Fréttablaðið - 30.10.2010, Qupperneq 8
8 30. október 2010 LAUGARDAGUR
aðra leiðina + 990 kr. 22. okt. – 7. nóv. 2010
(flugvallarskattur)
Þetta einstaka tilboðsfargjald
gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands
er fyrir börn, 2 –11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun
býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is
ferðatímabil 22. okt. – 7. nóv. 2010
bókanlegt frá 21. okt. 2010
1 króna fyrir barnið
www.flugfelag.is | 570 3030
VÍSINDI Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra telur að
stefna eigi að því að hlutfall opin-
berra fjármuna
til rannsókna og
þróunarstarfs
fari að meira
leyti í gegnum
samkeppnis-
sjóði en nú er
gert. Hún segir
það opinbera
stefnu stjórn-
valda og telur
að öll ráðuneyti
ættu að fylgja þeirri stefnu.
„Þetta er stefna Vísinda- og
tækniráðs, sem er sá aðili sem
markar stefnu stjórnvalda,“ segir
Katrín í samtali við Fréttablaðið.
„Hlutur samkeppnissjóða hefur
verið að aukast undanfarið þótt
það hafi ekki alfarið komið til af
góðu. Samkeppnissjóðir hafa verið
skornir niður um fjögur prósent
síðustu þrjú ár á meðan framlög til
háskóla hafa verið skorin niður um
sextán prósent. Það sýnir okkar
forgangsröðun, en við vildum helst
sjá þetta hlutfall fara upp í um það
bil þriðjung, sem er svipað og er í
nágrannalöndum okkar.“
Eins og fram hefur komið í
Fréttablaðinu upp á síðkastið hefur
fyrirkomulag rannsóknarsjóða og
opinberra framlaga til rannsókna
og þróunarstarfs sætt gagnrýni í
fræðasamfélaginu. Þar er kallað
eftir því að fjármunum sé dreift
í gegnum samkeppnissjóði. Það
felur í sér að óháð faglegt ráð,
skipað alþjóðlega viðurkenndum
vísindamönnum, meti umsóknir
um styrki og fylgi því eftir með
mati á verkefnunum, sem sé svo
lagt til grundvallar þegar viðkom-
andi sæki um styrki að nýju.
Sérstaklega hafa spjótin staðið á
Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, sem hefur
tæplega 2,4 milljarða króna til
rannsóknarstarfs. Þar af renna
um 1,3 milljarðar til Hafrann-
sóknastofnunar, en afgangurinn
fer meðal annars í gegnum hina
ýmsu sjóði.
Í svari við fyrirspurn Frétta-
blaðsins fyrr í mánuðinum sagði
Jón að ekki stæði til að breyta
fyrirkomulaginu, til dæmis með
því að færa sjóðina undir Rann-
sóknarsjóð. Með núverandi skipu-
lagi væri „stuðlað að beinni teng-
ingu við atvinnuvegina“, sem væri
í samræmi við óskir aðila í sjávar-
útvegi og landbúnaði, og ráðuneyt-
ið styddi þeirra sjónarmið.
Katrín segir hins vegar að
stjórnvöld skuli fylgja sömu stefnu
hvað varðar framlag til rannsókna
og þróunarstarfs, óháð ráðuneyt-
um. „Ég lít á það þannig. Í Vísinda-
og tækniráði sitja margir ráðherr-
ar. Þar er stefna stjórnvalda mótuð
og það skiptir máli að fylgja því
eftir.“ thorgils@frettabladid.is
Öll ráðuneytin eiga að
fylgja stefnu Vísindaráðs
Menntamálaráðherra segir stjórnvöld stefna að eflingu samkeppnissjóða. Staðinn hafi verið vörður um
slíka sjóði í niðurskurði. Núverandi fyrirkomulag hefur sætt mikilli gagnrýni í fræðasamfélaginu.
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR RANNSÓKNIR Menntamálaráðherra styður eflingu samkeppnissjóða í úthlutun opin-
berra framlaga til rannsókna og þróunarstarfs. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísinda-
menntun og tækniþróun í landinu og markar stefnu stjórnvalda í vísinda- og
tæknimálum til þriggja ára í senn.
