Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 30.10.2010, Qupperneq 26
26 30. október 2010 LAUGARDAGUR SMÁVAXIN MÓDEL Skalinn á módelunum er 1:100, sem þýðir að meðal hermaður er ríflega 15 millimetrar á hæð. Breski Grant-skriðdrekinn sem hér sést er sex sentímetrar á lengd og vegur nokkur grömm, en í réttri stærð er hann næstum sex metrar á lengd og vegur um 30 tonn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Spónaplatan leggur grunn að spila- borðinu. Ofan á hana bætast bútar af þéttu frauðplasti sem á endanum munu líta út eins og hæðir. Frauðplastið er límt á borðið og límt saman. Svo er það sagað, skorið, sorfið og pússað þar til það líkist hæðum og hólum. Spartlað er í glufur og vegirnir lagðir með þykkri steypublöndu til að tryggja að þeir hafi aðeins aðra áferð en eyðimörkin allt í kring. Til að gefa borðinu dýpt er sigtaður svartur sandur límdur á allt borðið, að vegunum undanskildum. Steypan gefur vegunum dýpt. Borðið er að lokum málað í eyðimerkur- gulum lit. Vegirnir eru hafðir dekkri til að aðgreina þá. Grasbrúskar og pálmatré fullkomna svo verkið. MYND/SIGGI Stór hluti af föndrinu í kringum tindátaspilið er að útbúa vígvöllinn. Þó að vissulega sé hægt að leiða tindátana til sigurs á stofuborðinu heima leggja flestir mun meira upp úr því að vígvöllurinn sé sannfærandi. Orrustur eru gjarnan háðar á þar til gerðum spónaplötum, sem eru í það minnsta 1,8 x 1,2 metrar á kant. Plöturnar eru svo málaðar í viðeigandi lit, og lausum hæðum, vegum, skógum, ökrum og öðru tilheyrandi raðað á til að völlurinn líti raunverulega út. Landslagið gera spilararnir yfirleitt frá grunni úr þeim hrá- efnum sem þeir geta náð í. Spónaplöturnar mynda grunninn, hæðir eru gerðar úr frauðplasti, trén úr plasti eða mosa og akrarnir úr réttri gerð af gólfmottum. Svo þarf að mála herleg- heitin. Í sumum tilvikum er hægt að kaupa hluta af því sem gerir vígvöllinn fallegan, til dæmis pálmatré og byggingar. Þegar virkilega á að vanda til verks er landslagið hannað þannig að það er fast við plötuna, sem lítur oft mun raun- verulegar út. Dæmi um hvernig vígvöllur verður til má sjá á myndunum hér að ofan. Þegar landsvæði er gert, alveg eins og þegar hersveitirnar eru málaðar, skiptir máli að velja ákveðið þema. Skógi vaxnar hæðir og hveitiakrar passa ágætlega fyrir bardaga í sunnan- verðri Evrópu, en eiga lítið sameiginlegt með því landslagi sem herirnir börðust yfir í eyðimörkinni í Norður-Afríku. Vígvellirnir eru oft alveg jafn mikið listaverk og málaðir her- irnir, og þegar vel gerður vígvöllur og fallega málaðir tin dátar fara saman þarf ekki mikið ímyndunarafl til að finnast orrust- an raunveruleg. VÍGVELLIRNIR HEIMASMÍÐAÐIR Þó að mörgum finnist fátt skemmtilegra en að raða upp tindátunum sínum á vígvöllinn og senda þá til orrustu gegn tindátum annarra spilara eru einnig margir sem hafa gaman af föndrinu í kringum þetta áhugamál. Orrusta af hefðbundinni stærð tekur oft nokkrar klukku- stundir, en undirbúningurinn sem liggur að baki fallega máluðum herjum er margfalt tímafrekari. Öll módelin sem notuð eru í spilinu eru keypt ósamsett og ómáluð. Módelin fyrir Flames of War eru í skalanum 1:100, sem þýðir að meðal hermaður er rúmlega 15 millimetrar á hæð. Áður en hægt er að spila með módelin þarf því að hreinsa þau og líma saman. Svo fara penslarnir á loft og módelin eru máluð. Þó að marga gæti óað við því að mála svo smávaxin módel er það ekki jafn erfitt og ætla mætti í fyrstu. Reyndir málarar vita að með fíngerðum pensli og góðri málningu má gera kraftaverk. Mestu skiptir að herinn líti vel út á spilaborð- inu, þegar horft er á módelin úr um eins metra fjarlægð. Það skiptir minna máli þó að einhverjir lítilsháttar gallar sjáist þegar einstök módel eru borin upp að auganu. Margir af þeim sem spila þetta spil leggja mikið upp úr því að þeir herir sem þeir setja saman eigi sér hliðstæðu í sögunni. Þeim nægir ekki að setja saman her af bresku fótgönguliði, heldur setja þeir saman her með módelum sem passa