Fréttablaðið - 16.10.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 16.10.2010, Síða 12
12 16. október 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Forsætisráðherra kúventi stefnu sinni varðandi skuldavanda heimilanna og tók stöðu með þeim sem krefjast almennrar niðurfellingar skulda. Fyrri stefna hafði að vísu um sumt mistekist í framkvæmd. Hún byggði hins vegar á ábyrgri hugsun. Dómsmálaráðherra hefur geng- ið enn lengra í loforðum. Fjármála- ráðherrann hefur á hinn bóginn reynt að sýna meiri ábyrgð. Á fjölda funda hefur forsætis- ráðherra kallaði eftir samstöðu um almenna skuldaniðurfellingu. Til andsvara hafa verið forstöðu- menn stofnana í eigu ríkisins eins og Landsbankans og Íbúðalána- sjóðs. Með þessu er verið að færa pólitíska ábyrgð ráðherra yfir á undirmenn. Enginn fjölmið- ill fjallar um þá þverstæðu málsins. Þá er forstöðu- mönnum lífeyr- issjóðanna stillt upp við vegg. Forsætisráð- herra fer fram á að þeir taki ákvarðanir um að skerða lífeyri sjóðsfélaga niður svo að færa megi fjármuni frá skuldlausum eigend- um sjóðanna til hinna sem skulda. Trúlega væri það refsivert athæfi. Enginn fjölmiðill varpar ljósi á þessa hlið uppákomunnar. Forsætisráðherra virðist hvorki upplifa þetta sem skrípaleik né stefnubreytingu. Á áratugalöngum stjórnmálaferli hefur það fremur verið háttur Jóhönnu Sigurðardótt- ur að setja fram kröfur fyrir aðra til að leysa en að taka sjálf þátt í lausn mála og verja málstað. Þessi þröngi reynsluheimur er eina rökræna skýringin á funda- hringekju síðustu daga. Nú er for- sætisráðherrann farinn að draga í land eftir kröftug og ábyrg and- mæli forseta ASÍ. Mun dómsmála- ráðherrann hringsnúast með sama hætti? Stefnukúvendingin hefur aðeins staðið í rúma viku. Engu er líkara en tilgangurinn með henni hafi helst verið sá að fá aðra til að segja nei. Eru það stjórnmál nýs tíma? Segja má að þessi æfing öll lýsi snotru hjartalagi án ábyrgðar. Snoturt hjartalag án ábyrgðar Umræðan um skuldavanda heimilanna og fjárlaga-frumvarpið er prófsteinn á hugmyndir manna um ábyrga fjármálastjórn. Hann veit bæði að ríkisstjórninni og stjórnarandstöðunni. Lífeyrissjóðirnir eru eina kjöl- festan sem eftir er í fjármálakerfi landsins. Forsætisráðherra þekkti stöðu þeirra fyrir rétt eins og Íbúða- lánasjóðs og Landsbankans. Marg- víslegar spurningar vakna því þegar forsætisráðherra setur jafn gífurlegar kröfur á lífeyrissjóðina sem raun ber vitni. Er skynsam- legt að veikja þessa kjölfestu meir en orðið er? Hvaða áhrif hefur það á aðra þætti efnahagsstarfseminn- ar? Telur forsætisráðherra sig ekki þurfa að verja framtíðarhagsmuni lífeyrisþega? Hvers vegna vill forsætisráðherra að lífeyrissjóðirnir axli samfélags- ábyrgð á skuldavanda heimilanna en ekki ríkissjóður? Er það af því að ríkisstjórnin treystir sér ekki til að verja meiri skattahækkanir? Eða vill hún heldur að þeir sem lægst- ar tekjur hafa og eru jafnvel undir skattleysismörkum borgi hlutfalls- lega til jafns við hina í gegnum skerðingar á lífeyrisgreiðslum? Ríkisstjórnin talar jafnan í nafni réttlætisins. Hvernig telur hún að það rími við réttætishugtakið að krefjast þess að skerðingar á elli- lífeyri verði notaðar til að lækka skuldir þeirra sem vel ráða við þær? Þetta eru aðeins örfáar af þeim spurningum sem lúta að ábyrgri fjármálastjórn og réttlæti sem eðli- legt er að ríkisstjórnin svari. Það gerir hún ekki að eigin frumkvæði. Fjölmiðlar hafa ekki spurt. En hvers vegna hefur stjórnarandstaðan ekki spurt? Ábyrgðin og lífeyririnn Ríkisstjórnin hefur fram til þessa fylgt þeim aðhalds-aðgerðum í ríkisfjármál-um sem mælt er fyrir um í efnahagsáætlun AGS og fyrri ríkisstjórn samdi um. Teikn eru á lofti um að samstaðan um þá ábyrgu stefnu sé að bresta. Þannig þótti það efni í fyrstu frétt á einhverri útvarpsstöð að fjár- málaráðherra hefði tekið til varna fyrir fjárlagafrumvarpið. Þetta fréttamat segir meira en mörg orð um það hvernig þingmenn stjórnar- flokkanna líta á ábyrgð sína þegar kemur að ríkisfjármálunum. