum 2011 til
2015 en blönduð leið sem byggði
til jafns á niðurskurði og gjalda-
hækkunum. Þá myndi slík leið
skila 0,75 prósentustigum meiri
hagvexti en leið þar sem áhersla
væri meiri á aukna skattheimtu.
Vísað er til þess að stjórn-
völd geri ráð fyrir því að marka
stefnuna í ríkisfjármálum núna í
haust.
Þá kemur fram í skýrslunni að til
þess að ná markmiðum um aðhald
í ríkisfjármálum til miðlungslangs
tíma verði að koma til viðbótar-
aðhaldsaðgerðir sem nemi þrem-
ur prósentum af landsframleiðslu
á árunum 2012 og 2013.
„Á Íslandi er breið samstaða
um að í aðgerðunum eigi að vera
jafnvægi milli tekjuauka ríkisins
og niðurskurðar útgjalda. Mun
minni samstaða er um til hvaða
aðgerða eigi að grípa,“ segir í
skýrslunni. Þar kemur jafnframt
fram að stjórnvöld og sendinefnd
sjóðsins hafi verið sammála um
að ólíkar nálganir í aðhaldi í
ríkisfjármálum fælu í sér ólíka
þjóðhagslega niðurstöðu, með hlið-
sjón af séríslenskum aðstæðum.
Þannig gæti óhóflega mikil
áhersla á fjármagns- og fyrir-
tækjaskatta sett fjárfestingu
skorður, en snörp hækkun neyslu-
skatta myndi valda tímabundinni
verðbólgu, sem um leið myndi
auka verðtryggðar skuldir. Þá
myndi ofuráhersla á niðurskurð
opinberrar fjárfestingar hafa nei-
kvæð áhrif á fjárfestingu í einka-
geira og viðvarandi langtíma-
vöxt.
„Áhersla á aðhald launa og rétt-
indagreiðslna gæti haft góð áhrif
á vinnumarkaðinn, haldið aftur af
launakostnaði og ýtt undir hærra
atvinnustig,“ segir í skýrslu AGS.
Sú leið er þó sögð kalla á áfram-
haldandi samstarf við verkalýðs-
félög.
MÓTMÆLI AGS vekur mismikla hrifningu hjá fólki. Myndin er frá mótmælum í sumar
gegn aðkomu sjóðsins hér. Fulltrúar sjóðsins segjast vera stjórnvöldum til ráðgjafar
um leiðir í efnahagsmálum. Ákvarðanir séu hins vegar stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Aðhald eflir hagvöxtinn meira en skattar
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
fór yfir þróunina í afkomu ríkisins frá árinu
2004 til 2009 og áætlaða útkomu áranna
2010 til 2013 samkvæmt forsendum
fjárlagafrumvarpsins og langtímaáætlunar í
ríkisfjármálum, á fjármálaráðstefnu sveitar-
félaganna Hótel Nordica í gær.
Í máli hans kom fram hvernig neikvæð
áhrif samdráttar í tekjum ríkissjóðs muni,
þegar jafnvægi í ríkisfjármálum verður náð
aftur, hafa í för með sér að það verði við
talsvert lægra hlutfall af landsframleiðslu en
áður. Hann sagði í þróuninni felast að aðrir
málaflokkar ríkisstarfseminnar verði að láta
undan síga vegna ruðningsáhrif stóraukinna
vaxtagjalda og atvinnuleysisútgjalda.
„Á hinn bóginn er ljóst að skuldir
íslenska ríkisins munu halda áfram að
vaxa þangað til jafnvægi hefur verið náð í
ríkisrekstrinum. Við stefnumörkun í þessum
efnum þarf því að horfa til mjög langs tíma,
fram yfir kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar,“
sagði Steingrímur, en áréttaði um leið
að gangi eftir að aðhald verði nægilegt í
ríkisútgjöldunum og hagvöxtur glæðist í
þeim mæli að tekjuhlið ríkissjóðs styrkist
eins og reiknað hafi verið með, þá muni
verða góður afgangur á heildarafkomunni í
lok tímabilsins. „Sá afgangur mun þá geta
gengið til þess að lækka skuldastöðuna
og þar með vaxtabyrðina. Samhliða því
ætti að verða hægt að byggja
aftur upp þjónustukerfi
og velferðarnet hins
opinbera smám
saman, en þá á
nýjum og endur-
skipulögðum
grundvelli.“
Þjónusta og velferðarnet
á nýjum grunni
Niðurstaða aðhaldsaðgerða ríkisins næstu þrjú ár
Aðgerðir 2011 2012 2013
í milljónum króna talið
Tekjur 11.000 - -
Útgjöld 32.000 - -
Heildaráhrif 43.000 36.000 9.500
sem prósenta af þjóðarframleiðslu
Tekjur 0,6 - -
Útgjöld 1,9 - -
Heildaráhrif 2,5 2,0 0,5
Heimild: Skýrsla sendinefndar AGS eftir þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar.