Fréttablaðið - 16.10.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 16.10.2010, Síða 6
6 16. október 2010 LAUGARDAGUR 15.000 tonna síldarkvóti Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tekið ákvörðun um að úthluta 15.000 lesta afla í sumargotssíld fyrir fiskveiðiárið 2010/2011. Er það upphafsúthlutun í sumargotssíld fyrir fiskveiðiárið en ákvörðun um endanlega úthlutun heildarafla liggur ekki fyrir. SJÁVARÚTVEGUR FRÉTTASKÝRING Þarf að breyta leigumarkaðnum? „Bankar og Íbúðalánasjóður verða að taka sig saman og búa til félag sem kaupir fasteignir og setur á laggirnar þróað leigufélag. Það gæti verið í eigu lífeyrissjóða, verkalýðs- félaga eða fjárfesta,“ segir Svanur Guðmundsson, formaður Félags löggiltra leigumiðlara og fram- kvæmdastjóri leigumiðlunarinnar Húsaleiga.is. Fréttablaðið sagði í vikunni teikn á lofti um að íbúðafélög að norrænni fyrirmynd, sem keypti fasteignir og leigði þær áfram, væru í mótun. Svanur tekur undir að þörfin sé mikil á þróuðu íbúðaleigukerfi; fram til þessa hafi það verið bund- ið félagslegu leiguhúsnæði sveitar- félaga og Búsetakerfi auk leigu- íbúða háskólanema. Nú hafi almenni leigumarkaðurinn eflst mikið. Þeir sem hafi misst íbúðarhúsnæði sitt í hendur bankanna síðustu mán- uði þurfi á leiguhúsnæði að halda. Þá kjósi margir að leigja fremur en að kaupa fasteignir. Bankarnir hafi ekki komið til móts við þörfina; þeir virðist fremur vilja eiga tómar íbúðir en bjóða þær til leigu. Svanur segir að samtímis því sem eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi aukist umfram framboð skorti mik- ilvægar upplýsingar um hana. „Ég barðist fyrir því heillengi að láta taka saman upplýsingar um fjölda leigusamninga,“ segir Svanur. Af því varð ekki og því liggur ekkert fyrir um stöðu leigumarkaðarins. Svanur segir að þegar íbúðaverð hafi tekið að rjúka upp fyrir nokkr- um árum hafi verið nauðsynlegt að stíga fyrstu skrefin í átt að breyttu íbúðaleigukerfi. Það hafi ekki verið gert. Afleiðingin varð sú að fólk sem Lífeyrissjóðir setji á fót íbúðaleigufélög Mun minna framboð er af leiguhúsnæði en eftirspurn. Á sama tíma er lítið vitað um leigumarkaðinn hérlendis. Formaður Félags löggiltra leigumiðlara vill að bankar og Íbúðalánasjóður taki sig saman og setji á fót þróað leigufélag. kom sér upp þaki yfir höfuðið með fasteignakaupum sökk í skuldafen. Í raun hafi verið hagstæðara að leigja í stað þess að kaupa fasteign. „Umræðan um leigumarkað hér hefur verið þröngsýn. Það er út af því að mikill hluti þeirra sem hafa verið í leiguhúsnæði hefur verið í félagslega kerfinu. Fólk hefur fram til þessa talið íbúðaleigu jafngilda því að kasta peningum á glæ. En hrunið hefur fengið fólk til að hugsa öðruvísi,“ segir hann. jonab@frettabladid.is GAZA Styrktarsjóður var stofnaður á Gaza í gær sem ber heitið Maríusjóðurinn. Fjár- magn sjóðsins rennur til Aisha, félags til verndar konum og börnum á Gaza-svæðinu. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og for- maður félagsins Ísland-Palestína, er stadd- ur á Gaza og afhenti í gær fyrsta framlagið til Maríusjóðsins, 5.000 Bandaríkjadali sem samsvara rúmlega hálfri milljón íslenskra króna. Maríusjóðurinn er nefndur í höfuðið á Maríu M. Magnúsdóttur hjúkrunarfræð- ingi, sem starfaði í hálfa öld í Lundúnum, meðal annars á stríðsárunum. Félagið Aisha rekur sambærilega starf- semi á Gaza og Stígamót gera hér á landi og er starfsþjálfun og endurhæfing fyrir konur