Fréttablaðið - 16.10.2010, Page 82

Fréttablaðið - 16.10.2010, Page 82
50 16. október 2010 LAUGARDAGUR50 menning@frettabladid.is LILJA Í ÚTRÁS Þýski útgáfurisinn Rowohlt ætlar að gefa út bókina Spor eftir Lilju Sigurðardóttur á næsta ári. Lilja bar sigur úr býtum í keppni Bjarts um hinn íslenska Dan Brown og kynning á bókinni, sem kom út fyrir síðustu jól, á bókamessunni í Frank- furt gekk vonum framar. Von er á nýrri bók eftir Lilju í haust, sem ber titilinn Fyrirgefning. „Þróunarland á Norðurlöndum? Íslensk list á krepputímum“ er yfir- skriftin á sýningu á verkum tíu íslenskra myndlistarmanna, sem verður opnuð í Östersund í Svíþjóð í dag. „Efnahagshrunið á Íslandi vakti sáralitla athygli í Svíþjóð á sínum tíma,“ segir Jonat- an Habib Engqvist, sýningarstjóri sýningar- innar um tilurð hennar. „Hér voru allir bara að spá í Eystrasaltslöndunum, þar sem pen- ingarnir okkar voru. En mér fannst það engu síður merkilegt, bæði í ljósi hinna norrænu tengsla og vegna þess að Ísland var fyrsti dómínókubburinn til að falla.“ Í kjölfarið vaknaði sú hugmynd að gera atburðunum á Íslandi skil í gegnum listina. „Listamenn eru auðvitað ekki fréttamenn í hefðbundnum skilningi,“ segir Jonathan. „En það má kannski segja að þeir greini frá hinu mannlega hlutskipti og geta þannig sett hlutina í nýtt og víðara samhengi.“ Listamennirnir sem eiga verk á sýning- unni eru: Erla S. Haraldsdóttir, Gjörninga- klúbburinn (The Icelandic Love Corporation), Ragnar Kjartansson, Hildur Margrétardótt- ir, Bjargey Ólafsdóttir, Högni Ingvar Ragn- arsson, Rúrí, Magnús Sigurðarson, Hreinn J. Stephensen og Pétur Thomsen. Á sýningunni verða meðal annars víd- eóverk, ljósmyndir, teikningar, málverk, skúlptúrar og innsetningar. Elsta verkið er gullbíll Rúríar frá 1974 en nýjustu verkin voru búin til gagngert fyrir sýninguna. En hvernig getur 30 ára myndlist fjallað um lífið eftir hrun á Íslandi? „Það kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir,“ segir Jonathan og hlær. „En markmiðið var ekki að gera yfirlitssýn- ingu yfir íslenska myndlist eftir hrun, held- ur sýna verk sem bjóða upp á tengingu við kreppuástandið. Gullbíllinn hennar Rúrí- ar er til dæmis frá 1974, þegar það var líka kreppa. Sum verkanna eru líka þess eðlis að maður sér þau í öðru og nýju samhengi eftir hrun; þau öðlast beinlínis nýja vídd.“ Jonathan segir að yfirskrift sýningarinn- ar: „Þróunarland á Norðurlöndum?“ sé kald- hæðnisleg skírskotun í ástandið á Íslandi en jafnframt leit að nýju hugtaki sem fangi neyðarástandið sem myndast þegar þróað iðnríki fer á hausinn eins og það leggur sig. „Titillinn spratt upp af því að ég var með Bjargeyju Ólafsdóttur, myndlistar- manni í New York, þegar bankarnir hrundu á Íslandi og krónan með. Hún hafði nýlega fengið námsstyrk sem átti að duga henni í fjóra mánuði en eftir hrun kom í ljós að hann myndi ekki duga henni nema í þrjár vikur. Hún hafði á orði í hálfkæringi að hún þyrfti að fara til þróunarlanda í Suður-Ameríku til að læra að lifa af þessu smáræði. Ég fór að hugsa um þennan brandara og það rann upp fyrir mér að við eigum ekkert hugtak til að lýsa þessu ástandi; við tölum um þróunarlönd og þróuð lönd, en það er ekkert orð til yfir þróað land sem verður hér um bil aftur þróunarland.“ bergsteinn@frettabladid.is Þróunarlandið Ísland til sýnis í Svíþjóð Bandaríski metsöluhöfundurinn Scott Belsky er væntanlegur til Íslands og mun halda morgun- verðarfund í Salnum 22. október næstkomandi. Belsky hefur rann- sakað venjur og vinnubrögð óvenju afkastamikilla einstaklinga og hópa í ýmsum atvinnugreinum en fyrirtæki hans, Behance, vinn- ur að eflingu og skipulagi hins skapandi heims. Belsky er sérfræðingur á sviði framkvæmda og framleiðni en hann er þeirrar skoðunar að hæfileikinn til að fylgja skap- andi verkefnum til enda sé engum meðfæddur. Í bók sinni Frá hugmynd til veruleika eru hugmyndir hans og aðferðafræði kynnt en bókin sem kom út í sumar varð metsölu- bók í Bandaríkjunum. Hún kemur út í íslenskri þýðingu 19. október næstkomandi. Morgunverður með metsöluhöfundi Guðrún Ingimarsdóttir, sópran, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, og Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, koma fram á tónleikum Listafélags Langholtskirkju annað kvöld klukkan átta. Á efnisskránni eru verk þar sem þessar góðkunnu listakonur koma fram allar saman eða tvær og tvær. Verkin sem verða flutt eru eftir Bach, Händel, Holst, Villa-Lobos, Mozart, Corelli og Tsjaíkovskí. Listakonurnar hafa um árabil verið í fremstu röð íslenskra tón- listarmanna og hafa starfað saman við ýmis tækifæri. Þess má geta að Guðrún kemur nú fram í Reykjavík eftir langa dvöl erlendis við góðan orðstír. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum óperuuppfærslum í Þýskalandi, Sviss og Englandi og meðal ann- ars sungið Næturdrottninguna í Töfraflautunni og Adele í Leður- blökunni. Auk þess hefur flutn- ingur kirkjutónlistar og óperettu- tónlistar verið veigamikill í starfi hennar í Þýskalandi og víðar. Listakonur í Langholtskirkju KLASSÍK Í KIRKJU Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir og Guðrún Ingimarsdóttir flytja tónlist í Langholtskirkju annað kvöld. Sýningar í fullum gangi Sýningadagar Lau. 16/10 kl. 13 Ör fá sæti Sun. 17/10 kl. 14 Up pselt Lau. 23/10 kl. 13 Ör fá sæti Sun. 24/10 kl. 14 Up pselt Lau. 30/10 kl. 13 Ör fá sæti Sun. 31/10 kl. 14 Ör fá sæti GYLLTI BÍLLINN Jonatan Habib Engqvist setur upp verk sitt Gyllti Ruris-bíllinn. Verkið er samsett úr nokkrum ljósmyndum af gylltum bíl. MYND / BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR TVÖ HREIÐUR Eitt fyrir fugl – annað fyrir mann. MYND / BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.