Fréttablaðið - 16.10.2010, Page 18

Fréttablaðið - 16.10.2010, Page 18
18 16. október 2010 LAUGARDAGUR Frá árinu 1987 hefur 17. október verið helgaður baráttu gegn fátækt á veraldarvísu. Dagurinn er þörf áminning og til þess fall- inn að auka vitund fólks um orsak- ir og afleiðingar fátæktar. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er engin undantekning. Birtingarmyndir fátæktar eru margvíslegar og afleiðingarnar víðtækar. Augljósust er sú örbirgð sem blasir við, sérstaklega í mörg- um ríkjum Afríku, þar sem fjöldi barna og fullorðinna þjáist af mat- arskorti og vannæringu, á sér ekki húsaskjól, hefur ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu og nýtur ekki þeirra lágmarksgæða sem á Vest- urlöndum eru talin til mannrétt- inda. Önnur andlit fátæktar felast í margvíslegri efnahagslegri mis- munun sem meinar fólki aðgang að mikilvægri þjónustu, menntun, menningu og tómstundalífi og úti- lokar það á ýmsan hátt frá þátttöku í samfélaginu. Evrópusambandið helgaði árið 2010 baráttu gegn fátækt og félags- legri einangrun og taka öll ríki sam- bandsins þátt, auk Íslands og Nor- egs. Fátækt er vandamál um alla Evrópu en talið er að um 80 millj- ónir Evrópubúa, eða 17 prósent, lifi undir lágtekjumörkum. Tíundi hver býr á heimili þar sem enginn hefur atvinnu, um 8 prósent hafa atvinnu en ná ekki endum saman og búa við fátæktarmörk. Talið er að 19 prósent barna í Evrópu búi við fátækt. Ýmsum aðferðum er beitt til að skilgreina fátækt. Algengt er að miða við afstæð fátæktarmörk. Evrópusambandið beitir þessari skilgreiningu og miðast lágtekju- mörk við tekjur sem eru lægri en 60 prósent af miðgildi ráðstöfunar- tekna viðmiðunarhópsins. Einnig er tekið tillit til fjölskyldustærðar. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar voru árið 2009 um 10 prósent Íslendinga undir lágtekju- mörkum. Í evrópskum samanburði er staða Norðurlandaþjóðanna áber- andi betri en flestra annarra þjóða, sem rakið er til öflugrar atvinnu- stefnu, stuðnings velferðarkerfis- ins við vinnandi foreldra og tekjutil- færslna almannatryggingakerfisins og skattkerfisins. Hvað sem öllum samanburði líður getum við ekki sem þjóð sætt okkur við að 10 prósent landsmanna búi við afkomu undir lágtekjumörkum. Efnahagsástand- ið í heiminum er slæmt og margar þjóðir eiga í miklum þrengingum. Hér á landi varð efnahagshrun sem mun auka fátækt ef ekkert er að gert, með alvarlegum afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Þekktir fylgifiskar fátækt- ar eru félagsleg einangrun, þung- lyndi, atvinnuleysi, missir heimilis, hnignun menntunar, aukin vímu- efnanotkun og fjölgun glæpa. Fátækt er ekki náttúrulögmál sem enginn fær breytt. Vissulega getur fátækt átt sér ákveðnar náttúru- legar og landfræðilegar skýringar sem tengjast veðurfari, auðlindum, gróðurfari og náttúruhamförum. Meginorsakirnar eru þó jafnan misskipting auðs, misskipting valds og misnotkun valds milli þjóða og landsvæða og innbyrðis í samfé- lögum þar sem gjá er milli ríkra og fátækra og margvíslegur ójöfnuður og mismunun fær að líðast. Ísland er í flestum skilningi auðugt land. Við megum því ekki láta fátækt viðgangast í samfé- laginu og verðum að berjast gegn henni með oddi og egg. Við höfum öll tæki til þess en þurfum að beita þeim rétt þannig að landið standi undir nafni sem velferðar- ríki. Baráttan gegn fátækt er ekki verkefni stjórnvalda einna. Við eigum að skilgreina fátækt sem mannréttindabrot. Við eigum að viðurkenna vandann og fást við hann á breiðum vettvangi þar sem ríki og sveitarfélög, atvinnurek- endur og stéttarfélög, hagsmuna- samtök, félagasamtök og almenn- ingur taka höndum saman með það að markmiði að útrýma fátækt úr samfélaginu. Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt er 17. október. Við skul- um öll minnast þess og nota dag- inn til að hugleiða hvað við getum lagt af mörkum í baráttunni. Til áminningar um þetta verður öllum kirkjuklukkum landsins hringt lengur en venja er til. Við skulum hlýða á hljóm þeirra sem fyrirheit um árangursríka baráttu. Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt Velferðarmál Guðbjartur Hannesson heilbrigðis-, félags- og tryggingamálaráðherra Fyrir nokkrum árum fullyrti þáverandi forsætisráðherra að hér væri engin fátækt og spurði um leið: „Hver mundi ekki vilja fá ókeypis mat ef það stæði til boða?“ Svona segir enginn eftir hrun. Nú er augljóst að margir eru efnalitlir og á leið í fátækt. Fólk sem þekkir hjálparstarf bæði fyrir og eftir hrun veit að það var til fátækt áður en bank- arnir hrundu. Það var gjá á milli ríkra og fátækra sem óx ört í góðærinu. Sú gjá hefur ekki lok- ast. Það er tvenns konar fátækt í samfélaginu í dag, ný fátækt og gömul viðvarandi fátækt. Það sorglega er að jafnvel í góðærinu var ekki reynt að útrýma viðvar- andi fátækt. Fátækt er alltaf afstæð en er yfirleitt miðuð við þær aðstæður sem ríkja í nærumhverfi fólks. Það þarf að vera til lágmarks framfærsluviðmið en það er ekki til hér á landi. Á Evrópuári gegn fátækt og félagslegri útskúfun eru það væntingar Þjóðkirkjunnar að sett verði slíkt viðmið. Þar er átt við viðmið sem gefur fólki tæki- færi til sómasamlegs lífs, ekki viðmið sem miðar að því að halda rétt lífi í fólki. Peningar skapa vald en fátækt skapar valdaleysi. Í áratugi hafa mótmæli, undirskriftalistar og fundir verið baráttutæki sam- taka sem berjast gegn viðvarandi fátækt. En nú hefur nýfátækt fólk slegist í hópinn. Það varð hrun, það er kreppa, það eru versn- andi lífskjör og þau sem lenda verst í þessum vanda sjá fram á viðvarandi fátækt. Fátækt er valdaleysi, útskúfun og niðurbrot. Atvinnuleysi er ein birting valdaleysis. Að missa atvinnu er ekki bara fjárhagslegt áfall held- ur einnig andlegt áfall. Kirkjan hefur veitt neyðaraðstoð og sál- gæslu til að mæta fólki í þessum erfiðu aðstæðum. Neyðarhjálp er þó aldrei lausn til frambúðar. Allt hefur sinn tíma. Það hefur reiði, vonleysi og depurð einn- ig. En þar megum við ekki fest- ast heldur vinna að uppbyggingu og krefjast þess að sá andi sund- urlyndis sem hér ríkir hjá ráða- mönnum verði rofinn. Engin ein leið er best og ekkert verður gert í einu stóru skrefi. Markmiðið verður að vera að hægt sé að búa áfram í þessu landi og hafa allt sem heitir daglegt brauð, fæði, húsnæði og framfærslu- möguleika. Við biðjum: Gef oss í dag vort daglegt brauð! Fátækt er valdaleysi Velferðarmál Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og verkefnisstjóri á Biskupsstofu Heitar umræður eru í samfélag-inu um almenna niðurfærslu skulda heimilanna. Þeir sem því eru hlynntir segja að forsendu- brestur við fall fjármálakerfis- ins hafi valdið því að endurskoða þurfi til lækkunar stökkbreytt- an höfuðstól lána. Hver hagfræð- ingurinn á fætur öðrum varar við slíkri aðgerð. Meginröksemd þeirra aðila er að ekki sé forsvaranlegt að gera þetta með almennum hætti þar sem fjöldi skuldugra heimila sem ekki hefur þörf á slíkri lækkun fái þá happdrættisvinning. Þá sé verið að umbuna þeim sem síst skyldi