Fréttablaðið - 16.10.2010, Side 38

Fréttablaðið - 16.10.2010, Side 38
heimili&hönnun2 ● SYKURSÆT og frumleg loftljós voru kynnt á hönnunar- og húsgagnasýningunni í Mílanó á síð- asta ári en ljósin eru hönnun slóvenska hönnuðarins Nika Zupanc fyrir Moooil. Ljósin, sem kallast „Lolita“, eru bjöllulaga og í mjúkum litatónum, meðal annars ljósbleik og ljósfjólublá og hafa síðasta árið vakið mikla athygli. ● AÐDÁENDUR JAMIE OLIVER sem langar að Oliver-væða eldhúsið sitt geta glaðst yfir vefverslunum nútím- ans. Á heimasíðu matgæðingsins er rekin verslun með úrvali ótal fallegra smáhluta í eldhúsið; alls kyns krúsir, bollar, hnífapör, mortél og fleira. Slóð- in er jamieoliver.com/jme/ ● FERM LIVING er danskt hönnunar- fyrirtæki sem hefur slegið í gegn með skemmtilegum innanstokksmunum, gjarnan með grafískum mynstrum og myndum. Púðar, vegglímmiðar og borðbúnaður eru meðal þess sem fyrirtækið hannar. Epal hefur nú ný hafið sölu á hlutum frá Ferm Living og meðal þess sem hægt er að fá í versluninni eru dýralímmiðar í barnaherbergið, bollar og púðar. ● STEFANO GIOVANNI ætti að vera Íslending- um að góðu kunnur en svokallaðir „bombó“- stólar hönnuðarins slógu í gegn hérlendis fyrir nokkrum árum. Stólar hans sem fóru í fram- leiðslu á síðasta ári virðast ætla að slá sambæri- leg met erlendis en stólarnir bera skemmtileg- an titil, „Vanity chair“, sem kalla mætti pjatt- eða hégómastóla upp á íslensku. Stólarnir fást í alls kyns litum en grind þeirra er hálfgegnsæ. ● Forsíðumynd: Valgarður Gíslason tók mynd af Kristjáni Bjarnasyni smið á heimili sínu. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is. Þykkt og stórt túrkíslitt handklæði, 100x150 cm. Rúmfatalagerinn, Smáratorgi 1. Verð: 1.995 krónur. Eldrauð sápu- pumpa úr hinni skemmtilegu Zone- heimilislínu. Húsgagna- höllin, Bíldshöfða 20. Verð: 990 krónur. Röndótt og marg litt sturtu- hengi, ljómandi til að lífga upp á lit- laust baðherbergi. IKEA, Kauptúni 4. Verð: 1.790 krónur. „Það er að sjálfsögðu mjög skemmti- legt að vera með í þessum góða hópi og um leið mikil viðurkenning á okkar starfi,“ segir Kristján Örn Kjartansson, einn eigenda KRADS, sem um er fjallað í nýrri bók þar sem kynntar eru til sögunnar 45 ungar og upprennandi arkitekta- stofur víðs vegar í heiminum. Bókin kallast Worldwide Archit- ecture – The Next Generation og er gefin út af ítalska forlaginu Wolters Kluwer í tengslum við Tvíæring- inn í Feneyjum. Þar lét KRADS að sér kveða og kynnti verkefni stof- unnar í veglegri veislu, sem hald- in var í tilefni af útgáfu bókarinnar í borginni við síkin. Kristján getur þess að KRADS sé eina stofan í bók- inni sem er fulltrúi tveggja landa, Íslands og Danmerkur. „Við erum nefnilega með stofur í báðum lönd- um,“ útskýrir hann. Óhætt er að segja að KRADS hafi vakið mikla athygli á árinu, þar sem stofan var að auki verðlaunuð á fjórða alþjóðlega þríæringn- um í Ósló. „Við lentum í öðru sæti í hugmynda- samkeppninni Man Made Reformulate fyrir tillögu að því hvernig mætti lífga upp á bílastæða- húsin í Ósló. Okkur þótti það ekki síður ánægjulegt,“ segir Kristján og getur þess að á dög- unum hafi stofunni borist í hendur veglegur bæklingur sem inniheldur verðlaunatillögurnar, þar á meðal frá KRADS. Kristján segir þessa viðurkenningu og fleiri afrakstur af mikilli hugmynda- vinnu sem stofan hafi farið í í kjölfar- ið á samdrætti í bygg- ingaiðnaði. „Við ákváð- um að setja mikinn kraft í að skapa stofunni ný