við ákveðnar einingar í hersveitum sem í raun og veru börðust í stríðinu, til dæmis hluta af 51. skosku hálanda- hersveitinni. Aðrir setja saman þær einingar, skriðdreka, fótgöngulið og fallbyssur, sem þeir vilja spila með, og velja þeim þema eftir því hvar í heiminum þeir börðust. Herirnir eru málaðir á ólíkan hátt eftir því á hvaða vígstöðvum þeir börðust. Ætli spilari sér að setja saman breska herdeild sem barðist í eyðimörkinni árið 1942 verða kakí-litirnir allsráðandi. Standi hins vegar til að setja saman breskan her sem réðist á land á ströndum Normandy hinn 6. júní 1944 verður litavalið grænna og brúnna. MARGIR ÁHUGASAMARI UM MÁLNINGUNA OG HERINA EN ORRUSTURNAR NÁKVÆMNI Margir af þeim sem spila Flames of War gera herina sína þannig úr garði að þeir passi við hersveitir sem raunvörulega börðust í stríðinu. Hér geysast ítalskir L6/40 skriðdrekar úr Squadrone Esplorante, 2/Compagnia , Lancieri di Novara, 133° Divisione Corazzata Littorio, fram á vígvöllinn við El Alamein. GRUNNVINNA GRÓFVINNA FÍNVINNA ÁFERÐ MÁLNING því meiri skilning fæ ég á því sem ég les í sögubókunum.“ Jökull segir það kerfi sem notað sé í þessu spili endurspegla mjög vel hvernig orrusturnar fóru fram í raun og veru. „Grunnreglurnar í kerfinu eru mjög einfaldar, svo það hefur komið mér skemmtilega á óvart hversu raunhæft spilið er. Þegar við höfum sett upp orrust- ur sem eiga sér sögulega fyrir- mynd hafa niðurstöðurnar oft verið mjög svipaðar og raunvöru- lega var, án þess að við séum að eyða mjög löngum tíma í flóknar reglur. Í spilinu tekst mjög vel að hámarka ánægjuna af því að spila og niðurstöðuna.“ Tímafrek uppbygging herafla Það fer oft langur tími í að byggja upp sinn her, enda bæði kostnaðar- samt að kaupa módelin, og tíma- frekt að líma þau saman og mála. „Það fara oft vikur eða mánuðir í að koma sér upp her, en það gera menn hver á sínum tíma. Menn dútla við þetta, það á að vera skemmtilegt,“ segir Jökull. „Sjálfur mála ég herina til að spila með þeim. En því flottari sem herirnir eru, og því meiri vinna sem lögð er í þá, því skemmtilegra verður að spila. Umhverfið skiptir svo miklu máli. Það gerir enginn kröfu um að her andstæðingsins sé frábærlega málaður, en það kunna allir að meta það sem vel er gert.“ Jökull segir það fremur lítinn hóp sem spili nákvæmlega þetta tindátaspil hér á landi. Fleiri spili önnur spil, sem hafi annað sögu- svið en síðari heimsstyrjöldina, sem þetta spil gangi út á. Flestir spili sennilega spil sem heitir War- hammer, þar sem sögusviðið er fantasíuheimar, ýmist í anda Lord of the Rings eða framtíðartryllis. „Þetta er áhugamál sem menn þurfa að hafa tíma fyrir svo þeir endist í þessu,“ segir Jökull. Kostnaðurinn getur einnig staðið í vegi fyrir nýliðun, enda kostar sitt að koma sér upp her. Kostn- aðurinn er mismunandi eftir því hvernig her menn vilja kaupa, en búast má við því að módelin kosti einhverja tugi þúsunda. Þá er ákveðinn byrjunarkostnaður fólg- inn í því að koma sér upp verkfær- um, penslum og málningu. Margir þeirra sem stunda þetta áhugamál eiga erfitt með að láta sér nægja einn her, enda síðari heimsstyrjöldin flókin og hægt að setja saman mjög fjölbreytt- ar tegundir herja, segir Jökull. Vegna þessa þarf að velja hvar á að berjast og hvenær. Hvort barist er í Póllandi árið 1939 eða í Þýska- landi árið 1945. „Framþróunin í síðari heims- styrjöldinni var svo hröð að það er ekki hægt að bera herinn sem Þjóðverjar notuðu þegar þeir réðust inn í Frakkland árið 1940 saman við sambærilegar her- deildir ári síðar. Góðir skrið- drekar í upphafi stríðs voru með 20 millimetra fallbyssur. Undir lokin voru skriðdrekarnir orðnir 60 tonnum þyngri og byssurnar komnar í 152 millimetra.“ Þeir sem eru forvitnir um þetta áhugamál geta fengið frekari upp- lýsingar, sem og módel og reglu- bækur, í versluninni Nexus. VÍGVÖLLURINN VERÐUR TIL FRAMHALD AF SÍÐU 22 NÁKVÆMNI Módelin eru handmáluð með mjóum penslum og sérstakri módelmáln- ingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.