Fréttablaðið - 15.10.2010, Side 66

Fréttablaðið - 15.10.2010, Side 66
 15. október 2010 FÖSTUDAGUR N1-deild karla: FH-Selfoss 31-25 (20-14) Mörk FH (skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 7 (11), Ásbjörn Friðriksson 6 (13), Hermann Ragnar Björnsson 5 (8), Logi Geirsson 4/1 (5/1), Bjarki Jónsson 3 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (3), Benedikt Reynir Kristinsson 2 (6), Þorkell Magnússon 1 (1), Bogi Eggertsson 0 (1). Varin skot: Pálmar Pétursson 18, Daníel Andr- ésson 6 Hraðaupphlaup: 7 (Hermann 2, Ólafur, Benedikt, Ásbjörn, Bjarki, Þorkell) Fiskuð víti: 1 (Hermann) Brottvísanir: 10 mínútur Mörk Selfoss (skot): Atli Kristinsson 8 (15), Ragnar Jóhannsson 8/3 (17/3), Árni Steinþórsson 4 (6), Guðni Ingvason 2 (3), Helgi Héðinsson 2 (8), Einar Héðinsson 1 (4), Guðjón Drengsson 0 (4), Eyþór Lárusson 0 (3) Varin skot: Birkir Bragason 18 Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Árni 2, Guðni) Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Ragnar) Brottvísanir: 6 mínútur Afturelding-Haukar 22-23 (12-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 8 (15) , Þorkell Guðbrandsson 5 (5), Jón Andri Helgason 2 (3), Arnar Theodórsson 2 (3), Ásgeir Jónsson 2 (2), Reynir Ingi Árnason 1( 1), Hrafn Ingvarsson 1 (3), Jóhann Jóhannsson 1 (4) Varin skot: Hafþór Einarsson 15. Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Hrafn Ingvarsson) Fiskuð víti: 4 (Ásgeir Jónsson 2,Þorkell Guð- brandsson, Jón Andri Helgason) Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 10 (18), Guðmundur Árni Ólafsson 4 (9), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Freyr Brynjarsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (3) Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (5), Einar Örn Jónsson 1(1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 5 (11), Aron Rafn Eðvarðsson 4 (12). Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Heimir Óli, Guðmundur Árni) Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli 3, Freyr Brynjarsson 1) Brottvísanir: 16 mínútur Valur-HK 28-33 ÚRSLIT Fólk á ekki að taka lán fyrir öðru en húsnæði og menntun - Pétur Blöndal ræðir um viðfangsefnin í pólitíkinni og útlistar sínar leiðir út úr vandanum. Ekkert feimnismál - Sífellt fleiri karlar fara í ófrjósemis- aðgerðir. Harpa er hættulegur staður - Dr. Dragan Klaic segir að opinber menningarstarfsemi sé hverju lýðræðissamfélagi nauðsynleg en núverandi fyrirkomulag sé staðnað og úrelt. „Gerrard og Torres eru toppnáungar“ - Guðlaugur Victor Pálsson og Kristján Gauti Emilsson um lífið hjá Liverpool. Arkitektúr á heimsmælikvarða - Íslensk danska arkitektastofan KRADS atkvæðamikil á alþjóðavettvangi. HANDBOLTI „Við byrjum þetta vel og erum á fínu skriði. Við vissum að ef við myndum spila okkar besta leik og þeir sinn besta þá myndum við vinna,“ sagði Pálmar Péturs- son, markvörður FH, eftir að liðið vann Selfoss á heimavelli sínum í gær 31-25. Hafnarfjarðarliðið er með fullt hús að loknum þremur umferðum og hefur unnið alla leiki sína ansi sannfærandi. „Við erum mjög yfirvegaðir en samt vel stemmdir. Markmið okkar eru skýr og við möllum þetta bara fínt,“ sagði Pálmar sem varði 18 skot í leiknum. „Selfyssingar eru með fínt lið og þeir keyra enda- laust á mann. Meðan önnur lið hefðu kannski hætt eftir að hafa lent einhverjum tíu mörkum undir þá halda þeir áfram og maður getur aldrei leyft sér að slaka á.