Fréttablaðið - 30.10.2010, Page 16

Fréttablaðið - 30.10.2010, Page 16
16 30. október 2010 LAUGARDAGUR Tíu ár eru síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna viður- kenndi í fyrsta skipti órofa tengsl milli jafnréttis kynjanna og friðar og öryggis, þegar ráðið samþykkti einróma ályktun númer 1325 um konur, frið og öryggi 31. október árið 2000. Í ályktun 1325 er litið svo á að konur séu virkir boðber- ar friðar og áréttað að konur þurfi að taka fullan þátt á jafnréttis- grundvelli í öllum friðarferlum. Í ályktuninni er vakin athygli á því að átök geti bitnað með ólík- um hætti á körlum og konum og ítrekað mikilvægi þess að veita þörfum kvenna sérstaka athygli og standa vörð um réttindi þeirra og öryggi. Norðurlöndin leggja öll mikla áherslu á jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna í utanríkis- stefnu sinni. Við höfum séð hversu góð áhrif aukið jafnrétti kynjanna hefur haft í samfélögum okkar og erum þess fullviss að aukið jafn- rétti og efling réttinda kvenna geti stuðlað að auknum friði í heimin- um. Við erum því staðráðin í að efla og stuðla að framgangi jafn- réttis kynjanna á heimsvísu. Konur geta gegnt – og þurfa að gegna – mikilvægu hlutverki við að koma í veg fyrir átök, byggja upp frið, vara við vaxandi spennu og vinna að afvopnun. Rannsókn sýndi nýlega fram á að þátttaka kvenna í héraðsuppbyggingar- teymum Atlantshafsbandalags- ins í Afganistan hefur góð áhrif á árangur aðgerða þess. Friðar- samningar, sem konur hafa tekið þátt í, eru víðtækari en aðrir og taka á fleiri atriðum, sem gerir þá líklegri til árangurs. Innleiðing hefur verið allt of hæg Að áratug liðnum frá samþykkt ályktunar 1325 hörmum við hversu hægt innleiðing hennar hefur gengið. Vopnuð átök hafa enn hræðileg áhrif á konur og stúlkur. Algengt er að þær verði fyrir skelfilegu kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem yfirleitt er aldrei refsað fyrir – jafnvel þótt tilkynnt sé um það. Konum er enn haldið utan við friðarferli og aðeins örfá lönd hafa lagt fram aðgerðaáætlun um framkvæmd ályktunar 1325. Nokkur ár eru síðan Norðurlöndin byrjuðu að vinna eftir slíkum aðgerðaáætl- unum. Sem utanríkisráðherrar höfum við hvatt önnur lönd til að gera sínar eigin aðgerðaáætlanir um framkvæmd ályktunar 1325 og erum tilbúin að deila reynslu okkar og veita þeim aðstoð. Alþjóðasamfélagið verður sífellt að leita leiða til að tryggja fram- gang réttinda kvenna. Ekki ber að líta eingöngu á konur sem fórnar- lömb stríðsátaka þegar þær eru í raun einnig hluti af lausn þeirra. Virk þátttaka kvenna er frumskil- yrði þess að hægt sé að ná varan- legum friði og byggja upp samfé- lög þar sem tekið er tillit til þarfa allra íbúa. Ályktun 1325 er tæki til að ná þessum markmiðum en árangur næst ekki sjálfkrafa. Sem dæmi má nefna að það þurfti mik- inn þrýsting frá kvennasamtök- um og frjálsum félagasamtökum í Afganistan, sem og frá alþjóða- samfélaginu, þ.m.t. Norðurlönd- unum, til að tryggja þátttöku kvenna í friðarþinginu sem fram fór í Afganistan sl. sumar. Öryggis- ráðið, Sameinuðu þjóðirnar og svæðisbundnar stofnanir þurfa að grípa kerfisbundið til aðgerða til að tryggja að raddir kvenna heyr- ist á svo mikilvægum augnablik- um og að þeim sé veitt athygli. Refsileysi fyrir kynferðisofbeldi er óviðunandi Fyrr á þessu ári fögnuðum við ákvörðun um að setja á fót Jafn- réttisstofnun Sameinuðu þjóð- anna (UN Women). Við árnum Michelle Bachelet heilla í tilefni af skipun hennar sem aðstoðar- framkvæmdastjóra SÞ og sem fyrsta framkvæmdastjóra