einnig undir sama þaki. Sveinn Rúnar segir að starfsemi félagsins sé til fyrirmyndar og hafi í fimmtán ár verið rekin undir hinum þekktu Geðhjálparsam- tökum á Gaza, en muni frá næstu áramótum starfa sjálfstætt. Sveinn Rúnar segir að stefnt sé að því að safna áskrifendum sem vilji styðja konur og börn á Gaza, sem orðið hafi fyrir kyn- ferðislegu eða heimilisofbeldi, með föstu mánaðarlegu framlagi. Lagt er til að framlagið verði á bilinu 2.400 til 12.000 krónur mánaðarlega, en er þó frjálst. Stefnt er að því að leggja inn í sjóðinn 5.000 Bandaríkjadali mánaðarlega í þrjú ár til að byrja með. - sv Félagið Ísland-Palestína stofnar Maríusjóðinn, félag til styrktar konum og börnum á Gaza: Afhenti hálfrar milljóna króna framlag FRAMLAGIÐ AFHENT Sveinn Rúnar Hauksson, formað- ur FÍP, afhendir Naimu Rawagh forstöðukonu fyrsta framlagið í Maríusjóðinn, 5.000 Bandaríkjadali. Baldur Óskarsson Halldóra Guðrún Hinriksdóttir Elías Blöndal Guðjónsson Halla Björg Evans Inga Lind Karls- dóttir Sigþrúður Þor- finnsdóttir Guðjón Sigurðs- son Þeir sem vilja láta framboðs síns getið í Fréttablaðinu geta sent tilkynningu ásamt mynd á ritstjórn blaðsins. Framboð til stjórnlagaþings BORGARBYGGÐ Þrír fulltrúar minnihlutans í sveitarstjórn Borgarbyggðar vilja að sveitar- félagið selji hlut sinn í Orkuveitu Reykjavíkur. Ljóst sé að Borgar- byggð geti ekki lagt fram það fjármagn sem þurfi til að tryggja rekstur fyrirtækisins. „Það er engum blöðum um það að fletta að sveitarstjórn Borgar- byggðar er ekki ábyrg fyrir þeim pólitísku ákvörðunum sem hafa orðið til þess að staða OR er eins og hún er. Því er ótækt að ætlast til þess að sameigna- fé íbúa Borgarbyggðar sé notað til að greiða fyrir þau afglöp sem pólitískir stjórnendur OR undan- farin ár, hafa unnið á undanförn- um árum,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar og Framsóknar- flokks. - gar Vilja selja Orkuveituhlut: Borga ekki fyrir pólitísk afglöp LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Búðar- dal leitaði í gær bifreiðar sem var talin geta tengst innbrotum í sex fyrirtæki á staðnum í fyrri- nótt. Óþekkt bifreið sást lónandi í bænum sömu nótt. Jóhannes B. Björgvinsson lög- reglumaður sagði að fyrirtækin væru öll við sömu götuna í Búðar- dal. Innbrotin eru talin hafa átt sér stað frá klukkan tvö aðfaranótt föstudags til sex um morguninn. Talsverðu var stolið af peningum. Þá létu þjófarnir greipar sópa þar sem þeir komust í tölvubúnað og verkfæri. Lögregla biður þá sem hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á þessu tímabili að láta vita í síma 433-7620. - jss Sex innbrot í Búðardal: Leitað að grun- samlegum bíl FÆREYJAR Janus Petersen, banka- stjóri Bank Nordik, áður Föroya Bank, hefur tekið við sem for- maður Vinnuveitendasambands Færeyja. Portalurinn, fréttavefur fær- eyska ríkisútvarpsins, segir Pet- ersen taka við af Marner Jacob- sen, fyrrverandi bankastjóra Eik bank, sem stóð upp úr formanns- sætinu á nefndarfundi sambands- ins í síðustu viku í kjölfar alvar- legra fjárhagsvandræða bankans. Jacobsen var látinn taka poka sinn hjá bankanum, sem nú er í höndum dönsku bankasýslunnar. - jab Færeyingar hafa sætaskipti: Nýr formaður vinnuveitenda JANUS PETERSEN Bankastjóri Bank Nordik hefur tekið við sem formaður Vinnuveitendasambands Færeyja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL Samfélagssjóður Alcoa færði tíu félagasamtökum í tíu löndum tíu þúsund