og sem hagað hafa fjármálum sínum með ógætilegum hætti. Ég hef skrifað dálítið um þessi mál á umliðnum tveimur árum og kynnt mér þau þokkalega. Á ein- hverjum tímapunkti lagði ég til að fara ætti í almenna niðurfærslu að einhverju marki og láta síðan fjár- málastofnanir taka á þeim vanda- málum sem krefjast sértækra aðgerða. Sú skoðun mín hefur ekki breyst. Í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við er stærsti hluti lána óverðtryggð- ur. Við óvænt verðbólguskot ger- ist það að raunvextir á útistand- andi lánum lækka. Raunvaxtatala útlánsins verður ekki ljós fyrr en í lok lánstímans og fjármagnseig- endur og skuldarar standa báðir frammi fyrir ákveðinni áhættu – þeirri óvissu sem komandi verð- lag hefur á raunvexti lánsins og sem fyrst verða ljósir í lok láns- tímans. Það er þetta sanngirnis- sjónarmið sem verið er að kalla eftir að fjármagnseigendur taki tillit til vegna mikillar hækkunar á vísitölu neysluverðs á umliðn- um 2-3 árum. Er það svo ósann- gjörn krafa? Fjármagnseigendur í öðrum löndum hefðu þurft að bera þessar byrðar með skuldurum – en vegna okkar sérstöku verðtrygg- ingar lenda allar búsifjarnar á lántakendum. Er það ekki ósann- gjarnt? Þá er alveg ljóst í mínum huga að þessar afskriftir munu koma fram – það er bara spurning með hvaða hætti það verður og á hve löngum tíma. Núna gefst okkur tækifæri til að kortleggja vanda- málið og í framhaldinu (vonandi) stýra þeirri þróun sem óhjá- kvæmilega er í kortunum. En hvað er óhjákvæmilegt? Miklar líkur eru á að heimili landsins muni ekki standa undir heildarskuldum heimilanna eins og þær birtast okkur í opinberum tölum. Það þarf ekkert að kunna mjög mikið í reikningi til að kom- ast að þeirri niðurstöðu. Eins og fram kemur í gögnum Seðla- bankans eru tekjulægri heim- ili að bera allt of stóra byrði af heildarskuldum heimilanna og það eru engin teikn á lofti um að ráð- stöfunartekjur þeirra séu að vaxa það hratt að þetta vandamál leys- ist af sjálfu sér – eins skemmtilegt og það myndi vera. Athafnaleysi mun að mínu áliti kosta samfélag okkar meira til lengri tíma litið en ef við sammæl- umst um að taka „völdin“ í okkar hendur – gefa þessi spil upp á nýtt að einhverju marki og setja sterk- ari fjárhagslegan grunn undir heimili landsins. Það mun skila samfélaginu – og líka fjármagns- eigendum, fyrirtækjaeigend- um og lífeyrissjóðum – langtum meiri ávinningi en að láta allt reka á reiðanum og sitja með hendur í skauti og þora ekki að taka á því óhjákvæmilega. Er betra heima setið en af stað farið? Efnahagsmál Kjartan Broddi Bragason hagfræðingur Miklar líkur eru á að heimili landsins muni ekki standa undir heildarskuld- um heimilanna eins og þær birtast okkur í opinberum tölum. Ísland er í flestum skilningi auðugt land. Við megum því ekki láta fátækt viðgangast í samfélaginu og verðum að berjast gegn henni með oddi og egg. SKATTAMÁL Breytingar á skattkerfinu Morgunverðarfundur 19. október Fjallað verður um fyrstu til lögur starfshóps fjármála ráð herra um breytingar og um bætur á skattkerfinu og hvernig þær birtast í frum varpi til fjárlaga fyrir árið 2011. Bornar verða saman tillögur starfshópsins og tillögur Samtaka atvinnu lífs ins og Viðskiptaráðs Íslands í skatta málum sem settar voru fram í ritinu Skattkerfi atvinnu lífsins. Fyrirlesari er Alexander G. Eðvardsson,forstöðumaður skattasviðs KPMG. Hvar og hvenær Borgartúni 27 8. hæð 19. október 8:30 - 10:00 Skráning á kpmg.is Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.