Forsætisráðherra fer fyrir ráðinu en þar sitja einnig iðnaðarráðherra, mennta-
málaráðherra og fjármálaráðherra auk sextán fulltrúa sem eru tilnefndir af
ráðuneytum, háskólum og aðilum vinnumarkaðarins auk þess sem forsætis-
ráðherra getur skipað fjóra ráðherra til viðbótar.
Í stefnu ráðsins fyrir árin 2009 til 2012 segir:
„Ítrekað hefur verið bent á að hér á landi fari of lítill hluti opinberra fjárveit-
inga til rannsókna og nýsköpunar í gegnum samkeppnissjóði.“
„Samkeppnissjóðir sem byggjast á vönduðu gæðamati umsókna og nánu
samstarfi á milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja, eru forsenda
fyrir öflugu rannsókna- og nýsköpunarstarfi. Standa þarf vörð um og efla
samkeppnissjóðina á næstu árum og sameina sjóði þar sem það á við.
Samkeppnissjóðir þurfa að vinna nánar saman að ákveðnum verkefnum.“
Hvað er vísinda- og tækniráð?
VIÐBURÐIR Dr. Michael Porter,
prófessor við Harvard-háskóla
og einn helsti fræðimaður
heims á sviði
stefnumótunar
og samkeppnis-
hæfni þjóða,
sækir landið
heim eftir
helgi. Hann
kom hingað
síðast árið
2006.
Næsta mánu-
dag kynnir
Porter á ráð-
stefnu í Háskólabíói nýja rann-
sókn sem unnin var undir for-
ystu hans á klasamyndun í
íslenskum jarðvarmageira.
Erindi hans nefnist: Icelandic
Geothermal: Turning the Clust-
er into an engine of renewed
Icelandic growth.
Dagskrá er að finna á www.
icelandgeothermal.is. - óká
Ráðstefna haldin á mánudag:
Kynna klasa í
jarðvarmageira
MICHAEL PORTER
ÖRYGGISMÁL Ítarlegri kröfur um
öryggiskerfi og laugargæslu
eru gerðar í nýrri reglugerð um
sund staði
sem Svan dís
Svavarsdóttir
umhverfis ráðherra
hefur undir-
ritað.
„Þá eru aukn-
ar kröfur gerðar
um öryggi barna
og sérstakar
kröfur gerðar til
sundlaugavarða,
kennara og þjálfara,“ segir í til-
kynningu umhverfis ráðu neytisins.
Við hönnun nýrra lauga og endur-
gerð eldri skal gera ráð fyrir nauð-
synlegri lýsingu og öryggiskerfi
á borð við myndavélar. Þá eiga
sundstaðir að hafa stöðuga laugar-
gæslu meðan gestir eru í laug. - óká
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
Ný reglugerð undirrituð:
Öryggi sund-
staða aukið
1 Hversu hátt verður áætlað gjald
fyrir ferðamenn á Hakinu við
Almannagjá á Þingvöllum?
2 Í hversu mörgum eintökum verð-
ur ævisaga Jónínu Benediktsdóttur
prentuð?
3 Verður næsta Batman-mynd í
þrívídd?
SVÖR
REYKJAVÍKURBORG Fulltrúar
minnihluta sjálfstæðismanna og
VG í borgarráði vilja svör um
möguleg viðbrögð Reykjavíkur-
borgar við því að fræðslu- og
ferðaþjónustuverkefni Orku-
veitu Reykjavíkur hafi verið
aflögð. Mikill safnkostur liggi
undir skemmdum ef ekkert verði
aðhafst.
Lokun gestamóttöku í Hellis-
heiðarvirkjun geti haft afdrifa-
ríkar afleiðingar fyrir ferðaþjón-
ustuna. Huga þurfi að varðveislu
safnkosts í Elliðaárdalnum. „Að
sama skapi þarf að gera ráðstaf-
anir til að tryggja að áfram geti
innlendir og erlendir ferðamenn
kynnt sér jarðvarmaverkefnin
í kringum höfuðborgar svæðið,“
segir í bókun fulltrúanna. - gar
Minnhluti borgarráðs vill svör:
Hver fræðir um
orkumálin?
1. 200-300 krónur 2. Tíu þúsund eintök-
um 3. Nei
VEISTU SVARIÐ?