og spennandi verkefni. Okkur hefur reyndar reitt ágætlega af undanfarið þar sem við erum frem- ur ung stofa, með lítinn mannskap og útibú að auki í Danmörku þar sem markaðurinn hefur ekki orðið eins illa úti í kreppunni. Þar eru verkefnin aðeins fleiri en þess utan held ég að almennt sé farið að birta aðeins til í þessum bransa,“ segir hann og getur þess að stofan hafi mörg járn í eldinum. „Við erum nýbyrjaðir að vinna með hönnuðum í New York að spennandi verkefni í Istanbúl, sem felur meðal annars í sér innanhús- hönnun fyrir kvikmyndasal, hljóð- stúdíó og útsýnisbar. Þá vorum við með vinnustofu fyrir nemendur arkitektadeildar LHÍ í vor, í sam- vinnu við skólann og LEGO Concept Lab. Við verðum með vinnustofuna í Den Skandinaviske Designhøjskole í Randers í Danmörku í nóvember og ætlum að kynna hana í fleiri skólum í Evrópu og Bandaríkjun- um, svo fátt eitt sé nefnt.“ - rve Á heimsmælikvarða ● Íslensk-danska arkitektastofan KRADS er á meðal upprennandi arkitektastofa sem fjallað er um í nýrri bók sem hefur verið gefin út í tengslum við Tvíæringinn í Feneyjum. „Við ákváðum að setja mikinn kraft í að skapa stofunni ný og spennandi verkefni,“ segir Kristján hjá KRADS, sem hefur vakið alþjóðlega athygli á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kristján segir KRADS vera með mörg járn í eldinum. „Við höfum klárað okkar fyrsta einbýlishús í Danmörku, svokallað Villa G í Randers á Jótlandi, og erum að hanna grunnskóla og íbúðarblokkir þar í landi.“ Nýtt undir sólinni GÓÐ KAUP … fyrir baðherbergið Worldwide Architecture er nú fáanleg á netinu. AÐVENTA 3 Aðventustemning, jólaglögg og hunangskökuilmur. Jólamarkaðir Þýskalands eru víðfrægir, jólastemning er í borg og bæ. Ferðin hefst á flugi til Frankfurt en síðan verður ekið til Niflungaborgarinnar Worms þar sem við gistum í eina nótt. Eftir skoðunarferð um vinalegu borgina Worms er haldið til næstelstu borgar Þýskalands, Kempten, en þess má geta að borgin er jafnframt heimaborg fararstjórans Ingu og þekkir hún því þar hvern krók og kima. Förum í skoðunarferð um borgina og á jólamarkaðinn, en auk þess í dagsferð til borgarinnar Augsburg sem er einn áfangastaða Rómantísku leiðarinnar. Fjallabærinn Oberstdorf verður sóttur heim, en þar væri upplagt að taka kláf upp á Nebelhorn og njóta stórkostlegs útsýnis yfir Alpana. Eftir ánægjulega daga í Kempten höldum við til Nürnberg þar sem elsti jólamarkaður Þýskalands er. Gistum þar í 2 nætur og njótum dagsins í gömlu ríkisborginni áður en flogið er heim á leið. Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Verð: 162.400 kr. á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði og íslensk fararstjórn. Spör e hf . s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hálft fæði og allar skoðunarferðir innifaldar 29. nóvember - 6. desember Aðventuferð [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM HÍBÝLI ] heimili & hönnun október 2010 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Heimili Bítlanna Húsgögn og munir í anda sjöunda áratugarins. SÍÐA 6 KRADS á uppleið Fjallað er um KRADS í nýrri bók um upprennandi arkitektastofur. SÍÐA 2 HANDLAGINN HEIMILISFAÐIR Heimili Kristjáns Brynjars Bjarna- sonar og Erlu Bjargar Valgeirsdótt- ur prýða heimasmíðuð húsgögn í bland við gamalt og nýtt. BLS. 4 Hágæða þvottavélar Kolalaus mótor Hljóðlátar og byggðar til að endast OKTÓBER TILBOÐ Verð frá 119.990
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.