Fréttablaðið - 16.10.2010, Side 10

Fréttablaðið - 16.10.2010, Side 10
10 16. október 2010 LAUGARDAGUR LISTAVERK Á SÝNINGU Sjálfsagt sýnist hverjum sitt um þennan uppstoppaða hund, sem sjá má á listsýningu í London, með skilti sem á stendur: „Ég er dauður.“ NORDICPHOTOS/AFP Áfangastaðir sumarið 2011 með ánægju www.icelandexpress.is Næsta sumar lítur vel út. Við verðum bókstaflega út um alla Evrópu og gerum víðreist um Ameríku með flugi til Chicago, Boston, New York og Winnipeg. Það verður því nóg að gera hjá starfsfólki Iceland Express á næstunni. Vilt þú taka þátt í ævintýrinu? Viltu vinna í háloftunum? Framundan eru spennandi tímar hjá Iceland Express og því leitum við að duglegu, skemmtilegu og samviskusömu fólki í störf flugliða. Ef þú hefur stúdentspróf eða sambærilega menntun, talar ensku eins og innfæddur, Norðurlandamál kinnroðalaust og getur bjargað þér á þriðja tungumálinu, þá hvetjum við þig til að sækja um. Flugliðar Iceland Express fást við fjölbreytt og skemmtileg verkefni í líflegu starfsumhverfi. Gæti það verið rétta starfið fyrir þig? Umsóknarfrestur rennur út 25. október. Kynntu þér málið betur á www.icelandexpress.is/jobs Iceland Express leitar að flugliðum Komdu um borð! Okkur bráðvantar flugliða! F í t o n / S Í A EFNAHAGSMÁL Umboðsmaður skuldara, Ásta Sigrún Helga- dóttir, fagnar þeim breytingum sem Alþingi samþykkti í fyrradag um greiðsluaðlögun einstaklinga. Þær séu mikil- vægar. Í breyting- unni felst að tímabund- in frestun greiðslna hefj- ist þegar umsókn um greiðslu- aðlögin hefur verið móttekin hjá umboðsmanni skuldara, en ekki þegar umsóknin er sam- þykkt eins og áður var. Breyt- ingin er afturvirk og mun ná til allra umsókna sem umboðsmaður hefur þegar tekið við. - sh Umboðsmaður fagnar: Greiðslur frest- ast við umsókn ÁSTA SIGRÚN HELGADÓTTIR MENNTAMÁL Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborg- ar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingar- fræðsla skuli fara fram utan skóla- tíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðun- arfélaga á frístundaheimili í leik og grunnskóla óheimilar. Mannréttindaráði hafa á liðn- um árum borist fjöldi kvartana frá foreldrum barna vegna aðkomu trúar- og lífsskoðunarfélaga að skólastarfi. Starfsmenn leik- og grunnskóla hafa einnig óskað sér- staklega eftir skýrum leiðbeining- um frá borginni í þessum efnum. Margrét Sverrisdóttir, formað- ur mannréttindaráðs, segir að nú sé reynt að koma til móts við þær óskir sem og skerpa reglur til sam- ræmis við mannréttindastefnu borgarinnar. Í skýrslu leikskóla- og mennta- sviðs Reykjavíkurborgar frá 2007 segir meðal annars að í uppeldis- og tómstundastarfi sé mikilvægt að ganga ekki út frá því að allir aðhyll- ist sömu trú þó svo hefðbundnar trúarhátíðir lútersku kirkjunnar séu haldnar hátíðlegar, svo sem jól og páskar. - eh Meirihluti mannréttindaráðs leggur til ályktun um samskipti trúfélaga og skóla: Vilja banna trúboð í skólum LOSNA ÞAU VIÐ TRÚBOÐIÐ? Verði álykt- unin samþykkt mun trúboð í leik- og grunnskólum heyra sögunni til. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON NÁTTÚRA Bæjaryfirvöld í Borgar- byggð hafa ekki tekið ákvörðun um hvort komið verði með bein- um hætti að stofnun undirbúnings- félags fyrir ferðaþjónustuverkefni í Langjökli. Þau taka hins vegar vel í hugmyndirnar og hafa veitt leyfi til rannsókna á jöklinum. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá hafa ýmis ferðaþjónustu- fyrirtæki, ásamt verkfræðistof- unni Eflu, kynnt hugmyndir sínar um að gera ísgöng og hella í Lang- jökli til að höfða til ferðamanna. Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir í samtali við Fréttablaðið að sveitarstjórn hafi tekið jákvætt í hugmyndina eftir að framkvæmdaaðilar kynntu verk- efnið og því hafi verið samþykkt að veita rannsóknarleyfi með fyr- irvara um deiliskipulagsskyldu. Samkvæmt kynningu með verk- efninu er gert ráð fyrir að grafa rannsóknargöng um 150 til 200 metra inn í ísinn, til að skera úr um framtíðarmöguleika ganganna. „Þetta eru afar áhugaverðar hug- myndir og menn sjá mörg tækifæri varðandi uppbyggingu á ferðaþjón- ustu,“ segir Páll. „En við erum að skoða það hvort sveitarfélagið vilji eiga beina aðkomu með því að taka þátt í undirbúningsfélaginu.“ - þj Bæjaryfirvöld í Borgarbyggð gefa leyfi fyrir rannsóknargöngum í Langjökli: Jákvæð fyrir ísgangaverkefni ÍSHELLIR Ferðaþjónustuaðilar hafa fengið jákvæð viðbrögð við hugmyndum um gerð ísganga í Langjökli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Styrkir til náms í Japan Watanabe-styrktarsjóðurinn við Háskóla Íslands veitir styrki til háskólanáms í Japan. Byrjað er að taka við umsóknum um fyrstu styrkina. Sjóðurinn var stofnaður í september 2008 með tæplega 300 milljóna króna framlagi. MENNTAMÁL Happdrætti Blindrafélagsins Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfsemi sína að miklu leyti með fé úr happdrætti sínu. Allir landsmenn á aldrinum 30 til 88 ára munu á næstu dögum fá miða í heimabankann sinn. HAPPDRÆTTI Íslendingar um 320 þúsund Um 318.000 manns bjuggu hérlendis í lok þriðja ársfjórðungs þessa árs. Engin fjölgun var frá fyrri ársfjórðungi. Erlendir ríkisborgarar eru 21.500. Á höfuðborgarsvæðinu búa 201.900 manns, eða 65 prósent þjóðarinnar. MANNFJÖLDI VIÐSKIPTI Ríkisendurskoðun telur að sameining hlutafélaganna Keflavíkurflugvöllur ohf. og Flugstoðir ohf. í Isavia ohf. hafi verið góð ákvörðun og markmið sameiningar hafi verið skýr. Ríkisendurskoðun telur að fjár- hagsleg áhrif sameiningarinn- ar hafi ekki verið metin á heild- stæðan hátt, né heldur kostnaður af henni. Þá hafi vegna óvissu í rekstrarumhverfi ekki verið gengið frá langtímaáætlun fyrir Isavia áður en það tók til starfa. - sv Ríkisendurskoðun um Isavia: Fjárhagsleg áhrif vanmetin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.