Fréttablaðið - 16.10.2010, Page 54

Fréttablaðið - 16.10.2010, Page 54
 16. október 2010 LAUGARDAGUR10 Starfssvið » Forritun stórra rauntímakerfa fyrir neyðarþjónustu » Forritun landupplýsingakerfa » Þróun og forritun á kerfum Samsýnar Menntunar- og hæfniskröfur » Háskólamenntun í tölvunarfræði eða verkfræði » Reynsla í C# forritun » Reynsla í forritun gagnagrunnskerfa » Frumkvæði, sjálfstæði og góðir samskiptahæfileikar Forritari Við leitum að forritara Umsóknarfrestur er til og með 1. Nóvember. Ný störf á sunnanverðum Vestfjörðum! Á sunnanverðum Vestfjörðum búa ríflega 1300 manns í tveimur sveitarfélögum, Vesturbyggð og Tálkna- fjarðarhreppi. Stærstu byggðakjarnarnir eru: Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur. Í sveitarfélögunum eru mjög góðir grunnskólar, leikskólar, tónlistarskólar og framhaldsdeild Fjölbrautar- skóla Snæfellinga. Þrjú nýleg íþróttahús eru á svæðinu, tvær mjög góðar sundlaugar og frábær líkamsræktar- aðstaða. Öflugt íþróttastarf er í sveitarfélögunum sem og menningar- og tónlistarstarf. Auðvelt er njóta útivistar þar sem ægifögur náttúra Vestfjarða er alls staðar innan seilingar, s.s. Rauðasandur, Látrabjarg, Ketildalir og Barðaströnd. Samgöngur innan svæðisins eru mjög góðar. Flugfélagið Ernir flýgur alla daga nema laugardaga til Bíldudals frá Reykjavík (tekur 30 mínútur) og Breiðafjarðarferjan Baldur fer alla daga nema laugardaga yfir vetrar- tímann frá Stykkishólmi að Brjánslæk. Mannlífið er gott og íbúarnir eru samstíga um að bjóða upp á kröftug, samheldin og framsækin sveitarfélög. Forstöðumaður tæknideildar í Vesturbyggð og Tálkna- fjarðarhreppi Staða forstöðumanns tæknideildar er nýtt og áhugavert starf í Vesturbyggð og Tálkna- fjarðarhreppi. Forstöðumaður verður yfir- maður skipulags- og tæknimála og mun hafa yfirumsjón með framkvæmdum og viðhaldi á vegum sveitarfélaganna. Helstu verkefni: • Stefnumótun og gerð fjárhagsáætlana fyrir tilheyrandi málaflokka. • Framkvæmdaáætlanir. • Viðhaldsáætlanir. • Sorpmál. • Skipulags- og byggingarmál. • Götur, fráveitur, vatnsveitur og umferðar- mál. • Hafnarmannvirki. • Eftirlit með eignum sveitarfélagsins. Við leitum að vel menntuðum og duglegum einstaklingi. Lögð er áhersla á frumkvæði og sjálfstæði í starfi, sem og góða samskipta- hæfni. Gerð er krafa um háskólamenntun og starfsreynslu á sviði byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða aðra sambærilega menntun og reynslu sem uppfyllir skilyrði 48. og 49. gr. skipulags- og byggingarlaga. Nánari upplýsingar veitir Ásthildur Sturlu- dóttir bæjarstjóri í síma 450 2300 eða netfanginu baejarstjori@vesturbyggd.is. Umsóknarfrestur er til 8. nóvember 2010. Líffræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða Náttúrustofa Vestfjarða óskar eftir að ráða líffræðing í fjölbreytt starf með áherslu á sjávarrannsóknir. Starfið verður í starfsstöð Náttúrustofunnar í Vesturbyggð. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist til Náttúrustofu Vest- fjarða, Aðalstræti 21, 415 Bolungarvík, eða á netfangið the@nave.is fyrir mánudaginn 1. nóvember 2010. Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Eiríksson, forstöðumaður, í síma 456 7005 eða 892 6005 eða netfanginu the@nave.is. Sjálfstætt starfandi sjúkra- þjálfari Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari óskast í fullt starf við Heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði. Upplýsingar fást hjá Margréti Brynjólfs- dóttur sjúkraþjálfara í síma 698 9913 eða netfanginu maggabr@gmail.com. Tæknistjóri Tæknistjóri óskast til starfa í verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Tæknistjóri starfar náið með framkvæmda- stjóra við skipulagningu og samræmingu á viðhaldsvinnu. Viðkomandi hefur umsjón með varahlutalager og sér um viðhald og viðgerðir á vélasamstæðum og vinnuvélum fyrirtækisins. Hann hefur einnig eftirlit með viðhaldsvinnu og viðgerðum verktaka. Íslenska kalkþörungafélagið er dótturfélag írska fyrirtækisins Celtic Sea Minerals sem hefur starfrækt verksmiðju á Bíldudal frá árinu 2007. Starfsemi fyrirtækisins felst í þurrkun og mölun á kalkþörungum. Hjá fyrir- tækinu starfa 16 manns. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur V. Magnússon framkvæmdastjóri: gudmundur@iskalk.is. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 25 6 5 Hjúkrunarfræðingur óskast í dagvinnu. Laus er til umsóknar 60 til 80% staða hjúkrunarfræðings í Maríuhúsi, Blesugróf 27 í Reykjavík frá og með 1. nóvember n.k. eða eftir samkomulagi. Maríuhús er dagþjálfun fyrir 20 einstaklinga með hei- labilun. Umönnun og þjálfun skjólstæðinga Maríuhúss er sinnt á þverfaglegum grundvelli sem miðar að því að einstaklingurinn sé þar ávallt í öndvegi. Skilyrði er að viðkomandi hafi reynslu af umönnun einstak- linga með heilabilun og/eða aldraðra. Umsóknarfrestur er til 22. október. Upplýsingar veitir Sólborg Sumarliðadóttir forstöðumaður í síma 5347100. Umsóknir sendist á netfangið mariuhus@ alzheimer.is Vélvirki/Vélstjóri óskast. Maritim Installasjon AS óskar að ráða vélvirkja/vélstjóra til starfa í vélsmiðju sem staðsett er í Senjahopen í Noregi. Norsku eða enskukunnátta æskileg. Aðeins vanur maður sem getur unnið sjálfstætt kemur til greina. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á andres@husanaust.is eða nánari upplýsingar í síma 893 0011. www.maritimeas.no Starfsmaður í blikksmiðju Límtré Vírnet í Borgarnesi óskar eftir að ráða til star- fa blikksmið eða mann vanan blikksmiðjuvinnu. Um er að ræða nýsmíði og viðhaldsvinnu í blikksmiðju og úti hjá viðskiptavinum. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Símonarson í síma 412 5302 eða alli@limtrevirnet.is. Vinna á eigin vegum! Lærðu að hjálpa öðrum til að afla tekna. Árangurstengd laun. Góðir tekjumöguleikar. Unnið heima með tölvu, internet og síma við mannleg samskipti. Tungumálakunnátta nauðsynleg þar sem enska og danska skipta mestu máli í hlustun og skrift. Umsókn ásamt ljósmynd sendist á myjobin2010@gmail.com (Ekki mlm markaðssetning) Öllum umsóknum verður svarað. RE/MAX Bær Malarhöfða 2 110 Reykjavík Sölufulltrúar RE/MAX Bær óskar eftir öfl ugum sölufulltrúum til starfa. Leitað er eftir jákvæðu og duglegu fólki með góða starfsreynslu. Umsóknum skal skilað að Malarhöfða 2 s. 512 3400 eða kristin@remax.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.