Fréttablaðið - 16.10.2010, Síða 96

Fréttablaðið - 16.10.2010, Síða 96
64 16. október 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Eiði Smára Guðjohnsen tókst ekki að skora í þeim tveimur landsleikjum sem hann spilaði á árinu 2010. Markar það viss tímamót hjá landsliðinu því þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2000 þar sem Eiður Smári nær ekki að skora með landsliðinu. Eiður Smári hefur verið aðalmarkaskorari liðsins undanfarinn áratug en í ár var það hins vegar Heiðar Helguson sem skoraði flest mörk fyrir íslenska liðið. Eiður Smári er að koma ferli sínum aftur í gang hjá Stoke og lýsti því yfir eftir leikinn á móti Portúgal að hann myndi gefa kost á sér veldi landsliðsþjálfarinn hann í liðið. Löng afreka- og markaskrá hans með landsliðinu ætti því að geta lengst þrátt fyrir markaleysi í ár. Eiður Smári jafnaði markamet Ríkharðar Jónssonar árið 2006 og bætti það einu ári síðar. Hann hefur alls skorað 24 mörk fyrir lands- liðið og hefur nú sjö marka forskot á næsta mann sem er enn Ríkharður. Síðasta mark Eiðs Smára var í 1-1 jafntefli á móti Norðmönnum fyrir rúmum þrettán mánuðum. Heiðar Helguson var markahæsti lands- liðsmaðurinn á árinu með 4 mörk og er þetta einnig í fyrsta sinn síðan árið 2001 sem Eiður Smári skorar ekki flest mörk fyrir landsliðið, eða síðan Tryggvi Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir A-landsliðið árið 2001. Afrek Eiðs Smára – að skora að minnsta kosti eitt landsliðsmark níu ár í röð – er að sjálf- sögðu met og ólíklegt að það verði nokkurn tímann slegið. Þeir sem komast næstir honum eru Þórður Guðjónsson og Ríkharður Daðason. Þórður skoraði landsliðsmark sex ár í röð frá 1996 til 2001 en Ríkharður skoraði landsliðs- mark fimm ár í röð frá 1996 til 2002. Það er reyndar ekki öll von úti enn hjá Eiði Smára því það er eitt landsleikjahlé eftir á árinu. KSÍ hefur ekki útvegað íslenska landslið- inu vináttuleik 17. nóvember næstkomandi og það eru ekki miklar líkur á að það breytist úr þessu. - óój Markalaus í fyrsta sinn í áratug Eiður Smári Guðjohnsen skoraði ekki mark fyrir íslenska karlalandsliðið á ár- inu 2010 eftir að hafa skorað að minnsta kosti eitt mark níu ár í röð. EIÐUR SMÁRI OG CRISTIANO RONALDO Eiður Smári í leiknum á móti Portúgal á þriðjudagskvöldið. Þetta var aðeins annar leikur hans á þessu ári en hinn var gegn Liechtenstein. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Markakóngar landsliðs- ins síðustu ár 2010 Heiðar Helguson 4 mörk 2009 Fjórir menn með 2 mörk (þar á meðal er Eiður Smári) 2008 Eiður Smári Guðjohnsen 3 2007 Eiður Smári Guðjohnsen 2 2006 Fjórir menn með 1 mark (þar á meðal Eiður Smári) 2005 Eiður Smári Guðjohnsen 3 2004 Eiður Smári Guðjohnsen 4 2003 Eiður Smári Guðjohnsen 3 2002 Eiður Smári Guðjohnsen 3 2001 Tryggvi Guðmundsson 5 2000 Helgi Sigurðsson 4 2000 Ríkharður Daðason 4 1999 Þórður Guðjónsson 3 1998 Þórður Guðjónsson 3 1998 Ríkharður Daðason 3 Leikir og mörk Eiðs með landsliðinu Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik fyrir 14 árum en hann missti úr árin frá 1996 til 1999 vegna erfiðra meiðsla. Leikir og mörk eftir árum: 1996 1 leikur/0 mörk 1999 3 leikir/1 mark 2000 5 leikir/0 mörk 2001 7 leikir/2 mörk 2002 4 leikir/3 mörk 2003 7 leikir/3 mörk 2004 7 leikir/4 mörk 2005 5 leikir/3 mörk 2006 5 leikir/1 mark 2007 5 leikir/2 mörk 2008 6 leikir/3 mörk 2009 6 leikir/2 mörk 2010 2 leikir/0 mörk VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2 INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 BARDAGINN UM BÍTLABORGINA Hinn rauði hluti Liverpoolborgar mætir í spennandi grannaslag á Goodison Park í hádeginu á sunnudaginn. Bæði lið vilja ólm komast á sigurbraut og allt verður lagt undir því hvorugt liðið má við því að tapa fleiri stigum en orðið er. Á SUNNUDAG KL. 12:00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.