Fréttablaðið - 15.10.2010, Page 52
15. október 2010 FÖSTUDAGUR24
timamot@frettabladid.is
Í dag eru 140 ár liðin frá fæðingu tónskáldsins Árna Thor-
steinsson (1870-1962). Af því tilefni verða áður óþekkt lög
eftir hann frumflutt á tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld
klukkan 20. Söngvararnir Gunnar Guðbjörnsson og Ólaf-
ur Kjartan Sigurðarson flytja lögin við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar.
„Þetta er mikill fengur fyrir tónlistarunnendur, en Árni
var okkar fremsti sönglagahöfundur,“ segir Jónas, sem fékk
handritin í hendur eftir að þau komu fram. „Það finnst allt-
af öðru hvoru eitt og eitt óþekkt verk eftir tónskáld eins
og Mozart eða Vivaldi, sem bætir þó engu við höfuðverkin
sjálf. Í þessu tilfelli koma fram í kringum tuttugu lög sem
gefa öðrum góðverkum Árna ekkert eftir og eru viðbót við
það sem áður er þekkt.“
Jónas segir Árna hafi samið lög á árunum frá 1900 til 1921
eða 1922. Þá virðist sem hann hafi hætt að semja, kannski
vegna tímaskorts, en Árni var ljósmyndari að atvinnu og rak
ljósmyndastofu, starfaði í banka og fleira. Jónas segist þó
lengi hafa grunað að fleiri lög væru til eftir Árna.
„Í ævisögu Árna sem hann skrifaði sjálfur, Harpa minn-
inganna, koma fram titlarnir á flestum þessara laga í skrá
sem er yfir verkin hans í bókinni. Ég hafði aldrei séð þessi
lög og hef þó brasað í þessu í fimmtíu ár. Mig grunaði því að
þau biðu einhvers staðar,“ segir hann og bætir við að lögin
sem frumflutt verði nú séu rómantísk með miklar og breið-
ar sönglínur. „Þau klæða raddir þeirra Gunnars og Ólafs
Kjartans mjög vel,“ segir hann. Einnig verða flutt þekkt
lög eftir Árna svo og lög sem hafa komið út en hafa sjaldan
verið flutt. heida@frettabladid.is
ÁRNI THORSTEINSSON TÓNSKÁLD:
140 ÁR FRÁ FÆÐINGU HANS
Flytja áður
óþekkt lög Árna
Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Jónas Ingimundarson píanóleikari ásamt
söngvurunum Ólafi Kjartani Sigurðarsyni og Gunnari Guðbjörnssyni.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug
vegna andláts
Önnu Kristjönu
Þorláksdóttur (Stellu)
Hrísmóum 1, Garðabæ.
Þorlákur Ásmundsson Halla Sigurjónsdóttir
Sigurður Stefánsson
og barnabörn.
Systir mín og móðir okkar,
Eva María Magnúsdóttir McCook
lést 6. október 2010 í Jacksonville í Florida.
Margrét Magnúsdóttir
Magnús McCook Leonard McCook
Linda McCook David McCook
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Borghild Edwald
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 10. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
Sigrún Þórarinsdóttir
Kristján Þórarinsson
Bergsveinn Þórarinsson Heiðdís N. Hansdóttir
Ásta María Þórarinsdóttir Garðar Þorleifsson
barnabörn og langömmubörn
Eiginmaður minn og faðir okkar
Jón M. Baldvinsson
lést á heimili sínu þann 1. okt. sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hólmfríður Guðmundsdóttir, Svanborg, Sólrún og Sigrún.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Svanhildur Erla
Benediktsdóttir
Tjarnarbraut 22, Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn
10. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju,
mánudaginn 18. október, kl. 13.00.
G. Hafsteinn Ögmundsson
Anna Margrét Hafsteinsdóttir Friðrik K. Jónsson
Bjarki Birgisson
Agnes Jónsdóttir Árni Sigurðsson
Silvía Jónsdóttir Björgvin Karl Haraldsson
Emelía Hafsteinsdóttir Elís Óttar Jónsson
barnabörn og aðrir aðstandendur
Kærar þakkir færum við öllum sem
sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu
við útför vinar, föður, afa og bróður,
Jóhannesar Ingólfs
Jónssonar
rafvirkjameistara, Hlíðarhúsum 7.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og vinum á deild
1B og öðrum sem önnuðust hann á Hjúkrunarheimilinu
Eir fyrir góða nærveru og umönnun.
Ólöf Sigríður Stefánsdóttir
Ásta Guðrún Jóhannesdóttir
Jón Kristinn Jóhannesson
barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Kristófer Þorgeirsson
sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
laugardaginn 9. október, verður jarðsunginn frá
Borgarneskirkju mánudaginn 25. október kl. 14.00.
Ólína Jóhanna Gísladóttir
Björg Hólmfríður Kristófersdóttir Þórður B. Bachmann
Gísli Kristófersson Þóra Ragnarsdóttir
Þorgeir Kristófersson Inga Pétursdóttir
Einar Kári Kristófersson Kolbrún Karlsdóttir
afa- og langafabörn.
Ástkær faðir okkar, bróðir og mágur,
Þröstur Rafnsson
frá Neskaupstað,
lést á heimili sínu á Reyðarfirði 3. október sl. Útförin
fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn
15. október klukkan 13.00.
Sunna Þrastardóttir
Valdís Anna Þrastardóttir
Einar Rafnsson Ragnheiður Thorsteinsson
Auður Rafnsdóttir Geir Oldeide
Hörður Rafnsson Karítas Jónsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
Magnús K. Geirsson
rafvirki, Lækjasmára 6, Kópavogi,
sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 7. október,
verður jarðsunginn mánudaginn 18. október
kl. 13.00 í Bústaðakirkju.
Bryndís Magnúsdóttir
Geir Magnússon Áslaug S. Svavarsdóttir
Unnur Magnúsdóttir Daníel Helgason
Guðlaugur Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabarn.
MOSAIK
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
JÓHANNES SVEINSSON KJARVAL (1885-1972) listmálari fæddist þennan dag
„Ef þú vilt koma í veg fyrir að vera gagnrýndur, þá skaltu ekkert gera,
ekkert segja og ekkert vera.“
Merkisatburðir
1894 Alfred Dreyfus er handtekinn og sakaður um njósnir. Þetta er
upphafið á Dreyfus-málinu.
1940 Strandferðaskipið Esja kemur til Reykjavíkur frá Petsamo í
Finnlandi með 258 íslenska ríkisborgara, sem höfðu lokast
inni í Evrópu vegna stríðsins.
1975 Fiskveiðilögsaga Íslands er færð úr úr 12 sjómílum í 50. Bret-
ar mótmæla sem fyrr og lýkur samningum við þá í júní 1976.
1979 Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins undir forsæti Benedikts
Gröndal tekur við völdum og situr í tæpa fjóra mánuði.
1983 Samtök íslenskra skólalúðrasveita eru stofnuð.
1946 Hermann Göring fremur sjálfsmorð aðeins nokkrum klukku-
tímum fyrir áætlaða aftöku hans.
1951 Gamanþátturinn I Love Lucy með Lucille Ball er frumsýndur í
Bandaríkjunum.
1990 Mikael Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hlýtur friðarverðlaun
Nóbels.