Fréttablaðið - 16.10.2010, Side 102

Fréttablaðið - 16.10.2010, Side 102
70 16. október 2010 LAUGARDAGUR PERSÓNAN Linda Ósk Valdimarsdóttir Aldur: 19 ára. Starf: Verk- efnastjóri og danskennari hjá DanceCent- er Reykjavík og annar eigandi verslunarinnar Twizzt á Smáratorgi. Búseta: Grafarvogur. Fjölskylda: Sigurbjörg Pétursdóttir verslunareigandi og Valdimar Her- mannsson, rekstrarstjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar í Neskaupstað. Stjörnumerki: Meyja Linda Ósk var að senda frá sér dans- myndband, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar leikhússins. Meðal annarra sem tróðu upp með Vest- urporti var Dominic West, einn af aðalleikurum hinna margverð- launuðu sjónvarpsþátta The Wire, og Jane Horrocks úr kvikmyndinni Taktu lagið Lóa og sjónvarpsþátt- unum Absolutely Fabulous. Meðal gesta í salnum var Íslandsvinurinn Jude Law og unnusta hans, Sienna Miller. „Við Jude vorum þarna aðal- mennirnir,“ grínast Rúnar Freyr Gíslason með en hann birti síma- mynd af sér og hjartaknúsaranum á bloggi hópsins „Þetta var mjög skemmtilegt, eiginlega algjörlega frábært. Gísli Örn og David Lan, leikhússtjóri Young Vic, settu saman 45 mínútna afmælisdag- skrá sem var að mestu leyti byggð á Faust með smá breytingum og tilfærslum,“ útskýrir Rúnar. Einn af hápunktum kvölds- ins var þó án nokkurs vafa þegar Hilmir Snær, í hlutverki Mefisto, bauð Þorsteini Gunnarssyni þrjár óskir. Þorsteinn svarar að bragði: „Það hefur alltaf verið draum- ur að leika á móti Ian McKellen.“ Að sögn Rúnars Freys fór kliður um salinn um leið og það brutust loks út mikil fagnaðarlæti þegar McKellen, þekktastur fyrir hlut- verk Gandálfs í Hringadróttins- sögu, lét á sér kræla með sinni djúpu röddu. „Ég fékk svo mikla gæsahúð að ég datt úr hlutverkinu í smá stund, við stóðum bara uppi á sviðinu og glottum hvor til annars,“ segir Rúnar. Dominic West mætti síðan upp á sviðið en Hilmir Snær þóttist hálsbrjóta hann og kvaddi hann með þeim orðum að leikarinn ætti að halda sig við hvíta tjaldið. Jane Horrocks söng síðan lagstúf og Rúnar Freyr söng bakraddir. „Við höfðum æft þær hjá einhverj- um upptökustjóra í nokkra daga.“ Síðar um kvöldið var boðið til mikillar veislu þar sem borðin hreinlega svignuðu undan kræsing- unum. Og þar hitti Rúnar Jude. „Eins og allar stórstjörnur er hann alveg ótrúlega alþýðuleg- ur. Við spjölluðum ekkert mikið saman enda var hann á milljón að fá fólk til að kaupa verslunarferð með unnustunni Siennu,“ segir Rúnar og bætir því við að Jude hafi þegar séð sýninguna áður en að þessu kvöldi kom. freyrgigja@frettabladid.is RÚNAR FREYR GÍSLASON: LÉK Á MÓTI GANDÁLFI OG HITTI JUDE LAW Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Finnski fréttamaðurinn Kimmo Wilska var á dögun- um rekinn úr starfi sínu sem fréttaþulur eftir að hann sást taka sér sopa af bjór eftir að hafa lesið frétt sem fjallaði um áfengislöggjöfina í Finnlandi. Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um hrakfar- ir Wilska. Fréttamönnum í Finnlandi er augljóslega sniðinn þrengri stakkur en þeim íslensku, en frétta- maðurinn Andri Ólafsson gerði nákvæmlega það sama í útsendingu frétta Stöðvar 2 á dögunum. „Þetta er nú ekki alveg sambærilegt. Í minni frétt smakkaði ég stórmerkilegan bjór, bruggaðan úr íslensku byggi. Það hefur ekki áður verið gert,“ segir Andri spurður hvort hann hafi verið sleginn þegar hann frétti af uppsögn Kimmo fréttamanns. „Finnski brandarakallinn var bara að reyna að vera fyndinn, sem er ekki góð hugmynd því Finnar eru frægir fyrir húmorsleysi.