Banda- ríkjadala í styrk sunnudaginn 10. október. Það er um 1,2 milljónir íslenskra króna. Björgunarsveit- in Ársól á Reyðarfirði varð fyrir valinu á Íslandi. Sveitin fékk styrkinn afhentan þegar starfsmenn Alcoa, ásamt fleira fólki, unnu að svokölluðu ACTION-verkefni, sem er sjálf- boðaliðaverkefni sem starfsmenn Alcoa standa fyrir. Það fólst meðal annars í því að mála húsa- kynni björgunarsveitarinnar að innan, klæða eldri hluta hússins að utan og helluleggja stétt við húsið. - shá Samfélagssjóður Alcoa: Tíu í tíu löndum fengu 10 þúsund GENGIÐ TIL VERKA Húsakynnin fengu andlitslyftingu í sumarblíðu. MYND/ALCOA Á ÍSLANDI JERÚSALEM, AP Ísraelsk yfirvöld hafa bundið enda á óformlegt bann við byggingu landnemabyggða í austurhluta Jerúsalem. Framkvæmdir á svæðinu höfðu legið niðri undanfarna mánuði en þær eru horn í síðu Palestínumanna, sem hefur fundist þrengt að sér í palestínska hluta borgarinnar. Friðarviðræður þjóðanna hófust aftur í september fyrir tilstilli Bandaríkjamanna en hafa að mestu legið niðri undanfarnar vikur. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur neitað að verða við kröfu Palestínumanna um framlengingu á banni við byggingu landnemabyggða sem rann út í september. Palestínumenn neita að setjast við samningaborðið fyrr en Ísraelar verða við þeirri kröfu. Yfirvöld í Ísrael hafa ekki tjáð sig um málið en Saeb Erekat, yfirsamningamaður Palestínumanna, sagði ákvörðunina vera skýrt merki þess að Netanjahú veldi landnemabyggðir umfram frið. Palestínumenn eru stærstur hluti íbúa í austur- hluta Jerúsalem en um 180 þúsund Ísraelar hafa flutt á svæðið síðan Ísrael náði yfirráðum þar af Jórdaníu árið 1967. Palestínumenn vilja að Austur- Jerúsalem verði höfuðborg palestínsks ríkis í fram- tíðinni en Ísraelar vilja halda yfirráðum yfir sínum byggðum. Hefur deilan um þessar byggðir verið einn helsti ásteytingarsteinn friðarviðræðnanna undanfarin ár. - mþl Friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna í uppnámi: Landnemabyggðir rísa á ný FRAMKVÆMDIR HAFNAR Framkvæmdirnar hafa enn aukið spennu milli Ísraela og Palestínumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Við töldum þetta vera næsta skref, að fólk myndi leigja til langs tíma. Við ákváðum því að koma til móts við markaðinn og bjóða leigusamninga, lengri uppsagnar- frest og aukið öryggi,“ segir Teitur Jónasson, fram- kvæmdastjóri Meira-leiguhúsnæðis. Félagið er í eigu bandaríska fjárfestisins Michaels Jenkins, sem keypti fasteignir í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi af verk- takafyrirtækjum fyrir nokkru. Íbúðirnar eru með þremur til fjórum herbergjum og geta leigjendur gert breytingar á þeim, svo til eftir eigin höfði. Leigja til margra ára ára í senn Meðalleiguverð á 50 til 60 fermetra íbúð í Reykjavík hljóðar upp á um 2.000 krónur á fermetrann. Það jafngildir allt frá 100 til 150 þúsund króna á íbúð. Allt fer þetta eftir staðsetningu. Fermetraverðið er í kringum 1.000 krónur í stærri eignum í úthverfum höfuðborgarinnar eða utan hennar. Við leigu- verðið bætist gjarnan gjald í hússjóð og kostnaður við hita og rafmagn. Allt fer það þó eftir samkomulagi. Hvað kostar að leigja? FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hefur þú keypt þér nýtt raftæki á þessu ári? Já 46% Nei 54% SPURNING DAGSINS Í DAG: Sækir þú einhverja tónleika á Airwaves í ár? Segðu skoðun þína á Visir.is KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.