Fréttablaðið - 30.10.2010, Side 64

Fréttablaðið - 30.10.2010, Side 64
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Október 2010 Á R A AÐ TJALDABAKI Skáldin með ESB Rithöfund- ar og skáld blanda sér í unn- vörpum í Evrópumræðuna. Í gær birtist í Fréttatímanum viðtal Jóns Kalmans Stefáns- sonar rithöfundar við kollega sinn Hannes Pétursson, sem ræddi um „blágrænu þverpólitíkina gegn aðildar- umsókn Íslands að Evrópu- sambandinu”. Hannes segir andstæðinga aðildar hér á landi „þvæla þess seint og snemma um afsal fullveldis og sjálfstæðis. Hefur nokk- urt ríki sambandsins glatað sjálfstæðinu eða fyrirgert með öllu fullveldinu? Ekki eitt einasta.“ Og skáldin á móti Í gær birtist hins vegar í Fréttablað- inu heilsíðuauglýsing, þar sem félagar og stuðn- ingsmenn VG skoruðu á forystu flokksins að beita sér gegn aðild Íslands að ESB. Áframhaldandi aðildar- ferli væri gróf ögrun við lýð- ræði í landinu. Í hópi þeirra sem skrifa undir eru nokkrir rithöfundar, þar á meðal Árni Bergmann, Guðmundur Brynjólfsson, Gyrðir Elíasson, Ingibjörg Hjartardóttir og Ing- unn Snædal. Skáldgreinar Að minnsta kosti þrjú greinasöfn koma út fyrir þessi jól. Hjá Nýhil er komið út greinasafnið Gjá sem inniheldur ritgerðir og blaðagreinar eftir Hauk Má Helga- son, heim- speking og rithöfund. Uppheim- ar gefa út Spegil þjóðar eftir Njörð P. Njarðvík en þar má finna persónu- legar vangaveltur Njarðar um íslenskt samfélag frá miðri síðustu öld fram á okkar daga. Hjá JPV kemur út Péturspostilla, sem inni- heldur greinar og erindi eftir Pétur Gunnarsson.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.