Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 15.10.2010, Qupperneq 22
22 15. október 2010 FÖSTUDAGUR AF NETINU Ísland eyðir í NATO Spurt er hvers vegna Ísland sé í Nató. Það er góð spurning. Ef ekki vegna andstöðu við þátttöku í hern- aði. Þá kannski vegna aðhalds í ríkisrekstri. Framlög Íslands til Nató hækka um 158% milli ára skv. umfjöllun Andrésar Magnússonar og Gísla Freys Valdórssonar í Viðskipta- blaðinu í dag. Úr 103 milljónum í 266 millj- ónir. Það eru nokkur störf í heil- brigðiskerfinu. andres.eyjan.is Andrés Jónsson Var Bjarni Harðarson hæfastur? Bjarni Harðarson var örugglega einn hæfasti ef ekki hæfasti umsækj- andinn um stöðu upplýsingafulltrúa. Fyrir utan feril sem ritstjóri og blaðamaður meira og minna síðustu 30 árin er Bjarni rithöfundur, hefur háskólapróf í Þjóðfræði og háskólanám í fleiri fögum, hefur þriggja áratuga reynslu af félagsmálum og óumdeilda reynslu í stjórnmál- um, er vel gefinn, bráðvel að sér, þrælglöggur og hraðvirkur. Ég sé ekki í fljótu bragði nokkurn sem hefði faglega betur verið kominn að þessari stöðu. blog.eyjan.is/baldurkr Baldur Kristjánsson Alveg varð ég steinhissa þegar vinur minn Edward H. Huij- bens sagði aðspurður í sjónvarps- viðtali, í tilefni þeirra gleðitíðinda að byggja ætti nýtt og glæsilegt hótel hér á Akureyri, að ekkert benti til þess að ferðamönnum myndi fjölga í bænum á næstunni. Því væri hið mesta óráð að standa í þessari uppbyggingu enda kæmi það bara niður á þeim sem fyrir væru í hótelrekstri. Með þessum línum vil ég koma því á framfæri að ég og margir Akureyringar sem ég hef talað við erum algjör- lega ósammála þessu viðhorfi og teljum slíka neikvæðni eina helstu ástæðu þess að okkur tekst ekki sem skyldi að efla atvinnulífið og fjölga störfum í okkar góða bæ. Ein þeirra atvinnugreina sem mestar vonir eru bundnar við er ferðaiðnaðurinn. Ýmislegt hefur verið gert til að efla hann og nægir að minna á lengingu flugbrautar- innar, umbætur við höfnina fyrir skemmtiferðaskip, nýjan alþjóðleg- an íþróttavöll, glæsilega aðstöðu í Hlíðarfjalli sem fólk þyrpist til á veturna og síðast en ekki síst menningarmiðstöðina Hof, sem opnar mikla möguleika á alþjóðleg- um ráðstefnum og listviðburðum allan ársins hring. Allt eru þetta góðar grunnstoðir til enn frek- ari sóknar, sem auðvitað verður að samræma og skipuleggja með öflugri markaðssókn í Evrópu og víðar. Vitað er að áhugi er mikill, til dæmis í Þýskalandi, að fljúga beint til Akureyrar og þaðan aftur til baka eftir að hafa notið bæjar- ins, nágrannabyggðanna og hinn- ar óviðjafnanlegu náttúru Norð- urlands. En þrátt fyrir allt þetta er ein alvarleg hindrun sem ryðja þarf úr vegi áður en lengra er hald- ið. Það er skortur á hótelrými. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ýmsir hópar, innlendir og erlendir, hafa þurft frá að hverfa vegna skorts á hótelplássum á Akureyri. Svona er ástandið í dag og því hafa þjónustufyrirtæki á þessu sviði séð tækifæri í því að bæta við hótelum og leggja til þess fram eigin fjármuni – ekki opinbera. Þetta er auðvitað mikið gleðiefni og forsenda þess að eitthvað þýði að auglýsa bæinn sem ferðamanna- bæ og stefna að stóraukningu á því sviði næstu ár og áratugi. Að