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi ekki hugsað skipulagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu í botn og því síður rætt þær til þrautar áður en fjár- lagafrumvarpið var lagt fram. Nið- urskurður er þó óhjákvæmilegur. Nýja Landspítalabyggingin gleymist svo í þessari umræðu. Líf- eyrissjóðirnir lána til þeirra fram- kvæmda. Þeir fjármunir sjást þó ekki í ríkisbókhaldinu. Hagræðing í rekstri spítalans á síðan að standa undir leigugreiðslum til lífeyris- sjóðanna. Þetta sýnist vera fullkomlega ábyrgðarlaust í tvennum skiln- ingi. Annars vegar er verið að fara í kringum ríkisbókhaldið með svip- uðum aðferðum og komu ríkissjóði Grikklands í þrot. Hins vegar er óraunhæft að byggingarkostnað- urinn verði greiddur með lækk- un launakostnaðar á spítalanum ofan í þann niðurskurð sem nú á sér stað. Hvernig á til að mynda að mæta kostnaði við nýja tækni og þekkingu? Hér þarf skýrari svör. Ábyrgðin og heilbrigðiskerfið B ankakreppan sem reið yfir 2008 var ekki séríslenzkt fyrirbæri, þótt hún yrði dýpri hér en víða annars stað- ar. Hún hefur leitt af sér eignarýrnun, skattahækkan- ir, niðurskurð opinberrar þjónustu og aukið atvinnu- leysi. Fjármálakreppan hefur komið illa við mörg vestræn ríki en flest eru þau laus við gjaldmiðilskreppuna sem Íslendingar eiga við að etja. Írar, Grikkir og Spánverjar glíma við niðurskurð, skattahækkanir og atvinnuleysi, rétt eins og Íslendingar. Hjá þeim hefur verðbólgan hins vegar ekki ætt af stað eins og gerðist hér þegar krónan hrundi, með tilheyrandi afleiðingum fyrir kaupmátt fólks. Almenningur í evruríkjunum hefur heldur ekki mátt horfa upp á skuldirn- ar sínar vaxa um tugi prósenta eins og íslenzk heimili hafa gert. Hér hafa skuldirnar rokið upp, annaðhvort vegna þess að þær eru tengdar við verðbólguna sem tók kipp þegar krónan hrundi eða vegna þess að þær voru tengdar við erlenda gjaldmiðla. Við búum sömuleiðis við gjaldeyrishöft og hærri vexti en önnur lönd sem hafa lent í fjármálakreppu, en hvort tveggja er nauðsynlegt til að gengi krónunnar falli ekki enn meira. Að þessu leyti er hlut- skipti almennings á Íslandi tvöfalt verra en í ríkjum sem glíma eingöngu við fjármálakreppu. Skuldavandinn sem stjórnvöld einblína nú á er fyrst og fremst afleiðing gjaldeyriskreppunnar. Umræðan snýst um hvernig hægt sé að bjarga þeim sem eru verst settir vegna þess að skuldabyrðin snarjókst. Minna fer fyrir tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir aðra gjaldeyriskreppu og búa íslenzkum almenningi svipuð lánskjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Hagsmunasamtök heimilanna hafa krafizt þess að „lánskjör í íslenskum krónum verði samkeppnishæf við þau lönd sem Íslend- ingar hafa gjarnan borið sig saman við,“ eins og talsmaður sam- takanna orðaði það hér í blaðinu í síðustu viku. Þetta er því miður óframkvæmanlegt án þess að skipta um gjaldmiðil. Kjör á lánum í krónum verða aldrei sambærileg við lánskjör þar sem gjaldmiðl- ar eru stöðugri. Áhættunnar vegna mun enginn lána íslenzkar krónur nema með einhvers konar verðtryggingu. Af sömu ástæðu verða vextir hér að vera hærri en í nágrannalöndum til að tryggja sparnað; enginn vill eiga krónur nema fá álag á vextina. Augu þeirra sem eru áhugasamir um eignadreifingu í samfélaginu ættu raunar að beinast sérstaklega að vaxtastiginu, því að háir vextir stuðla að stórfelldri eignatilfærslu frá skuldur- um til fjármagnseigenda, jafnframt því sem innlendir og erlendir gjaldeyrisbraskarar geta hagnazt á vaxtamuninum, á kostnað lífsgæða almennings. Það er algeng klisja að leggja eigi aðildarviðræður við Evrópu- sambandið til hliðar á meðan fengizt sé við „brýnni verkefni“. Eru mörg verkefni brýnni en að koma okkur út úr gjaldmiðils- kreppunni með upptöku evrunnar og tryggja íslenzkum heimilum evrópsk lánskjör? Það mun vissulega taka nokkur ár. Þeim mun meiri ástæða er til að byrja strax. Umræðan um skuldavanda snýst um afleiðingar gjaldeyriskreppu, ekki bankakreppu. Tvær kreppur Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.