Fréttablaðið - 30.10.2010, Síða 19

Fréttablaðið - 30.10.2010, Síða 19
LAUGARDAGUR 30. október 2010 19 Niðurskurðartillögur heilbrigðis-mála í fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna – sem kenna sig við vinstri velferð – mælast vægast sagt illa fyrir. Fjölmörg mótmæli um land allt eru skýr skilaboð um að fólki sé misboðið það óréttlæti sem þar birtist. Ályktanir eru samhljóða gagn- rýni á samráðsleysi, þekkingar- leysi á aðstæðum, ótti við alvarleg- ar samfélagslegar breytingar og óskýr markmið um raunveruleg- an sparnað. Jafnframt er fullyrt að áætlaðar breytingar leiði til lakari heilbrigðisþjónustu og enn ójafnari aðgangs landsmanna að sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Í heilbrigðisþjónustunni þarf að skera niður um 4,7 milljarða kr. Heilbrigðisráðuneytið forgangsrað- ar niðurskurðinum með því að hlífa skuli heilsugæslu og stóru sjúkra- húsunum í Reykjavík og Akureyri ásamt Akranesi, sá hluti heilbrigð- iskerfisins tekur til sín rúmlega 90% af fjármagni til heilbrigðis- mála – niðurskurður 1,7 milljarð- ar. Hinsvegar er áætlað samkvæmt frumvarpinu að skera niður sjúkra- svið annarra heilbrigðisstofnana víðsvegar um landið um 3 milljarða króna. Stofnanir með innan við 10% af heildarfjárveitingu til sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Hvar er jafn- ræðið um að allir njóti grunnþjón- ustu óháð efnahag og búsetu? Skera á niður þjónustu um 3 milljarða Það svarar til 31-75% af starfsemi einstakra sjúkrasviða litlu sjúkra- húsanna á landsbyggðinni. Stefna ráðuneytisins er að í hverju umdæmi verði almenn sjúkrahúsþjónusta með almennum lyflækningum og grunnheilbrigð- isþjónustu, sbr. lög um heilbrigðis- þjónustu. Lög og reglugerðir ákveða hvar og hvaða starfsemi. Almenn heilbrigðisþjónusta er skilgreind sem heilsugæsla, þjónusta og hjúkr- un á hjúkrunarheimilum og hjúkr- unarrýmum stofnana og almenn sjúkrahúsþjónusta. Almenn sjúkra- húsþjónusta á litlu sjúkrahúsunum er fyrst og fremst lyflækningar og hjúkrun við ýmsum bráðum sjúk- dómum og nauðsynlegustu rann- sóknir þeim tengdar. Niðurskurður ráðuneytisins gengur út á að lækka greiðslur fyrir legudaga. Óútskýrður er munur milli stofnana frá 38-68 þús. á landsbyggð en á sérhæfðari sjúkrahúsum t.d. LSH er kostnað- urinn ca. 150 þús. eða ca. þrisvar sinnum hærri. Hvernig sparnaður næst með að flytja lögboðna grunn- þjónustu til Reykjavíkur eða Akur- eyrar til sérhæfðra sjúkrahúsa er óskiljanlegt. Líklegri niðurstaða er að útgjöld aukist þar sem grunn- þjónusta á hátæknisjúkrahúsunum er margfalt dýrari en á litlu nær- þjónustu sjúkrahúsunum. Glórulaus niðurskurður – stórauk- in útgjöld Nefna má dæmi um hvernig niður- skurðurinn bitnar á einstaka svæð- um t.d. Heilbrigðisstofnun Suður- lands (HSu). Lækkun fjárframlags til sjúkrasviðs er um 56,5%. Afleið- ingin verður í stórum dráttum sú, að mati framkvæmdastjóra HSu, að núverandi þjónusta sjúkrahúss- ins sem almenns sjúkrahúss leggst af. Verkefnin færast til LSH. Einnig mun göngu- og dagdeildarþjónusta sérfræðilækna flytjast á læknastof- ur á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta sjúkrahússins sem bakhjarls fyrir heimahjúkrun og slysa- og bráða- þjónustu hverfur. Þessi lýsing gæti átt við um hvaða heilbrigðisstofnun sem er á lands- byggðinni. Augljóst er að sparnaður verð- ur enginn en mikill aukakostnað- ur og óþægindi leggst á sjúklinga og aðstandendur þeirra. Um er að ræða stórkostlega tilfærslu á verk- efnum og fólki jafnt sjúklingum sem aðstandendum þeirra, einnig starfsfólki í heilbrigðisgeiranum. Líkleg afleiðing er að stórhækka þarf fjárveitingar til LSH og Sjúkra- trygginga Íslands til að geta staðið undir aukinni þjónustu í Reykjavík. Þangað fara 85% af fjárveitingum til sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Sjúkrahúsin eru með stærstu vinnustöðum í viðkomandi byggðar- lögum. Ljóst er, að ekki verður hætt að veita skjólstæðingum þessa þjón- ustu, verkefnin einfaldlega flytjast annað. Í þessari aðför ríkisstjórn- ar VG og Samfylkingar að grunn- þjónustu íbúa landsbyggðar á að færa störf til höfuðborgarsvæðis- ins í ríkari mæli en nokkurn tíma hefur sést fyrr. Stefnumótun er brýn Í veðri hefur verið látið vaka að unnið sé samkvæmt langtíma stefnumótun um verulegar breyt- ingar á heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Stefnu um að á land- inu verði tvö sjúkrahús í Reykjavík og á Akureyri. Þessi umræða hefur hvorki verið við fagfólk á lands- byggðinni né heimaaðila. Ekki hefur verið sýnt fram á heildarsparnað eða hagræðingu – hvað þá að verið sé að bæta þjónustuna. Lágmark er að hefja stefnumótun á að greina grunnþarfir íbúa á hverju svæði. Slík vinna getur aldrei haft upphaf og endi á skrifborði í Reykjavík. Setjumst öll yfir verkefnið og vinnum saman að lausn þess, þannig náum við árangri. Leið ríkisstjórnar- innar er ekki fær. Niðurskurður er óhjákvæmilegur en forsenda niður- skurðar í heilbrigðiskerfinu er að verja grunnþjónustuna – nærþjón- ustuna. Lágmarksþjónusta fyrir alla óháð efnahag og búsetu. Ríkis- stjórnin er ekki á þeirri leið. Ef ríkisstjórnin treystir sér ekki í verkefnið á hún að fara frá. Þjóð- stjórn taki við um þau grundvallar- verkefni sem bíða úrlausnar. Annað má bíða. Raunhæfur niðurskurður – eða stórfelldir fólksflutningar Ríkisfjármál Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður Framsóknarflokksins Augljóst er að sparnaður verður enginn en mikill aukakostnaður og óþægindi leggst á sjúklinga og að- standendur þeirra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.