“ Gjörningur Andra virtist ekki fara fyrir brjóstið á mörgum, þó að sjálfskipaði málfarsráðunauturinn Eiður Guðnason, sem bloggar á Eyjan.is, hafi sagt bjórdrykkju fréttamannsins orka tvímælis. „Það er nú frekar erfitt að gera honum til geðs,“ segir Andri, rólegur að vanda. - afb Bjórinn felldi Finna, ekki Andra FINNI REKINN Finnski fréttamað- urinn Kimmo Wilska var rekinn fyrir að taka sopa af bjór í beinni útsendingu. Finnar eru ansi strang- ir, enda fékk Andri Ólafsson að gera það sama í fréttum Stöðvar 2. TVEIR GÓÐIR Gísli Örn Garðarsson ásamt Ian McKellen eftir afmælissýninguna í Young Vic. McKellen, þekktastur sem Gandálfur úr Hringadróttinssögu, heilsaði upp á alla leikarana að sýningunni lokinni. Fyrirsætan Anna Jia keppti fyrir hönd Íslands í Elite-fyrirsætukeppn- inni sem fram fór í Sjanghæ síðast- liðinn sunnudag. Hún vakti mikla athygli fjölmiðla og var meðal ann- ars fylgt eftir af franskri sjónvarps- stöð. „Ferðin út var mjög skemmtileg og hótelið sem við gistum á var eitt það flottasta sem ég hef séð,“ segir Anna Jia um ferðina út. Faðir henn- ar er kínverskur og því var hún ekki að heimsækja landið í fyrsta sinn. „Ég var í raun ekki bara að fara út að keppa heldur einnig að hitta fjöl- skyldu mína sem flaug frá Peking til að hitta mig,“ segir Anna Jia sem átti auðvitað ekki í neinum vandræð- um með tungumálið heldur. „Ég átti ekki í neinum tungumálaörðugleik- um og í lokin var ég farin að vinna sem túlkur fyrir aðra þarna,“ segir hún og hlær. Anna Jia var ein af fjórum stúlk- um sem frönsk sjónvarpsstöð fylgdi eftir alla keppnina og segir hún það hafa komið sér ágætlega. „Það var fínt og fólk tók meira eftir manni fyrir vikið. Það skipti ekki mestu máli að sigra heldur líka að byggja upp sambönd, vekja á sér athygli og bóka verkefni,“ útskýrir hún. Anna Jia komst ekki í fimmtán manna úrslit en þrátt fyrir það var henni boðið að taka þátt í myndatöku fyrir kínverska Elle ásamt fimmtán efstu stúlkunum. Anna er á sínu öðru ári í Mennta- skólanum í Reykjavík og segist kunna vel við sig þar. Hún er ákveð- in í að ljúka stúdentsprófi þrátt fyrir fyrirsætuferilinn. „Eins og er vil ég einbeita mér að því að klára skól- ann. En ef mér bjóðast góð tækifæri innan bransans þá er það eitthvað sem ég er tilbúin til þess að prófa.“ - sm Túlkaði fyrir fyrirsætur í Sjanghæ STÓRGLÆSILEG Anna Jia keppti fyrir hönd Íslands í Elite-fyrirsætukeppninni sem haldin var í Sjanghæ í síðustu viku. Lau 16.10. Kl. 20:00 2. sýn Fös 22.10. Kl. 20:00 aukas. Lau 23.10. Kl. 20:00 3. sýn Lau 30.10. Kl. 20:00 4. sýn Sun 31.10. Kl. 20:00 5. sýn Fös 5.11. Kl. 20:00 6. sýn Lau 6.11. Kl. 20:00 7. sýn Fim 11.11. Kl. 20:00 8. sýn Fös 12.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 15:00 i Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 28.11. Kl. 20:00 Lau 16.10. Kl. 13:00 Lau 16.10. Kl. 15:00 Sun 17.10. Kl. 13:00 Sun 17.10. Kl. 15:00 Lau 23.10. Kl. 13:00 Lau 23.10. Kl. 15:00 Sun 24.10. Kl. 13:00 Sun 24.10. Kl. 15:00 Lau 30.10. Kl. 13:00 Lau 30.10. Kl. 15:00 Sun 31.10. Kl. 13:00 Sun 31.10. Kl. 15:00 Lau 6.11. Kl. 13:00 Lau 6.11. Kl. 15:00 Sun 7.11. Kl. 13:00 Sun 7.11. Kl. 15:00 Lau 13.11. Kl. 13:00 Lau 13.11. Kl. 15:00 Sun 14.11. Kl. 13:00 Sun 14.11. Kl. 15:00 Lau 16.10. Kl. 20:00 Fim 21.10. Kl. 20:00 aukas. Fös 22.10. Kl. 20:00 Lau 23.10. Kl. 20:00 Fim 28.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Lau 30.10. Kl. 20:00 Sun 31.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Fös 5.11. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 20:00 Fim 11.11. Kl. 20:00 Fös 12.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 17.10. Kl. 19:00 Sun 24.10. Kl. 19:00 Þri 26.10. Kl. 19:00 Mið 27.10. Kl. 19:00 Fim 28.10. Kl. 19:00 Mið 3.11. Kl. 19:00 aukas. Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Mið 24.11. Kl. 19:00 aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 aukas. Fim 21.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fim 18.11. Kl. 20:00 Aukas. Fös 26.11. Kl. 20:00 Fös 3.12. Kl. 20:00 U Ö Ö Ö U U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) U U U U Ö U Ö U Ö Ö Ö U Ö Ö Ö U U Ö U Ö U Ö Ö Ö U Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö U Ö Ö U Ö U U U Ö MILLI HEIMA OG ORÐA Smásagnasafn Kristínar Eiríksdóttur, Doris deyr, birtir manneskjurnar í allri sinni fegurð og grimmd. ÁLEITNAR SÖGUR FYRIR ÍSLENSKAN SAMTÍMA Auglýsingasími
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.