Jafn- réttisstofnunarinnar. Við erum þess fullviss að þessi nýja stofn- un muni styrkja og efla starf SÞ á sviði jafnréttis kynjanna. Mikilvægt skref, að því er varð- ar konur, frið og öryggi, er stofn- un hins nýja embættis sérstaks fulltrúa aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hefur það hlutverk að berjast gegn kyn- ferðisofbeldi í átökum og skipun Margot Wallström frá Svíþjóð sem er fyrst til að gegna því emb- ætti. Við styðjum hinn sérstaka fulltrúa í sínu mikilvæga starfi, þ.m.t. við að berjast gegn refsi- leysi og almennri sakaruppgjöf fyrir kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, og vernda konur og stúlk- ur gegn slíkum hryllingi. Slíkt ofbeldi hefur ekki eingöngu áhrif á þá einstaklinga sem fyrir því verða, heldur einnig fjölskyldur þeirra, heimabyggð og samfélög í heild. Alþjóðasamfélagið verð- ur að láta í sér heyra og ítreka að slíkt ofbeldi muni aldrei líðast. Við verðum að tryggja að ofbeldis- menn svari til saka og að fórnar- lömb njóti aðstoðar. Réttlæti er forsenda friðar. Jafnrétti kynjanna stuðlar að friðsælli heimi Jafnréttismál Alexander Stubb utanríkisráðherra Finnlands Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra Noregs Lene Espersen utanríkisráðherra Danmerkur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Íslands Konur geta gegnt – og þurfa að gegna – mikilvægu hlutverki við að koma í veg fyrir átök, byggja upp frið, vara við vaxandi spennu og vinna að afvopnun. Albert Bjarni Úlfarsson Löggiltur fasteignasali [+354] 821 0626 albert@domusnova.is albert.domusnova.is Ágætu viðskiptavinir / kaupendur og seljendur það er mér sönn ánægja að tilkynna ykkur að ég hef hafið störf á Domusnova fasteignasölu... Við seljum fyrir þig ! Hringdu í 821 0626 Turninum 12 hæð - Smáratorgi 3 - 201 Kópavogi - Axel Axelsson - Löggiltur fasteignasali - www.domusnova.is Lárus Óskarsson Sölumaður [+354] 823 5050 larus@domusnova.is larus.domusnova.is Ágætu viðskiptavinir / kaupendur og seljendur það er mér sönn ánægja að tilkynna ykkur að ég hef hafið störf á Domusnova fasteignasölu... Við seljum fyrir þig ! Hringdu í 823 5050 Turninum 12 hæð - Smáratorgi 3 - 201 Kópavogi - Axel Axelsson - Löggiltur fasteignasali - www.domusnova.is AF NETINU Skógar til sölu Sagt er frá því á vefriti Guardian að breska ríkisstjórnin hyggist selja um helming alls skóglendis í opinberri eigu. Þetta mun vera gert til að afla ríkinu fjár á þessum síðustu og verstu tímum. Hinir síðustu og verstu tímar eru runnir upp vegna þess að frjálshyggjan fékk óáreitt að æða sem plágan yfir heimsbyggðina og setti lönd og lýði á hausinn hvar sem hún bar niður. Og nú ætlar ríkisstjórn Bret- lands að selja auðkýfingum þessar náttúruperlur til að fjármagna skaðann sem auðkýfingarnir ollu Bretum. Þeir ætla að selja skógana til til að lina timburmennina eftir frjálshyggjufylleríið. Þetta er nottlega banalt og gæti auðvitað aldrei gerst hér á landi. Nema við færum, til dæmis, að hleypa einhverjum útrásardólgi í raforkuna okkar. En það dettur auðvitað engum svoleiðis í hug, er það nokkuð? blog.eyjan.is/sludrid Björgvin Valur Guðmundsson Fimmtudaginn 11. nóvember stendur Rannís fyrir námskeiði um hvernig undirbúa megi endurskoðun evrópskra rannsóknarverkefna. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Berkley Associates sem eru mjög reyndir ráðgjafar á þessu sviði. Dagskrá og nánari upplýsingar eru á www.rannis.is Grand hótel Reykjavík kl. 9.00 -16.45 Námskeið á vegum Rannís 11.11. 2010 Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.