“ Leikurinn byrjaði með mikilli baráttu og nýliðarnir frá Selfossi sáu til þess að jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínúturnar. Þegar staðan var 4-4 kom mjög slæmur kafli hjá gestunum sem voru full ragir. Næstu fimm mörk voru frá FH- ingum þrátt fyrir að þeir voru um tíma einum færri. Eftir þetta var í raun aldrei spurning hvernig leikurinn færi. FH-ingar leiddu með sex mörk- um í hálfleik og það var einnig munurinn á liðunum í leikslok. Selfoss reyndist engin fyrirstaða fyrir Hafnarfjarðarliðið sem hefði getað unnið stærri sigur en slakaði á undir lokin. Stemningin er mikil hjá FH, bæði innan sem utan vallar en áhorfendur létu vel í sér heyra í gær. „Það fylgir oft þegar gengur vel. Þá er bæði gaman í klefanum og stúkunni. Liðsheildin er flott, grunnurinn er frá því í fyrra en svo skemmir ekki fyrir að fá Loga [Geirsson] inn í þetta. Hann er leiðtogi innan vallar sem utan,“ sagði Pálmar. Næsta verkefni hjá FH-ingum er bikarleikur gegn Völsungi á Húsavík en þar er Pálmar uppal- inn. „Ég hef eiginlega ekki hugs- að um annað síðan bikardráttur- inn fór fram. Ég er því gríðarlega ánægður með að hafa náð að klára síðustu leiki,“ sagði Pálmar. „Ég hlakka alltaf til að spila en þetta er algjörlega sérstök gulrót fyrir mig. Ég held að ég hafi verið sá eini sem var ánægður með að taka Húsavíkurferð. En ég býst við fullri höll, hörku stemningu og flottum leik. Ég spái því að liðið sem tekur þennan leik endi uppi sem bikarmeistari!“ elvargeir@frettabladid.is FH-vélin mallar áfram FH-ingar halda áfram á sömu braut í N1-deild karla en þeir áttu ekki í miklum vandræðum með Selfoss í gær. Eftir tíu mínútur var leikurinn eign FH-inga. STERKUR Ásbjörn Friðriksson átti fínan leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÖLL SUND LOKUÐ FH-ingar hleyptu nýliðum Selfoss ekki upp með neitt í Kaplakrika í gær. FH-ingar ósigraðir á toppi N1-deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Íslandsmeistararnir í Haukum unnu góðan sigur á nýlið- um Aftureldingar, 22-23, í mikl- um háspennuleik í gærkvöldi. Björgvin Hólmgeirsson skoraði sigurmarkið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Stemningin í Mosfellsbæ var með hreinum ólíkindum eins og svo oft áður en það dugði ekki til fyrir heimamenn að þessu sinni þó svo þeir hafi aldrei gefist upp í leiknum. „Þetta voru tvö virkilega góð stig,“ sagði Björgvin Hólmgeirs- son, hetja Hauka, eftir leikinn. „Það verður gríðarlega erfitt fyrir lið að koma hingað og ná í stig. Við spiluðum langar og skyn- samar sóknir og náðum að koma boltanum í netið á réttum augna- blikum. Í lokin var bara stillt upp í ákveðið kerfi þar sem ég átti að skjóta og ég negldi boltanum í netið. Þetta var frábær sigur fyrir okkur eftir að hafa drullað vel á okkur í síðustu umferð,“ sagði Björgvin ánægður eftir leikinn en hann skoraði tíu mörk í leiknum. Gunnar Andrésson, þjálfari Aft- ureldingar, var virkilega svekkt- ur eftir leikinn enda fengu hans menn engin stig þrátt fyrir hetju- lega baráttu. „Þetta var grátlegt hérna í lokin. Mér fannst við líklegir til þess að vinna leikinn um miðjan seinni hálfleik þegar við vorum komn- ir þremur mörkum yfir. Síðan kemur slæmur kafli hjá okkur og við náum ekki að skora í sjö mínút- ur. Það var hreinlega of dýrt fyrir okkur þegar upp var staðið.“ - sáp Íslandsmeistarar Hauka sluppu með skrekkinn: Björgvin bjargaði Haukum fyrir horn TVÖ STIG Heimir Óli og félagar prísuðu sig sæla með stigin tvö í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.