rýna ofan í tölur gærdagsins þegar verið er að horfa til framtíðar í þess- um efnum er ekki boðlegt; ungt og menntað fólk á að hafa víðari sjóndeildarhring en það. Sjálfur hef ég þá trú að ferðaiðnaðurinn muni færa bænum mínum mikinn fjölda starfa í viðbót við þau sem fyrir eru. En þá verðum við líka að vinna skipulega að því að hrinda úr vegi fyrirstöðum og flöskuháls- um hjá okkur sjálfum um leið og markaðsstarfið erlendis verður styrkt til muna. Enn fremur þarf að losna við það íhaldssama við- horf að fleiri geti ekki komið að verki og stækkað kökuna, aukið veltu og fjölgað störfum í blóm- legri atvinnugrein við ysta haf. Að tala sig til athafnaleysis Ferðaþjónusta Ragnar Sverrisson kaupmaður Í viðtali á Bylgjunni þann 4. októ-ber sl. lýstir þú yfir furðu þinni á upphæð grunnframfærslu sveit- arfélaganna en hún flakkar á milli 120-126 þúsund króna eftir sveitar- félögum. Nefndir þú að einn helsti þáttur þess að sporna gegn fátækt væri að hækka framfærsluna enda ekki raunhæft að áætla að 120 þús- und krónur dugi til að einstaklingar nái endum saman. Slíkri yfirlýsingu frá velferðar- ráðherra ber að fagna sem viður- kenningu um þá staðreynd að í dag er ekki hægt að ætlast til þess að einstaklingur geti framfleytt sér á 120 þúsund krónum á mánuði. Hins vegar felst í réttmætri gagn- rýni þinni á sveitarfélögin ákveðin afneitun sem ráðherra í núverandi ríkisstjórn. Réttast væri að athuga fyrst hvaða grunnframfærslu sam- ráðherrar þínir geri ráð fyrir að dugi einstaklingum. Lánasjóður íslenskra námsmanna er ríkisstofnun og er grunnfram- færsla sjóðsins ákveðin í úthlut- unarreglum hans sem mennta- málaráðherra samþykkir. Byggist framfærslan að meginstefnu til á þeim fjárframlögum sem ákveðin eru í fjárlögum. Úthlutunarreglur LÍN gera ráð fyrir að grunnfram- færsla einstaklings í leiguhúsnæði sé aðeins 120.720 kr. sem er einmitt sama upphæð og grunnframfærsla sveitarfélaganna. Það er því ljóst að sveitarfélögin geta skýlt sig á bak við þessi viðmið ríkisins um grunn- framfærslu þegar þau er gagnrýnd. Í áraraðir hefur grunnframfærsla LÍN verið undir öllum velsæmis- mörkum. Framfærslugrunni sjóðs- ins hefur verið varpað fyrir róða og sjóðurinn þar með viðurkennt að námslánin byggjast ekki á fram- færsluþörf einstaklings heldur því hversu miklu fjármagni honum er veitt hverju sinni. Stúdentar hafa ítrekað bent á að umrædd grunn- framfærsla dugi hreinlega ekki en hafa ekki, fyrr en nú, feng- ið skýra viðurkenningu á því frá ráðamönnum þjóðarinnar. Líkt og fram hefur komið fögnum við orðum þínum en bendum þér og háttvirtum menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, á að eðlileg- ast væri að ríkið sýndi fordæmi og lagfærði eigin grunnframfærslu áður en farið er að beina spjótum að sveitarfélögunum. Það er okkar ein- læga von að þú fylgir orðum þínum eftir og beitir þér fyrir hækkun grunnframfærslu námslána. Opið bréf til Guð- bjarts Hannessonar Menntamál Gabríela Unnur Kristjánsdóttir hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ Sigurður Kári Árnason fulltrúi Stúdentaráðs HÍ í stjórn LÍN Í áraraðir hefur grunnframfærsla LÍN verið undir öllum velsæmismörkum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.